Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2015 06:30 Kolbeinn er hér til vinstri ásamt Finnanum Helenius. Mynd/aðsend „Ég gæti ekki verið meira tilbúinn eftir fínan undirbúning,“ segir boxarinn Gunnar Kolbeinn Kristinsson, iðulega kallaður Kolli, en hann heyr sinn annan atvinnumannabardaga í hnefaleikum í Finnlandi um helgina. Í nóvember í fyrra lagði Gunnar hinn lettneska Janis Ginters í fjórum lotum. Nú mætir hann lettneska þungavigtarmeistaranum Edgar Kalnars, en sá kappi er afar reyndur og hefur meðal annars æft með Klitschko-bræðrunum. Þessi bardagi verður númer 60 hjá honum en okkar maður er að keppa í annað sinn. „Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig. Ég hugsa samt ekki þannig. Ég hugsa að vinni ég hann ekki þá eigi ég kannski ekkert að vera að þessu. Það eru til mun öflugri menn en hann þótt hann sé öflugur,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann er engin smásmíði. 198 sentimetrar að hæð og ein 113 kíló. Gunnar er 27 ára Garðbæingur og háði 37 áhugamannabardaga áður en hann gerðist atvinnumaður. Gunnar hefur meðal annars verið að æfa með Finnanum Robert Helenius upp á síðkastið en hann er fyrrverandi Evrópumeistari. Helenius er ósigraður í 19 bardögum og þar af kláraði hann ellefu bardaga með rothöggi. „Ég var heila helgi hjá Helenius og það var rosalega flott. Ég lærði mikið af honum enda er hann með þeim bestu í heimi. Ég átti helling í hann og það segir mikið,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann var óhræddur við að taka á Finnanum. „Mér var hrósað fyrir að taka á honum því venjulega er það þannig að hann tekur menn í gegn.“ Gunnar Kolbeinn hefur sett sér háleit markmið fyrir árið. „Stefnan er að vera 6-0 í lok ársins. Það væri mjög flott því þá kæmist ég inn á Evrópulistann á næsta ári og þá gætu hlutirnir farið almennilega í gang hjá mér,“ segir Kolli ákveðinn, en þetta ævintýri hans hefur kostað skildinginn en menn hafa verið hagsýnir. Fundið ódýr flug og komist í fría gistingu. Hann æfir mest heima en vantar meiri samkeppni á æfingum þar sem það eru fáir eins og hann hér heima. „Það endar með því að ég þarf að fara meira út enda ekki nóg af stórum strákum í boxinu heima. Ég er nú kominn í samstarf við Helenius og það verður vonandi framhald á því,“ segir Gunnar en hann setti sér það markmið að verða atvinnuboxari árið 2010. „Þegar ég var á mínu öðru ári fór ég til Bandaríkjanna og þá sá ég að reyndari menn sem höfðu æft lengur voru bara ekkert betri en ég. Þá sá ég að ég ætti fullt erindi í þetta og hef verið í þessu af fullum krafti síðan. Þetta er búið að vera ævintýri og það er vonandi rétt að byrja.“ Box Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira
„Ég gæti ekki verið meira tilbúinn eftir fínan undirbúning,“ segir boxarinn Gunnar Kolbeinn Kristinsson, iðulega kallaður Kolli, en hann heyr sinn annan atvinnumannabardaga í hnefaleikum í Finnlandi um helgina. Í nóvember í fyrra lagði Gunnar hinn lettneska Janis Ginters í fjórum lotum. Nú mætir hann lettneska þungavigtarmeistaranum Edgar Kalnars, en sá kappi er afar reyndur og hefur meðal annars æft með Klitschko-bræðrunum. Þessi bardagi verður númer 60 hjá honum en okkar maður er að keppa í annað sinn. „Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig. Ég hugsa samt ekki þannig. Ég hugsa að vinni ég hann ekki þá eigi ég kannski ekkert að vera að þessu. Það eru til mun öflugri menn en hann þótt hann sé öflugur,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann er engin smásmíði. 198 sentimetrar að hæð og ein 113 kíló. Gunnar er 27 ára Garðbæingur og háði 37 áhugamannabardaga áður en hann gerðist atvinnumaður. Gunnar hefur meðal annars verið að æfa með Finnanum Robert Helenius upp á síðkastið en hann er fyrrverandi Evrópumeistari. Helenius er ósigraður í 19 bardögum og þar af kláraði hann ellefu bardaga með rothöggi. „Ég var heila helgi hjá Helenius og það var rosalega flott. Ég lærði mikið af honum enda er hann með þeim bestu í heimi. Ég átti helling í hann og það segir mikið,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann var óhræddur við að taka á Finnanum. „Mér var hrósað fyrir að taka á honum því venjulega er það þannig að hann tekur menn í gegn.“ Gunnar Kolbeinn hefur sett sér háleit markmið fyrir árið. „Stefnan er að vera 6-0 í lok ársins. Það væri mjög flott því þá kæmist ég inn á Evrópulistann á næsta ári og þá gætu hlutirnir farið almennilega í gang hjá mér,“ segir Kolli ákveðinn, en þetta ævintýri hans hefur kostað skildinginn en menn hafa verið hagsýnir. Fundið ódýr flug og komist í fría gistingu. Hann æfir mest heima en vantar meiri samkeppni á æfingum þar sem það eru fáir eins og hann hér heima. „Það endar með því að ég þarf að fara meira út enda ekki nóg af stórum strákum í boxinu heima. Ég er nú kominn í samstarf við Helenius og það verður vonandi framhald á því,“ segir Gunnar en hann setti sér það markmið að verða atvinnuboxari árið 2010. „Þegar ég var á mínu öðru ári fór ég til Bandaríkjanna og þá sá ég að reyndari menn sem höfðu æft lengur voru bara ekkert betri en ég. Þá sá ég að ég ætti fullt erindi í þetta og hef verið í þessu af fullum krafti síðan. Þetta er búið að vera ævintýri og það er vonandi rétt að byrja.“
Box Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira