Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2015 06:30 Kolbeinn er hér til vinstri ásamt Finnanum Helenius. Mynd/aðsend „Ég gæti ekki verið meira tilbúinn eftir fínan undirbúning,“ segir boxarinn Gunnar Kolbeinn Kristinsson, iðulega kallaður Kolli, en hann heyr sinn annan atvinnumannabardaga í hnefaleikum í Finnlandi um helgina. Í nóvember í fyrra lagði Gunnar hinn lettneska Janis Ginters í fjórum lotum. Nú mætir hann lettneska þungavigtarmeistaranum Edgar Kalnars, en sá kappi er afar reyndur og hefur meðal annars æft með Klitschko-bræðrunum. Þessi bardagi verður númer 60 hjá honum en okkar maður er að keppa í annað sinn. „Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig. Ég hugsa samt ekki þannig. Ég hugsa að vinni ég hann ekki þá eigi ég kannski ekkert að vera að þessu. Það eru til mun öflugri menn en hann þótt hann sé öflugur,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann er engin smásmíði. 198 sentimetrar að hæð og ein 113 kíló. Gunnar er 27 ára Garðbæingur og háði 37 áhugamannabardaga áður en hann gerðist atvinnumaður. Gunnar hefur meðal annars verið að æfa með Finnanum Robert Helenius upp á síðkastið en hann er fyrrverandi Evrópumeistari. Helenius er ósigraður í 19 bardögum og þar af kláraði hann ellefu bardaga með rothöggi. „Ég var heila helgi hjá Helenius og það var rosalega flott. Ég lærði mikið af honum enda er hann með þeim bestu í heimi. Ég átti helling í hann og það segir mikið,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann var óhræddur við að taka á Finnanum. „Mér var hrósað fyrir að taka á honum því venjulega er það þannig að hann tekur menn í gegn.“ Gunnar Kolbeinn hefur sett sér háleit markmið fyrir árið. „Stefnan er að vera 6-0 í lok ársins. Það væri mjög flott því þá kæmist ég inn á Evrópulistann á næsta ári og þá gætu hlutirnir farið almennilega í gang hjá mér,“ segir Kolli ákveðinn, en þetta ævintýri hans hefur kostað skildinginn en menn hafa verið hagsýnir. Fundið ódýr flug og komist í fría gistingu. Hann æfir mest heima en vantar meiri samkeppni á æfingum þar sem það eru fáir eins og hann hér heima. „Það endar með því að ég þarf að fara meira út enda ekki nóg af stórum strákum í boxinu heima. Ég er nú kominn í samstarf við Helenius og það verður vonandi framhald á því,“ segir Gunnar en hann setti sér það markmið að verða atvinnuboxari árið 2010. „Þegar ég var á mínu öðru ári fór ég til Bandaríkjanna og þá sá ég að reyndari menn sem höfðu æft lengur voru bara ekkert betri en ég. Þá sá ég að ég ætti fullt erindi í þetta og hef verið í þessu af fullum krafti síðan. Þetta er búið að vera ævintýri og það er vonandi rétt að byrja.“ Box Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sjá meira
„Ég gæti ekki verið meira tilbúinn eftir fínan undirbúning,“ segir boxarinn Gunnar Kolbeinn Kristinsson, iðulega kallaður Kolli, en hann heyr sinn annan atvinnumannabardaga í hnefaleikum í Finnlandi um helgina. Í nóvember í fyrra lagði Gunnar hinn lettneska Janis Ginters í fjórum lotum. Nú mætir hann lettneska þungavigtarmeistaranum Edgar Kalnars, en sá kappi er afar reyndur og hefur meðal annars æft með Klitschko-bræðrunum. Þessi bardagi verður númer 60 hjá honum en okkar maður er að keppa í annað sinn. „Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig. Ég hugsa samt ekki þannig. Ég hugsa að vinni ég hann ekki þá eigi ég kannski ekkert að vera að þessu. Það eru til mun öflugri menn en hann þótt hann sé öflugur,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann er engin smásmíði. 198 sentimetrar að hæð og ein 113 kíló. Gunnar er 27 ára Garðbæingur og háði 37 áhugamannabardaga áður en hann gerðist atvinnumaður. Gunnar hefur meðal annars verið að æfa með Finnanum Robert Helenius upp á síðkastið en hann er fyrrverandi Evrópumeistari. Helenius er ósigraður í 19 bardögum og þar af kláraði hann ellefu bardaga með rothöggi. „Ég var heila helgi hjá Helenius og það var rosalega flott. Ég lærði mikið af honum enda er hann með þeim bestu í heimi. Ég átti helling í hann og það segir mikið,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann var óhræddur við að taka á Finnanum. „Mér var hrósað fyrir að taka á honum því venjulega er það þannig að hann tekur menn í gegn.“ Gunnar Kolbeinn hefur sett sér háleit markmið fyrir árið. „Stefnan er að vera 6-0 í lok ársins. Það væri mjög flott því þá kæmist ég inn á Evrópulistann á næsta ári og þá gætu hlutirnir farið almennilega í gang hjá mér,“ segir Kolli ákveðinn, en þetta ævintýri hans hefur kostað skildinginn en menn hafa verið hagsýnir. Fundið ódýr flug og komist í fría gistingu. Hann æfir mest heima en vantar meiri samkeppni á æfingum þar sem það eru fáir eins og hann hér heima. „Það endar með því að ég þarf að fara meira út enda ekki nóg af stórum strákum í boxinu heima. Ég er nú kominn í samstarf við Helenius og það verður vonandi framhald á því,“ segir Gunnar en hann setti sér það markmið að verða atvinnuboxari árið 2010. „Þegar ég var á mínu öðru ári fór ég til Bandaríkjanna og þá sá ég að reyndari menn sem höfðu æft lengur voru bara ekkert betri en ég. Þá sá ég að ég ætti fullt erindi í þetta og hef verið í þessu af fullum krafti síðan. Þetta er búið að vera ævintýri og það er vonandi rétt að byrja.“
Box Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sjá meira