Ekki hobbý, heldur fag Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 12. mars 2015 11:30 RAVAGE-tvíeykið Arnold van Geuns og Clemens Rameckers með geithafrinum sínum sem fer á kostum í myndinni. Kvikmynd. Trend Beacons. Leikstjórn og framleiðsla: The Markell Brothers. Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson. Tónlist: Mugison Framleiðendur: Ragna Fróðadóttir og Heather Millard. Viðmælendur: Christine Boland, David Shah og RAVAGE tvíeykið Arnold van Geuns og Clemens Rameckers. Heimildarmyndin Trend Beacons fjallar um heim sem er mörgum framandi, heim tískunnar. Í myndinni fáum við að kynnast fjórum trend-spámönnunum, en þeirra hlutverk er að sjá fyrir hvað muni gerast í heimi hönnunar og tísku. Ekki næsta haust, nei. Þeir spá tvö ár fram í tímann. Vinna þeirra snýst um að sjá og spá um hvað verði næsta trend, í hönnun, tísku, litum og jafnvel lifnaðarháttum. Hugmyndirnar eru svo settar í bækur sem þeir selja til stóru fyrirtækjanna og hönnuðanna, með rökstuðningi um af hverju það ætti til dæmis að veðja frekar á bláan lit en bleikan. Bækurnar nota hönnuðirnir síðan sem innblástur fyrir næstu línu.Trend Beacons er frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld klukkan 20.Það eru miklir peningar í húfi og því taka fyrirtækin enga sénsa. Hraðinn, sem einkennir þennan heim, hefur gert það að verkum að ný trend verða orðin gömul fimm mínútum síðar. Myndin er frábærlega vel gerð, stiklar á stóru og snertir á mörgum þáttum tískuheimsins, líka þeim slæmu. Áhorfandinn er leiddur inn í heim innblásturs og sköpunar og fær góða innsýn í starf tískuspámannsins. Við fáum að sjá og kynnast starfi sem fáir þekkja og margir vissu ekki að væri yfirleitt til, en er þó gríðarlega mikilvægt. Í mörgum heimildarmyndum sem fjalla um þennan heim er tilgangurinn oft að gera lítið úr honum, nú eða blása hann upp, en þeim Þorkeli og Erni tekst að fara hinn gullna milliveg. Trend Beacons er fersk og töff heimildarmynd og það er gaman að sjá íslenska mynd sem fjallar um svona „current“ efni. Heimildarmynd sem enginn tísku-, hönnunar- eða markaðsáhugamaður má láta framhjá sér fara.Trend Beacons verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld klukkan 20. Athugið að einungis eru þessar fjórar sýningar í boði:Fimmtudagur 12. mars klukkan 20:00.Föstudagur 13. mars klukkan 18:00Laugardagur 14. mars klukkan 16:00Sunnudagur 15. mars klukkan 20:00 Trend-Beacons-Trailer from Markell Productions on Vimeo. Gagnrýni Menning Tengdar fréttir Leyndin ekki lengur í tísku Heimildarmynd um dulinn heim tískuspámennsku. 10. mars 2015 12:30 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Kvikmynd. Trend Beacons. Leikstjórn og framleiðsla: The Markell Brothers. Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson. Tónlist: Mugison Framleiðendur: Ragna Fróðadóttir og Heather Millard. Viðmælendur: Christine Boland, David Shah og RAVAGE tvíeykið Arnold van Geuns og Clemens Rameckers. Heimildarmyndin Trend Beacons fjallar um heim sem er mörgum framandi, heim tískunnar. Í myndinni fáum við að kynnast fjórum trend-spámönnunum, en þeirra hlutverk er að sjá fyrir hvað muni gerast í heimi hönnunar og tísku. Ekki næsta haust, nei. Þeir spá tvö ár fram í tímann. Vinna þeirra snýst um að sjá og spá um hvað verði næsta trend, í hönnun, tísku, litum og jafnvel lifnaðarháttum. Hugmyndirnar eru svo settar í bækur sem þeir selja til stóru fyrirtækjanna og hönnuðanna, með rökstuðningi um af hverju það ætti til dæmis að veðja frekar á bláan lit en bleikan. Bækurnar nota hönnuðirnir síðan sem innblástur fyrir næstu línu.Trend Beacons er frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld klukkan 20.Það eru miklir peningar í húfi og því taka fyrirtækin enga sénsa. Hraðinn, sem einkennir þennan heim, hefur gert það að verkum að ný trend verða orðin gömul fimm mínútum síðar. Myndin er frábærlega vel gerð, stiklar á stóru og snertir á mörgum þáttum tískuheimsins, líka þeim slæmu. Áhorfandinn er leiddur inn í heim innblásturs og sköpunar og fær góða innsýn í starf tískuspámannsins. Við fáum að sjá og kynnast starfi sem fáir þekkja og margir vissu ekki að væri yfirleitt til, en er þó gríðarlega mikilvægt. Í mörgum heimildarmyndum sem fjalla um þennan heim er tilgangurinn oft að gera lítið úr honum, nú eða blása hann upp, en þeim Þorkeli og Erni tekst að fara hinn gullna milliveg. Trend Beacons er fersk og töff heimildarmynd og það er gaman að sjá íslenska mynd sem fjallar um svona „current“ efni. Heimildarmynd sem enginn tísku-, hönnunar- eða markaðsáhugamaður má láta framhjá sér fara.Trend Beacons verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld klukkan 20. Athugið að einungis eru þessar fjórar sýningar í boði:Fimmtudagur 12. mars klukkan 20:00.Föstudagur 13. mars klukkan 18:00Laugardagur 14. mars klukkan 16:00Sunnudagur 15. mars klukkan 20:00 Trend-Beacons-Trailer from Markell Productions on Vimeo.
Gagnrýni Menning Tengdar fréttir Leyndin ekki lengur í tísku Heimildarmynd um dulinn heim tískuspámennsku. 10. mars 2015 12:30 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira