Fimmtánda Pixar myndin kemur í sumar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2015 12:00 Tilfinningarnar sem koma við sögu í myndinni. mynd/pixar Frá því að Disney og Pixar gáfu út Leikfangasögu fyrir tæpum tveimur áratugum hafa fjórtán myndir litið dagsins ljós. Nú styttist í að sú fimmtánda, Inside Out, komi í kvikmyndahús en hún er væntanleg í júní. Framleiðsla og undirbúningur hófst fyrir fjórum árum. Myndin fjallar um hina ellefu ára gömlu Riley Anderson sem er nýflutt frá San Francisco. Áhorfendur fá að skyggnast inn í huga hennar meðan hún aðlagast lífinu á nýja staðnum. Þar koma þeir til með að kynnast tilfinningum hennar en þar má nefna Hræðslu, Leiða, Gleði, Viðbjóð og Reiði. Tilfinningarnar eiga heima í höfuðstöðvunum og munu tvær þeirra, Gleði og Leiði, týnast og þurfa að komast aftur í höfuðstöðvarnar.Myndin verður frumsýnd í júní.Leikstjóri myndarinnar, Pete Docter, er sá sami og leikstýrði Óskarsverðlaunamyndinni Up og um aldamótin leikstýrði hann einnig Skrímsli hf. Hann lét Wall·E og Leikfangasögu 1 og 2 heldur ekki ósnertar en hann skrifaði handrit þeirra. Meðal þeirra sem ljá persónum myndarinnar rödd sína má nefna Amy Poehler, Phyllis Smith, Bill Hader, Lewis Black og John Ratzenberger. Tónlist verður í höndum Michaels Giacchino sem samdi meðal annars tónlistina fyrir Ratatouille, Up, Lost og fjöldann allan af myndum og þáttum að auki. Docter segir að myndin sé sú erfiðasta sem hann hefur komið að. „Þetta eru í raun tvær sögur. Það sem er að henda stúlkuna og það sem er að gerast í huga hennar,“ segir hann.„Persónurnar eru sérstakar og kraftmiklar því við erum að reyna að persónugera tilfinningarnar. Þær eru svo sérstakar og það er mjög erfitt að fanga þær.“ Þetta er ekki eina mynd Pixar sem væntanleg er á árinu því undir lok þess kemur út The Good Dinosaur. Árið 2016 birtist Dóra úr Leitinni að Nemo í kvikmyndinni Leitinni að Dóru og ári síðar kemur fjórða myndin í flokknum um Leikfangasögu út. Það er því aldrei ró hjá Pixar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Frá því að Disney og Pixar gáfu út Leikfangasögu fyrir tæpum tveimur áratugum hafa fjórtán myndir litið dagsins ljós. Nú styttist í að sú fimmtánda, Inside Out, komi í kvikmyndahús en hún er væntanleg í júní. Framleiðsla og undirbúningur hófst fyrir fjórum árum. Myndin fjallar um hina ellefu ára gömlu Riley Anderson sem er nýflutt frá San Francisco. Áhorfendur fá að skyggnast inn í huga hennar meðan hún aðlagast lífinu á nýja staðnum. Þar koma þeir til með að kynnast tilfinningum hennar en þar má nefna Hræðslu, Leiða, Gleði, Viðbjóð og Reiði. Tilfinningarnar eiga heima í höfuðstöðvunum og munu tvær þeirra, Gleði og Leiði, týnast og þurfa að komast aftur í höfuðstöðvarnar.Myndin verður frumsýnd í júní.Leikstjóri myndarinnar, Pete Docter, er sá sami og leikstýrði Óskarsverðlaunamyndinni Up og um aldamótin leikstýrði hann einnig Skrímsli hf. Hann lét Wall·E og Leikfangasögu 1 og 2 heldur ekki ósnertar en hann skrifaði handrit þeirra. Meðal þeirra sem ljá persónum myndarinnar rödd sína má nefna Amy Poehler, Phyllis Smith, Bill Hader, Lewis Black og John Ratzenberger. Tónlist verður í höndum Michaels Giacchino sem samdi meðal annars tónlistina fyrir Ratatouille, Up, Lost og fjöldann allan af myndum og þáttum að auki. Docter segir að myndin sé sú erfiðasta sem hann hefur komið að. „Þetta eru í raun tvær sögur. Það sem er að henda stúlkuna og það sem er að gerast í huga hennar,“ segir hann.„Persónurnar eru sérstakar og kraftmiklar því við erum að reyna að persónugera tilfinningarnar. Þær eru svo sérstakar og það er mjög erfitt að fanga þær.“ Þetta er ekki eina mynd Pixar sem væntanleg er á árinu því undir lok þess kemur út The Good Dinosaur. Árið 2016 birtist Dóra úr Leitinni að Nemo í kvikmyndinni Leitinni að Dóru og ári síðar kemur fjórða myndin í flokknum um Leikfangasögu út. Það er því aldrei ró hjá Pixar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira