Málfrelsi LÍÚ Kristinn H. Gunnarsson skrifar 9. mars 2015 07:00 LÍÚ hefur gefið út línuna um það hverjir eru þeim þóknanlegir og hverjir ekki. Samtökin taka ekki þátt í opnum upplýsingafundum um sjávarútvegsmál ef einhver annar hefur framsögu en samtökin hafa stimplað og vottfest sem hæfa til umræðunnar. LÍÚ neitaði að standa að fundi með Pírötum vegna þess að mér hafði verið boðið að tala. Skýringar blaðafulltrúans lúta að persónunni. Það er farið í manninn en forðast að ræða málefnið. Það er kjarni málsins. Ætlunin er að losna við ákveðna einstaklinga út úr opinberri umræðu þar sem þeir tala um það sem á að þegja um. Þetta er rökrétt framhald af valdbeitingu sem frammámenn innan samtakanna hafa orðið berir að. Rétt er að rifja upp nokkur dæmi: Samherji fékk því ráðið árið 2002 að alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra fyrir Vinstri græna flutti ekki hátíðarræðuna á sjómannadeginum á Akureyri. Gengið hafði verið frá því að þingmaðurinn talaði en hinn langi armur kvótaauðvaldsins á staðnum sætti sig ekki við ræðumanninn og annar alþingismaður úr öðrum flokki var fenginn til verksins. Forstjóri Samherja lokaði fiskvinnslu á Dalvík í framhaldi af rannsókn Seðlabankans á verðlagningu á afurðum fyrirtækisins sem seldar voru erlendis. Rannsóknar Seðlabankans var hefnt á Dalvík. Það voru skýr skilaboð til ráðamanna þjóðarinnar. Forstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal reiddist svo bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hann lét einn togara fyrirtækisins landa í Bolungarvík. Bæjarstjórnin vildi ekki ganga erinda LÍÚ og álykta eins og samtökin kröfðust í tilteknu máli. Skilaboðin voru líka skýr: Það hefur fjárhagslegar afleiðingar fyrir bæjarfélagið að hlýða ekki útgerðarvaldinu. Sjómenn í Bolungarvík leituðu réttar síns og sóttu lögboðið kaup. Forstjóri fyrirtækisins sagði upp tveimur sjómönnum sem gengu fram í því máli og bar við hagræðingu. Skilaboðin eru líka skýr: Það hefur afleiðingar að una ekki valdboðinu.Með rýting í bakinu LÍÚ gekkst fyrir útifundi á Austurvelli á síðasta kjörtímabili gegn þáverandi stjórnvöldum. Skipum með áhöfn var siglt til Reykjavíkur og sjómenn fengu skýr skilaboð um það sem ætlast var til af þeim. Sjómennirnir stóðu á Austurvelli í sjógöllum með rýting atvinnurekendavaldsins í bakinu. Forstjóri Samherja róaði Ísfirðinga með orðunum: Guggan verður áfram gul, áfram ÍS og áfram gerð út frá Ísafirði. Hann gekk á bak orða sinna að öllu leyti og fannst það allt í lagi. Hann sá bara eftir því að hafa lofað of miklu, ekki því að hafa vanefnt loforðið. Honum finnst allt í lagi að svipta Ísfirðinga vinnu, tekjum, umsvifum og sóknarfærum sem fylgja öflugri útgerð. Honum finnst að það eigi að taka því þegjandi og möglunarlaust. Þetta er það sem samtökin vilja þagga niður. Upprifjun á staðreyndum um vanefndir, valdníðslu og alvarlega vankanta á kvótakerfinu sem leiða til samþjöppunar auðs og valds. Það verður aldrei friður um kvótakerfið eins og það er. Ítrekaðar tilraunir útgerðarsamtakanna til þess að berja þjóðina til hlýðni eru dæmdar til þess að mistakast og munu bara virka eins og olía sem hellt er á bál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
LÍÚ hefur gefið út línuna um það hverjir eru þeim þóknanlegir og hverjir ekki. Samtökin taka ekki þátt í opnum upplýsingafundum um sjávarútvegsmál ef einhver annar hefur framsögu en samtökin hafa stimplað og vottfest sem hæfa til umræðunnar. LÍÚ neitaði að standa að fundi með Pírötum vegna þess að mér hafði verið boðið að tala. Skýringar blaðafulltrúans lúta að persónunni. Það er farið í manninn en forðast að ræða málefnið. Það er kjarni málsins. Ætlunin er að losna við ákveðna einstaklinga út úr opinberri umræðu þar sem þeir tala um það sem á að þegja um. Þetta er rökrétt framhald af valdbeitingu sem frammámenn innan samtakanna hafa orðið berir að. Rétt er að rifja upp nokkur dæmi: Samherji fékk því ráðið árið 2002 að alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra fyrir Vinstri græna flutti ekki hátíðarræðuna á sjómannadeginum á Akureyri. Gengið hafði verið frá því að þingmaðurinn talaði en hinn langi armur kvótaauðvaldsins á staðnum sætti sig ekki við ræðumanninn og annar alþingismaður úr öðrum flokki var fenginn til verksins. Forstjóri Samherja lokaði fiskvinnslu á Dalvík í framhaldi af rannsókn Seðlabankans á verðlagningu á afurðum fyrirtækisins sem seldar voru erlendis. Rannsóknar Seðlabankans var hefnt á Dalvík. Það voru skýr skilaboð til ráðamanna þjóðarinnar. Forstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal reiddist svo bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hann lét einn togara fyrirtækisins landa í Bolungarvík. Bæjarstjórnin vildi ekki ganga erinda LÍÚ og álykta eins og samtökin kröfðust í tilteknu máli. Skilaboðin voru líka skýr: Það hefur fjárhagslegar afleiðingar fyrir bæjarfélagið að hlýða ekki útgerðarvaldinu. Sjómenn í Bolungarvík leituðu réttar síns og sóttu lögboðið kaup. Forstjóri fyrirtækisins sagði upp tveimur sjómönnum sem gengu fram í því máli og bar við hagræðingu. Skilaboðin eru líka skýr: Það hefur afleiðingar að una ekki valdboðinu.Með rýting í bakinu LÍÚ gekkst fyrir útifundi á Austurvelli á síðasta kjörtímabili gegn þáverandi stjórnvöldum. Skipum með áhöfn var siglt til Reykjavíkur og sjómenn fengu skýr skilaboð um það sem ætlast var til af þeim. Sjómennirnir stóðu á Austurvelli í sjógöllum með rýting atvinnurekendavaldsins í bakinu. Forstjóri Samherja róaði Ísfirðinga með orðunum: Guggan verður áfram gul, áfram ÍS og áfram gerð út frá Ísafirði. Hann gekk á bak orða sinna að öllu leyti og fannst það allt í lagi. Hann sá bara eftir því að hafa lofað of miklu, ekki því að hafa vanefnt loforðið. Honum finnst allt í lagi að svipta Ísfirðinga vinnu, tekjum, umsvifum og sóknarfærum sem fylgja öflugri útgerð. Honum finnst að það eigi að taka því þegjandi og möglunarlaust. Þetta er það sem samtökin vilja þagga niður. Upprifjun á staðreyndum um vanefndir, valdníðslu og alvarlega vankanta á kvótakerfinu sem leiða til samþjöppunar auðs og valds. Það verður aldrei friður um kvótakerfið eins og það er. Ítrekaðar tilraunir útgerðarsamtakanna til þess að berja þjóðina til hlýðni eru dæmdar til þess að mistakast og munu bara virka eins og olía sem hellt er á bál.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun