Málfrelsi LÍÚ Kristinn H. Gunnarsson skrifar 9. mars 2015 07:00 LÍÚ hefur gefið út línuna um það hverjir eru þeim þóknanlegir og hverjir ekki. Samtökin taka ekki þátt í opnum upplýsingafundum um sjávarútvegsmál ef einhver annar hefur framsögu en samtökin hafa stimplað og vottfest sem hæfa til umræðunnar. LÍÚ neitaði að standa að fundi með Pírötum vegna þess að mér hafði verið boðið að tala. Skýringar blaðafulltrúans lúta að persónunni. Það er farið í manninn en forðast að ræða málefnið. Það er kjarni málsins. Ætlunin er að losna við ákveðna einstaklinga út úr opinberri umræðu þar sem þeir tala um það sem á að þegja um. Þetta er rökrétt framhald af valdbeitingu sem frammámenn innan samtakanna hafa orðið berir að. Rétt er að rifja upp nokkur dæmi: Samherji fékk því ráðið árið 2002 að alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra fyrir Vinstri græna flutti ekki hátíðarræðuna á sjómannadeginum á Akureyri. Gengið hafði verið frá því að þingmaðurinn talaði en hinn langi armur kvótaauðvaldsins á staðnum sætti sig ekki við ræðumanninn og annar alþingismaður úr öðrum flokki var fenginn til verksins. Forstjóri Samherja lokaði fiskvinnslu á Dalvík í framhaldi af rannsókn Seðlabankans á verðlagningu á afurðum fyrirtækisins sem seldar voru erlendis. Rannsóknar Seðlabankans var hefnt á Dalvík. Það voru skýr skilaboð til ráðamanna þjóðarinnar. Forstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal reiddist svo bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hann lét einn togara fyrirtækisins landa í Bolungarvík. Bæjarstjórnin vildi ekki ganga erinda LÍÚ og álykta eins og samtökin kröfðust í tilteknu máli. Skilaboðin voru líka skýr: Það hefur fjárhagslegar afleiðingar fyrir bæjarfélagið að hlýða ekki útgerðarvaldinu. Sjómenn í Bolungarvík leituðu réttar síns og sóttu lögboðið kaup. Forstjóri fyrirtækisins sagði upp tveimur sjómönnum sem gengu fram í því máli og bar við hagræðingu. Skilaboðin eru líka skýr: Það hefur afleiðingar að una ekki valdboðinu.Með rýting í bakinu LÍÚ gekkst fyrir útifundi á Austurvelli á síðasta kjörtímabili gegn þáverandi stjórnvöldum. Skipum með áhöfn var siglt til Reykjavíkur og sjómenn fengu skýr skilaboð um það sem ætlast var til af þeim. Sjómennirnir stóðu á Austurvelli í sjógöllum með rýting atvinnurekendavaldsins í bakinu. Forstjóri Samherja róaði Ísfirðinga með orðunum: Guggan verður áfram gul, áfram ÍS og áfram gerð út frá Ísafirði. Hann gekk á bak orða sinna að öllu leyti og fannst það allt í lagi. Hann sá bara eftir því að hafa lofað of miklu, ekki því að hafa vanefnt loforðið. Honum finnst allt í lagi að svipta Ísfirðinga vinnu, tekjum, umsvifum og sóknarfærum sem fylgja öflugri útgerð. Honum finnst að það eigi að taka því þegjandi og möglunarlaust. Þetta er það sem samtökin vilja þagga niður. Upprifjun á staðreyndum um vanefndir, valdníðslu og alvarlega vankanta á kvótakerfinu sem leiða til samþjöppunar auðs og valds. Það verður aldrei friður um kvótakerfið eins og það er. Ítrekaðar tilraunir útgerðarsamtakanna til þess að berja þjóðina til hlýðni eru dæmdar til þess að mistakast og munu bara virka eins og olía sem hellt er á bál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
LÍÚ hefur gefið út línuna um það hverjir eru þeim þóknanlegir og hverjir ekki. Samtökin taka ekki þátt í opnum upplýsingafundum um sjávarútvegsmál ef einhver annar hefur framsögu en samtökin hafa stimplað og vottfest sem hæfa til umræðunnar. LÍÚ neitaði að standa að fundi með Pírötum vegna þess að mér hafði verið boðið að tala. Skýringar blaðafulltrúans lúta að persónunni. Það er farið í manninn en forðast að ræða málefnið. Það er kjarni málsins. Ætlunin er að losna við ákveðna einstaklinga út úr opinberri umræðu þar sem þeir tala um það sem á að þegja um. Þetta er rökrétt framhald af valdbeitingu sem frammámenn innan samtakanna hafa orðið berir að. Rétt er að rifja upp nokkur dæmi: Samherji fékk því ráðið árið 2002 að alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra fyrir Vinstri græna flutti ekki hátíðarræðuna á sjómannadeginum á Akureyri. Gengið hafði verið frá því að þingmaðurinn talaði en hinn langi armur kvótaauðvaldsins á staðnum sætti sig ekki við ræðumanninn og annar alþingismaður úr öðrum flokki var fenginn til verksins. Forstjóri Samherja lokaði fiskvinnslu á Dalvík í framhaldi af rannsókn Seðlabankans á verðlagningu á afurðum fyrirtækisins sem seldar voru erlendis. Rannsóknar Seðlabankans var hefnt á Dalvík. Það voru skýr skilaboð til ráðamanna þjóðarinnar. Forstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal reiddist svo bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hann lét einn togara fyrirtækisins landa í Bolungarvík. Bæjarstjórnin vildi ekki ganga erinda LÍÚ og álykta eins og samtökin kröfðust í tilteknu máli. Skilaboðin voru líka skýr: Það hefur fjárhagslegar afleiðingar fyrir bæjarfélagið að hlýða ekki útgerðarvaldinu. Sjómenn í Bolungarvík leituðu réttar síns og sóttu lögboðið kaup. Forstjóri fyrirtækisins sagði upp tveimur sjómönnum sem gengu fram í því máli og bar við hagræðingu. Skilaboðin eru líka skýr: Það hefur afleiðingar að una ekki valdboðinu.Með rýting í bakinu LÍÚ gekkst fyrir útifundi á Austurvelli á síðasta kjörtímabili gegn þáverandi stjórnvöldum. Skipum með áhöfn var siglt til Reykjavíkur og sjómenn fengu skýr skilaboð um það sem ætlast var til af þeim. Sjómennirnir stóðu á Austurvelli í sjógöllum með rýting atvinnurekendavaldsins í bakinu. Forstjóri Samherja róaði Ísfirðinga með orðunum: Guggan verður áfram gul, áfram ÍS og áfram gerð út frá Ísafirði. Hann gekk á bak orða sinna að öllu leyti og fannst það allt í lagi. Hann sá bara eftir því að hafa lofað of miklu, ekki því að hafa vanefnt loforðið. Honum finnst allt í lagi að svipta Ísfirðinga vinnu, tekjum, umsvifum og sóknarfærum sem fylgja öflugri útgerð. Honum finnst að það eigi að taka því þegjandi og möglunarlaust. Þetta er það sem samtökin vilja þagga niður. Upprifjun á staðreyndum um vanefndir, valdníðslu og alvarlega vankanta á kvótakerfinu sem leiða til samþjöppunar auðs og valds. Það verður aldrei friður um kvótakerfið eins og það er. Ítrekaðar tilraunir útgerðarsamtakanna til þess að berja þjóðina til hlýðni eru dæmdar til þess að mistakast og munu bara virka eins og olía sem hellt er á bál.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar