Reykdal systur sýna í Gallerí Gróttu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. mars 2015 14:45 Hlín og Hadda Fjóla Reykdal opna samsýningu í Galleríi Gróttu á HönnunarMars. Önnur er hönnuður og hin myndlistarmaður. mynd/gva Ég vinn með olíu á dúk, líka með blýant og vatnslit og túss. Ég vinn málverkin með litlum pensli og mála doppur í rendur eða hringi, lag ofan á lag. Verkin vinn ég út frá náttúruhughrifum, stemmingu og hvernig ég upplifi litina í náttúrunni. Þar tengjumst við systurnar,“ útskýrir Hadda Fjóla Reykdal myndlistarmaður en hún vinnur nú að innsetningu fyrir HönnunarMars í Galleríi Gróttu ásamt systur sinni, skartgripahönnuðinum Hlín Reykdal. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 12. mars kl. 17. Báðar hafa þær tekið þátt í samsýningum þar sem hver listamaður eða hönnuður sýnir sitt en þetta er í fyrsta skipti sem þær vinna að sameiginlegri innsetningu og í fyrsta sinn sem þær vinna saman systurnar. „Það hafði blundað í okkur að gera eitthvað saman og við gripum því tækifærið þegar það bauðst,“ segir Hlín. „Samstarfið hefur gengið áreynslulaust fyrir sig, við erum líkar á margan hátt. Hadda vinnur með punktinn og hringformið og ég með kúlur. Við köllumst líka á í litavali,“ segir hún en Hlín hannar skargripi sína úr tréperlum sem hún handmálar og blandar litina sjálf.Hlín hannar skartgripi úr trékúlum sem hún handmálar og sækir innblástur í litaflóru náttúrunnar.„Það var einmitt skemmtilegt að sjá hvað við vorum ótrúlega nálægt hvor annarri þegar við fórum að vinna,“ segir Hadda Fjóla en um margra ára skeið var heilt haf á milli þeirra þegar Hadda bjó í Gautaborg í yfir tíu ár. „Við unnum sýninguna þannig að við töluðum mikið saman og héldum fundi og kíktum á vinnustofuna hjá hvor annarri. Við skoðuðum salinn líka vel og hugmyndin er að setja saman innsetningu og samspil sem áhorfandinn mun upplifa,“ útskýrir Hadda Fjóla. „Það er gaman fyrir mig sem hönnuð að fara inn á svið myndlistarinnar en það er ákveðið bil á milli hönnunar og myndlistar,“ segir Hlín. „Ég er að hanna söluvöru sem er annar hlutur en að setja upp listaverk. Margir minna kúnna hafa reyndar hengt festarnar mínar upp á vegg hjá sér, sem mér þykir mikill heiður,“ segir Hlín og þær systurnar eru sammála um að vinnan við sýninguna hafi einnig gefið þeim nýja sýn á eigin verk. „Þetta var ofboðslega skemmtilegt vinnuferli,“ segir Hadda Fjóla.Hadda Fjóla vinnur olíumálverk með fíngerðum pensli og hleður doppum lag fyrir lag.Systurnar verða með leiðsögn um sýninguna 13. mars kl. 15-17 og dagana 14. og 15. mars kl. 13-15. Sýningin stendur til 31. mars. Nánar má forvitnast um verk þeirra á haddafjolareykdal.com og hlinreykdal.com. HönnunarMars Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ég vinn með olíu á dúk, líka með blýant og vatnslit og túss. Ég vinn málverkin með litlum pensli og mála doppur í rendur eða hringi, lag ofan á lag. Verkin vinn ég út frá náttúruhughrifum, stemmingu og hvernig ég upplifi litina í náttúrunni. Þar tengjumst við systurnar,“ útskýrir Hadda Fjóla Reykdal myndlistarmaður en hún vinnur nú að innsetningu fyrir HönnunarMars í Galleríi Gróttu ásamt systur sinni, skartgripahönnuðinum Hlín Reykdal. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 12. mars kl. 17. Báðar hafa þær tekið þátt í samsýningum þar sem hver listamaður eða hönnuður sýnir sitt en þetta er í fyrsta skipti sem þær vinna að sameiginlegri innsetningu og í fyrsta sinn sem þær vinna saman systurnar. „Það hafði blundað í okkur að gera eitthvað saman og við gripum því tækifærið þegar það bauðst,“ segir Hlín. „Samstarfið hefur gengið áreynslulaust fyrir sig, við erum líkar á margan hátt. Hadda vinnur með punktinn og hringformið og ég með kúlur. Við köllumst líka á í litavali,“ segir hún en Hlín hannar skargripi sína úr tréperlum sem hún handmálar og blandar litina sjálf.Hlín hannar skartgripi úr trékúlum sem hún handmálar og sækir innblástur í litaflóru náttúrunnar.„Það var einmitt skemmtilegt að sjá hvað við vorum ótrúlega nálægt hvor annarri þegar við fórum að vinna,“ segir Hadda Fjóla en um margra ára skeið var heilt haf á milli þeirra þegar Hadda bjó í Gautaborg í yfir tíu ár. „Við unnum sýninguna þannig að við töluðum mikið saman og héldum fundi og kíktum á vinnustofuna hjá hvor annarri. Við skoðuðum salinn líka vel og hugmyndin er að setja saman innsetningu og samspil sem áhorfandinn mun upplifa,“ útskýrir Hadda Fjóla. „Það er gaman fyrir mig sem hönnuð að fara inn á svið myndlistarinnar en það er ákveðið bil á milli hönnunar og myndlistar,“ segir Hlín. „Ég er að hanna söluvöru sem er annar hlutur en að setja upp listaverk. Margir minna kúnna hafa reyndar hengt festarnar mínar upp á vegg hjá sér, sem mér þykir mikill heiður,“ segir Hlín og þær systurnar eru sammála um að vinnan við sýninguna hafi einnig gefið þeim nýja sýn á eigin verk. „Þetta var ofboðslega skemmtilegt vinnuferli,“ segir Hadda Fjóla.Hadda Fjóla vinnur olíumálverk með fíngerðum pensli og hleður doppum lag fyrir lag.Systurnar verða með leiðsögn um sýninguna 13. mars kl. 15-17 og dagana 14. og 15. mars kl. 13-15. Sýningin stendur til 31. mars. Nánar má forvitnast um verk þeirra á haddafjolareykdal.com og hlinreykdal.com.
HönnunarMars Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira