Sport

ÍR vann bikarinn á heimavelli erkifjendanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Krister Blær Jónsson fór yfir 5,21 metra.
Krister Blær Jónsson fór yfir 5,21 metra. Vísir/Vilhelm
ÍR-ingar unnu annað árið í röð þrefaldan sigur í bikarkeppni FRÍ og nú unnu Breiðhyltingar á heimavelli FH í Kaplakrika. Heimamenn í FH urðu alls staðar í öðru sæti í þessari fyrstu bikarkeppni innanhúss sem er haldin utan Laugardalsins.

ÍR hefur unnið bikarinn í sex skipti í níu ára sögu hans en FH vann 2009 og 2012 og Breiðablik fagnaði sigri í fyrsta bikarnum árið 2007. ÍR fékk 133 stig í heildarstigakeppninni eða 21 stigi meira en FH (112) og lið Norðurlands (90 stig) var síðan í þriðja sætinu.

Kvennalið ÍR varð 11 stigum á undan FH í kvennakeppninni (66 stig gegn 55) og karlalið ÍR var 10 stigum á undan FH (67 stig á móti 57 stigum).

Boðhlaupssveitir ÍR hjá bæði konum og körlum settu ný Íslandsmet í 4 x 200 metra boðhlaupum, kvennasveitin kom í mark á 1:38,54 mínútum en karlasveitin á 1:28,24 mínútum.

Krister Blær Jónsson úr ÍR setti nýtt Íslandsmet í flokki 20 til 22 ára í stangarstökki þegar hann stökk 5,21 metra en hann fór þar með hærra en pabbi sinn (Jón Arnar Magnússon stökk hæst 5,20 metra innanhúss) og þetta er jafnframt næstbesti árangur Íslendings í greininni frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×