Þrjár Lego kvikmyndir væntanlegar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2015 12:00 Aðalpersónur The Lego Movie á frumsýningardegi fyrir rúmu ári. vísir/getty Aðdáendur hinna dönsku Legokubba geta glaðst því alls eru þrjár nýjar Lego-myndir væntanlegar á vegum Warner Brothers. Í fyrra kom út The Lego Movie sem fékk frábæra dóma gagnrýnenda og féll einnig vel í kramið hjá áhorfendum. Notendur síðunnar IMDb gefa henni til að mynda einkunnina 7,8 og skor gagnrýnenda Rotten Tomatoes hljóðar upp á 96 prósent.Sjá einnig:Forstjóri Lego dansaði af ánægju Myndin skilaði einnig sínu í kassann því hagnaður Lego jókst um tæplega milljarð danskra króna milli áranna 2013 og 2014, úr 6,1 milljarði í sjö milljarða. Forstjórinn var svo himinlifandi með árangurinn að á fundi söng hann einkennislag myndarinnar, Everything Is Awesome, og steig dans með. Fyrsta myndin af þremur er væntanleg haustið 2016. Sú er úr Ninjago-vörulínunni. Ekki er komið opinbert nafn á myndina. Áður hafa verið gerðir þættir um persónurnar, Lego Ninjago: Masters of Spinjitzu, og á fjórða sería þeirra að hefjast með vorinu.Phil Lord og Christopher Miller með BAFTA-verðlaun fyrir bestu teiknimyndina.vísir/gettyBræðurnir Dan og Kevin Hageman, sem skrifuðu Masters of Spinjitzu og hluta The Lego Movie, sjá um að skrifa handrit myndarinnar. Leikstjórn verður í höndum Charlie Bean en hann hefur meðal annars leikstýrt Robotboy og Tron: The Uprising. Rúmu ári síðar, eða í október 2017, er von á The Lego Batman Movie. Batman lék nokkuð stórt hlutverk og vakti slíka hrifningu að ákveðið var að semja sérmynd fyrir hann. Staðfest er að Will Arnett muni aftur taka að sér hlutverk Batmans en hann hefur meðal annars leikið í Arrested Development-þáttunum auk þess að taka þátt í talsetningu mynda á borð við Ratatouille og Despicable Me. Handritshöfundur Óskarsverðlaunanna í ár, Seth Grahame-Smith, mun skrifa handrit myndarinnar. Síðust á lista, en alls ekki síst, er framhaldsmynd The Lego Movie. Í vikunni staðfesti Greg Silverman, alþjóðlegur forseti framleiðsludeildar Warner Brothers, að myndin kæmi út að þremur árum liðnum. Phil Lord og Christopher Miller, höfundar fyrri myndarinnar, skrifa framhaldið og leikstjórn verður í höndum Robs Schrab. Hann hefur meðal annars stýrt fjölda þátta af Community og The Mindy Project. „Við getum ekki beðið eftir því að vinna með Schrab,“ segja Lord og Miller. „Hann er meistari þegar kemur að gríni og við höfum fylgst með honum í mörg ár.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Aðdáendur hinna dönsku Legokubba geta glaðst því alls eru þrjár nýjar Lego-myndir væntanlegar á vegum Warner Brothers. Í fyrra kom út The Lego Movie sem fékk frábæra dóma gagnrýnenda og féll einnig vel í kramið hjá áhorfendum. Notendur síðunnar IMDb gefa henni til að mynda einkunnina 7,8 og skor gagnrýnenda Rotten Tomatoes hljóðar upp á 96 prósent.Sjá einnig:Forstjóri Lego dansaði af ánægju Myndin skilaði einnig sínu í kassann því hagnaður Lego jókst um tæplega milljarð danskra króna milli áranna 2013 og 2014, úr 6,1 milljarði í sjö milljarða. Forstjórinn var svo himinlifandi með árangurinn að á fundi söng hann einkennislag myndarinnar, Everything Is Awesome, og steig dans með. Fyrsta myndin af þremur er væntanleg haustið 2016. Sú er úr Ninjago-vörulínunni. Ekki er komið opinbert nafn á myndina. Áður hafa verið gerðir þættir um persónurnar, Lego Ninjago: Masters of Spinjitzu, og á fjórða sería þeirra að hefjast með vorinu.Phil Lord og Christopher Miller með BAFTA-verðlaun fyrir bestu teiknimyndina.vísir/gettyBræðurnir Dan og Kevin Hageman, sem skrifuðu Masters of Spinjitzu og hluta The Lego Movie, sjá um að skrifa handrit myndarinnar. Leikstjórn verður í höndum Charlie Bean en hann hefur meðal annars leikstýrt Robotboy og Tron: The Uprising. Rúmu ári síðar, eða í október 2017, er von á The Lego Batman Movie. Batman lék nokkuð stórt hlutverk og vakti slíka hrifningu að ákveðið var að semja sérmynd fyrir hann. Staðfest er að Will Arnett muni aftur taka að sér hlutverk Batmans en hann hefur meðal annars leikið í Arrested Development-þáttunum auk þess að taka þátt í talsetningu mynda á borð við Ratatouille og Despicable Me. Handritshöfundur Óskarsverðlaunanna í ár, Seth Grahame-Smith, mun skrifa handrit myndarinnar. Síðust á lista, en alls ekki síst, er framhaldsmynd The Lego Movie. Í vikunni staðfesti Greg Silverman, alþjóðlegur forseti framleiðsludeildar Warner Brothers, að myndin kæmi út að þremur árum liðnum. Phil Lord og Christopher Miller, höfundar fyrri myndarinnar, skrifa framhaldið og leikstjórn verður í höndum Robs Schrab. Hann hefur meðal annars stýrt fjölda þátta af Community og The Mindy Project. „Við getum ekki beðið eftir því að vinna með Schrab,“ segja Lord og Miller. „Hann er meistari þegar kemur að gríni og við höfum fylgst með honum í mörg ár.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira