„Þvílík skömm“ Ögmundur Jónasson skrifar 23. febrúar 2015 07:00 Á síðasta degi liðins árs birtist leiðari í Fréttablaðinu sem fjallaði um meðferð embættis Sérstaks saksóknara á málum sem embættið hefur haft til meðferðar. Áður hafði Fréttablaðið – sem stundum fyrr – slegið upp fréttum af meintri valdníðslu embættisins við rannsókn á efnahagsbrotum í aðdraganda hrunsins.Hver brýtur mannréttindi? Í þessu tilviki var um að ræða tryggingafélagið Sjóvá sem hafði verið til rannsóknar hjá embættinu en ekki verið taldar forsendur til lögsóknar á hendur forstjóra þess eftir fimm ára rannsóknarferli. Fréttablaðið taldi mannréttindi hafa verið brotin á forsvarsmönnum fyrirtækisins með því að halda þeim svo lengi í óvissu og höfundur umrædds leiðara sparaði ekki stóru orðin þegar hann klykkti út: „Þvílík skömm fyrir sérstakan saksóknara.” Nú er það svo að varla þarf nokkurn mann að undra þótt tryggingafélagið Sjóvá skuli hafa verið tekið til rannsóknar en í aðdraganda hrunsins höfðu orðið breytingar á eignarhaldi með margvíslegum tilfæringum og beindist rannsóknin m.a. að lánveitingum úr tryggingabótasjóði félagsins. Eins og fram hefur komið hélt Sjóvá með sjóði sína suður í lönd og fjárfesti í áhættufyrirtækjum með þeim afleiðingum að ákvörðun var tekin, með réttu eða röngu, að veita milljörðum af skattfé til bjargar félaginu, auk þess sem iðgjöldin voru keyrð upp – m.a. um 40% í byrjun árs 2009. Þannig að almannahagsmunir voru þarna vissulega í húfi og fráleitt annað en að glannalegar fjárfestingar yrðu skoðaðar með tilliti til lögmætis og réttarstöðu. Síðan er það annað mál hverjar ástæður eru fyrir því að rannsókn tekur langan tíma. Krufning á orsökunum gæti gefið okkur vísbendingu um hvar skömmin á heima og þá jafnframt hver það er sem brýtur mannréttindin.Formgalla-lögfræði Það sem augljóslega hefur gerst á Íslandi – að hluta til í tengslum við hrunmálin – er að málsmeðferð fyrir dómskerfinu hefur leitað í svipaðan farveg og við þekkjum af afspurn frá Bandaríkjunum þar sem fjölmennar sveitir rándýrra lögfræðinga taka að sér mál fyrir borgunarmenn, finna á þeim alls kyns formgalla og koma þannig í veg fyrir sakfellingu í brotum sem öllum almenningi þykja augljós. Réttarkerfið þarf vissulega að vera vandað í vinnubrögðum og standast nákvæma skoðun en hitt er líka til í dæminu að formgalla-réttarkerfið verði yfirsterkara réttlætis-réttarkerfinu þannig að fyrir vikið glatist trúverðugleiki þess.Form til góðs og ills Ekki svo að skilja að ég vilji gera lítið úr formi og formgöllum. Réttarkerfið er eðli máls samkvæmt grundvallað á formi. Form og formfesta er andstæðan við duttlunga og geðþótta. En form getur líka verið uppspretta mistaka ef ekki er nægur mannskapur og fjármunir fyrir hendi. Þess vegna leita efnamenn jafnan varna í forminu en síður í efnisatriðum. Og þeir, og stuðningsmenn þeirra, vita sem er, að öruggasta leiðin til að vernda efnaða lögbrjóta er að skera niður hjá ákæruvaldinu.Eva Joly Í Kastljósi Sjónvarps var fyrir nokkrum dögum mætt til leiks Eva Joly, ráðgjafi Sérstaks saksóknara í kjölfar hrunsins. Í viðtalinu lýsti hún því mati sínu að málsmefðerð efnahagsbrota í íslensku réttarkerfi hefði verið fagmannleg og markviss og tekið minni tíma en sambærileg mál annars staðar. Viðbrögðin við viðtalinu við Evu Joly voru almennt mjög jákvæð en heiftúðug af hálfu þeirra sem sýnilega skjálfa nú á beinum vegna hugsanlegrar afhjúpunar á skattaundanskotum þeirra sjálfra eða skjólstæðinga þeirra.Haukar í horni Þessir aðilar eiga hauka í horni í Stjórnarráði Íslands, sem markvisst hafa skorðið niður fjárveitingar til embættis Sérstaks saksóknara. Niðurskurðurinn torveldar embættinu að sjálfsögðu að rækja hlutverk sem löggjafinn hefur ætlað því. Væri ekki nær að Fréttablaðinu þætti þetta vera skammarlegt í stað þess að veitast að þessu mikilvæga embætti með gífuryrðum? Það er vissulega rétt hjá Fréttablaðinu að sakborningum ber að sýna tillitssemi og nærgætni. Þeir eiga rétt á því. Ef rannsókn hefur legið niðri um lengri eða skemmri tíma og þannig lengt erfiða bið, þá ber að spyrja hvað valdi. Gæti þar verið um að kenna fjárskorti sem þá hlýtur að skrifast á reikning stjórnvalda en ekki embætti Sérstaks saksóknara. Er skömmin þá ekki þeirra? Hvernig væri að fá eins og einn leiðara um þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á síðasta degi liðins árs birtist leiðari í Fréttablaðinu sem fjallaði um meðferð embættis Sérstaks saksóknara á málum sem embættið hefur haft til meðferðar. Áður hafði Fréttablaðið – sem stundum fyrr – slegið upp fréttum af meintri valdníðslu embættisins við rannsókn á efnahagsbrotum í aðdraganda hrunsins.Hver brýtur mannréttindi? Í þessu tilviki var um að ræða tryggingafélagið Sjóvá sem hafði verið til rannsóknar hjá embættinu en ekki verið taldar forsendur til lögsóknar á hendur forstjóra þess eftir fimm ára rannsóknarferli. Fréttablaðið taldi mannréttindi hafa verið brotin á forsvarsmönnum fyrirtækisins með því að halda þeim svo lengi í óvissu og höfundur umrædds leiðara sparaði ekki stóru orðin þegar hann klykkti út: „Þvílík skömm fyrir sérstakan saksóknara.” Nú er það svo að varla þarf nokkurn mann að undra þótt tryggingafélagið Sjóvá skuli hafa verið tekið til rannsóknar en í aðdraganda hrunsins höfðu orðið breytingar á eignarhaldi með margvíslegum tilfæringum og beindist rannsóknin m.a. að lánveitingum úr tryggingabótasjóði félagsins. Eins og fram hefur komið hélt Sjóvá með sjóði sína suður í lönd og fjárfesti í áhættufyrirtækjum með þeim afleiðingum að ákvörðun var tekin, með réttu eða röngu, að veita milljörðum af skattfé til bjargar félaginu, auk þess sem iðgjöldin voru keyrð upp – m.a. um 40% í byrjun árs 2009. Þannig að almannahagsmunir voru þarna vissulega í húfi og fráleitt annað en að glannalegar fjárfestingar yrðu skoðaðar með tilliti til lögmætis og réttarstöðu. Síðan er það annað mál hverjar ástæður eru fyrir því að rannsókn tekur langan tíma. Krufning á orsökunum gæti gefið okkur vísbendingu um hvar skömmin á heima og þá jafnframt hver það er sem brýtur mannréttindin.Formgalla-lögfræði Það sem augljóslega hefur gerst á Íslandi – að hluta til í tengslum við hrunmálin – er að málsmeðferð fyrir dómskerfinu hefur leitað í svipaðan farveg og við þekkjum af afspurn frá Bandaríkjunum þar sem fjölmennar sveitir rándýrra lögfræðinga taka að sér mál fyrir borgunarmenn, finna á þeim alls kyns formgalla og koma þannig í veg fyrir sakfellingu í brotum sem öllum almenningi þykja augljós. Réttarkerfið þarf vissulega að vera vandað í vinnubrögðum og standast nákvæma skoðun en hitt er líka til í dæminu að formgalla-réttarkerfið verði yfirsterkara réttlætis-réttarkerfinu þannig að fyrir vikið glatist trúverðugleiki þess.Form til góðs og ills Ekki svo að skilja að ég vilji gera lítið úr formi og formgöllum. Réttarkerfið er eðli máls samkvæmt grundvallað á formi. Form og formfesta er andstæðan við duttlunga og geðþótta. En form getur líka verið uppspretta mistaka ef ekki er nægur mannskapur og fjármunir fyrir hendi. Þess vegna leita efnamenn jafnan varna í forminu en síður í efnisatriðum. Og þeir, og stuðningsmenn þeirra, vita sem er, að öruggasta leiðin til að vernda efnaða lögbrjóta er að skera niður hjá ákæruvaldinu.Eva Joly Í Kastljósi Sjónvarps var fyrir nokkrum dögum mætt til leiks Eva Joly, ráðgjafi Sérstaks saksóknara í kjölfar hrunsins. Í viðtalinu lýsti hún því mati sínu að málsmefðerð efnahagsbrota í íslensku réttarkerfi hefði verið fagmannleg og markviss og tekið minni tíma en sambærileg mál annars staðar. Viðbrögðin við viðtalinu við Evu Joly voru almennt mjög jákvæð en heiftúðug af hálfu þeirra sem sýnilega skjálfa nú á beinum vegna hugsanlegrar afhjúpunar á skattaundanskotum þeirra sjálfra eða skjólstæðinga þeirra.Haukar í horni Þessir aðilar eiga hauka í horni í Stjórnarráði Íslands, sem markvisst hafa skorðið niður fjárveitingar til embættis Sérstaks saksóknara. Niðurskurðurinn torveldar embættinu að sjálfsögðu að rækja hlutverk sem löggjafinn hefur ætlað því. Væri ekki nær að Fréttablaðinu þætti þetta vera skammarlegt í stað þess að veitast að þessu mikilvæga embætti með gífuryrðum? Það er vissulega rétt hjá Fréttablaðinu að sakborningum ber að sýna tillitssemi og nærgætni. Þeir eiga rétt á því. Ef rannsókn hefur legið niðri um lengri eða skemmri tíma og þannig lengt erfiða bið, þá ber að spyrja hvað valdi. Gæti þar verið um að kenna fjárskorti sem þá hlýtur að skrifast á reikning stjórnvalda en ekki embætti Sérstaks saksóknara. Er skömmin þá ekki þeirra? Hvernig væri að fá eins og einn leiðara um þetta.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun