Aðeins þrír alíslenskir bikarmeistarar á öldinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2015 06:00 Bryndís Guðmundsdóttir sneri til baka úr heimsreisu um áramótin og er að spila betur með hverjum leik. Fréttablaðið/Stefán Bandarískir atvinnumenn eru eins og áður í stórum hlutverkum í Dominos-deildunum í körfubolta. Ekki er mikilvægi þeirra minna í kvennaboltanum og nú stendur annað bikarúrslitaliðanna frammi fyrir því að þurfa treysta algjörlega á framlög íslenskra leikmanna sinna í úrslitaleik Powerade-bikarsins 2015. Carmen Tyson-Thomas, bandaríski leikmaðurinn í kvennaliði Keflavíkur, er rifbeinsbrotin og verður ekki með á móti Grindavík á laugardaginn. Keflavíkurliðið hefur þegar spilað tvo leiki án Tyson-Thomas og tapaði án hennar á móti Grindavík í leik þar sem liðið var einnig án fyrirliða síns (Birna Valgarðsdóttir) og leikstjórnanda (Ingunn Embla Kristínardóttir). Báðar eru þær Birna og Ingunn Embla öflugir leikmenn sem styrkja liðið mikið en það er meira en að segja það að fylla í skarð atvinnumannsins. Carmen Tyson-Thomas er með 26,2 stig og 12,3 fráköst að meðaltali í leik og er annar framlagshæsti leikmaður deildarinnar. Keflavíkurkonur geta orðið aðeins fjórða liðið á þessari öld (frá 2000) sem tryggir sér bikarmeistaratitilinn án hjálpar erlends leikmanns en allir þessir þrír Kanalausu bikarmeistarar hafa verið kvennalið. Kanalaust karlalið hefur ekki orðið bikarmeistari í heil 26 ár eða síðan Njarðvík vann á alíslensku liði árið 1989. Síðustu alíslensku bikarmeistararnir voru KR-konur fyrir sex árum (2009) en KR vann þá sextán stiga sigur á Kanalausu Keflavíkurliði. Í hin tvö skiptin voru það Keflavíkurkonur sem tókst að vinna bikarinn án bandarísks leikmanns, fyrst 2000 þegar hvorugt liðið var með Kana í bikarúrslitaleiknum og svo aftur árið 2004 þegar þær unnu KR-lið sem fékk þá 30 stig frá Kananum.Carmen Tyson-Thomas í leik með Keflavík. Hún er meidd í dag.Bikarúrslitaleikurinn árið 2004 er þar með í eina skiptið á öldinni þar sem lið með Kana hefur tapað fyrir Kanalausu liði í úrslitaleiknum. Keflavík vann úrslitaleikinn á móti KR með þremur stigum, 72-69, en stigatafla íslensku leikmannanna endaði 72-39. Tveir leikmenn Keflavíkur í dag, Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, tóku þátt í þessun leik fyrir ellefu árum en Bryndís var þó bara fimmtán ára og spilaði bara í átta mínútur. Birna og Bryndís fá núna það verkefni að leiða mjög ungt lið Keflavíkur inn í stærsta leik tímabilsins og án síns besta leikmanns. Einhverjar úr Keflavík gætu reyndar mætt í Höllina sem nýkrýndir bikarmeistarar með stúlknaflokki félagsins sem spilar til úrslita kvöldið áður og aðrar geta orðið bikarmeistarar með unglingaflokki daginn eftir. Keflavík möguleika á því að vinna bikarinn í öllum flokkum í Höllinni um helgina, allt frá 9. flokki kvenna upp í meistaraflokk kvenna. Grindavíkurkonur ættu að eiga mun meiri möguleika á því að vinna bikarinn nú þegar þær þurfa ekki að hafa fyrir því að stoppa Carmen Tyson-Thomas. Pressan er hins vegar meiri á Grindavíkurliðinu nú þegar þær hafa þetta augljósa forskot á grannana úr Keflavík. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Bandarískir atvinnumenn eru eins og áður í stórum hlutverkum í Dominos-deildunum í körfubolta. Ekki er mikilvægi þeirra minna í kvennaboltanum og nú stendur annað bikarúrslitaliðanna frammi fyrir því að þurfa treysta algjörlega á framlög íslenskra leikmanna sinna í úrslitaleik Powerade-bikarsins 2015. Carmen Tyson-Thomas, bandaríski leikmaðurinn í kvennaliði Keflavíkur, er rifbeinsbrotin og verður ekki með á móti Grindavík á laugardaginn. Keflavíkurliðið hefur þegar spilað tvo leiki án Tyson-Thomas og tapaði án hennar á móti Grindavík í leik þar sem liðið var einnig án fyrirliða síns (Birna Valgarðsdóttir) og leikstjórnanda (Ingunn Embla Kristínardóttir). Báðar eru þær Birna og Ingunn Embla öflugir leikmenn sem styrkja liðið mikið en það er meira en að segja það að fylla í skarð atvinnumannsins. Carmen Tyson-Thomas er með 26,2 stig og 12,3 fráköst að meðaltali í leik og er annar framlagshæsti leikmaður deildarinnar. Keflavíkurkonur geta orðið aðeins fjórða liðið á þessari öld (frá 2000) sem tryggir sér bikarmeistaratitilinn án hjálpar erlends leikmanns en allir þessir þrír Kanalausu bikarmeistarar hafa verið kvennalið. Kanalaust karlalið hefur ekki orðið bikarmeistari í heil 26 ár eða síðan Njarðvík vann á alíslensku liði árið 1989. Síðustu alíslensku bikarmeistararnir voru KR-konur fyrir sex árum (2009) en KR vann þá sextán stiga sigur á Kanalausu Keflavíkurliði. Í hin tvö skiptin voru það Keflavíkurkonur sem tókst að vinna bikarinn án bandarísks leikmanns, fyrst 2000 þegar hvorugt liðið var með Kana í bikarúrslitaleiknum og svo aftur árið 2004 þegar þær unnu KR-lið sem fékk þá 30 stig frá Kananum.Carmen Tyson-Thomas í leik með Keflavík. Hún er meidd í dag.Bikarúrslitaleikurinn árið 2004 er þar með í eina skiptið á öldinni þar sem lið með Kana hefur tapað fyrir Kanalausu liði í úrslitaleiknum. Keflavík vann úrslitaleikinn á móti KR með þremur stigum, 72-69, en stigatafla íslensku leikmannanna endaði 72-39. Tveir leikmenn Keflavíkur í dag, Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, tóku þátt í þessun leik fyrir ellefu árum en Bryndís var þó bara fimmtán ára og spilaði bara í átta mínútur. Birna og Bryndís fá núna það verkefni að leiða mjög ungt lið Keflavíkur inn í stærsta leik tímabilsins og án síns besta leikmanns. Einhverjar úr Keflavík gætu reyndar mætt í Höllina sem nýkrýndir bikarmeistarar með stúlknaflokki félagsins sem spilar til úrslita kvöldið áður og aðrar geta orðið bikarmeistarar með unglingaflokki daginn eftir. Keflavík möguleika á því að vinna bikarinn í öllum flokkum í Höllinni um helgina, allt frá 9. flokki kvenna upp í meistaraflokk kvenna. Grindavíkurkonur ættu að eiga mun meiri möguleika á því að vinna bikarinn nú þegar þær þurfa ekki að hafa fyrir því að stoppa Carmen Tyson-Thomas. Pressan er hins vegar meiri á Grindavíkurliðinu nú þegar þær hafa þetta augljósa forskot á grannana úr Keflavík.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira