Bakdyrnar í Meistaradeildina opnar upp á gátt fyrir Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2015 06:00 Liverpool getur komist í Meistaradeildina. Fréttablaðið/getty Þrjátíu og tveggja liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta hefjast í kvöld og er mikið um áhugaverða leiki. Sterk lið í bestu deildum Evrópu eigast við strax á fyrsta stigi útsláttakeppninnar, en þar má nefna viðureignir á borð við: Sevilla - Mönchengladbach, PSV - Zenit, Roma Feyenoord, Celtic - Inter og Wolfsburg - Sporting. Þrjú ensk lið; Liverpool, Everton og Tottenham, eru komin þetta langt og spila í kvöld. Liverpool mætir Besiktas frá Tyrklandi, Tottenham fær Fiorentina í heimsókn og Everton heimsækir Young Boys í Sviss. Ensku liðin hafa ekki riðið feitum hesti frá Evrópudeildinni, hvort sem þau hafa sýnt henni áhuga eða ekki. Ekki eru mörg ár síðan Harry Redknapp, þáverandi stjóri Tottenham, og Martin O‘Neil, þáverandi stjóri Aston Villa, gáfu skít í keppnina og spiluðu á varaliðum í útsláttarkeppninni. Fulham og Chelsea eru eina ensku liðin sem hafa virkilega reynt að fara alla leið og tekist það. Harry Redknapp talaði þá afar illa um keppnina, sagði hana B-keppni Evrópuboltans og væri bara fyrir af því að spilað væri á fimmtudögum. En nú ber svo við að mikið er undir í Evrópudeildinni. Sigurlaunin eru sæti í Meistaradeildinni, og eru því öll liðin sem hefja leik í kvöld níu leikjum frá ríkidæminu sem fylgir Meistaradeild Evrópu. Liverpool og Tottenham eru bæði í baráttu um Meistaradeildarsæti á Englandi en þykja ekki líkleg til afreka þar að mati flestra sérfræðinga. Því er liðunum ekkert til fyrirstöðu að reyna að fara alla leið í Evrópudeildinni og lauma sér bakdyramegin inn um dyrnar í Meistaradeildina sem standa opnar upp á gátt. „Við ætlum að fara eins langt og við getum,“ segir Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham. „Leikurinn gegn Fiorentina verður áhugaverður. Ég ber mikla virðingu fyrir ítalska boltanum. Hann hefur farið upp og niður undanfarin ár og upplifir nú sína verstu tíma. Engu að síður er Sería A góð deild og Fiorentina spilar góðan fótbolta.“ Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sér gullpottinn við enda Evrópudeildarregnbogans og ætlar sér alla leið í keppninni. „Við ætlum að standa okkur vel í þessari keppni,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Okkur langar að vinna bikar til að sýna hversu langt við erum komnir og þar kemur Evrópudeildin sterk inn. Þetta er keppni sem við tökum alvarlega.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Þrjátíu og tveggja liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta hefjast í kvöld og er mikið um áhugaverða leiki. Sterk lið í bestu deildum Evrópu eigast við strax á fyrsta stigi útsláttakeppninnar, en þar má nefna viðureignir á borð við: Sevilla - Mönchengladbach, PSV - Zenit, Roma Feyenoord, Celtic - Inter og Wolfsburg - Sporting. Þrjú ensk lið; Liverpool, Everton og Tottenham, eru komin þetta langt og spila í kvöld. Liverpool mætir Besiktas frá Tyrklandi, Tottenham fær Fiorentina í heimsókn og Everton heimsækir Young Boys í Sviss. Ensku liðin hafa ekki riðið feitum hesti frá Evrópudeildinni, hvort sem þau hafa sýnt henni áhuga eða ekki. Ekki eru mörg ár síðan Harry Redknapp, þáverandi stjóri Tottenham, og Martin O‘Neil, þáverandi stjóri Aston Villa, gáfu skít í keppnina og spiluðu á varaliðum í útsláttarkeppninni. Fulham og Chelsea eru eina ensku liðin sem hafa virkilega reynt að fara alla leið og tekist það. Harry Redknapp talaði þá afar illa um keppnina, sagði hana B-keppni Evrópuboltans og væri bara fyrir af því að spilað væri á fimmtudögum. En nú ber svo við að mikið er undir í Evrópudeildinni. Sigurlaunin eru sæti í Meistaradeildinni, og eru því öll liðin sem hefja leik í kvöld níu leikjum frá ríkidæminu sem fylgir Meistaradeild Evrópu. Liverpool og Tottenham eru bæði í baráttu um Meistaradeildarsæti á Englandi en þykja ekki líkleg til afreka þar að mati flestra sérfræðinga. Því er liðunum ekkert til fyrirstöðu að reyna að fara alla leið í Evrópudeildinni og lauma sér bakdyramegin inn um dyrnar í Meistaradeildina sem standa opnar upp á gátt. „Við ætlum að fara eins langt og við getum,“ segir Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham. „Leikurinn gegn Fiorentina verður áhugaverður. Ég ber mikla virðingu fyrir ítalska boltanum. Hann hefur farið upp og niður undanfarin ár og upplifir nú sína verstu tíma. Engu að síður er Sería A góð deild og Fiorentina spilar góðan fótbolta.“ Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sér gullpottinn við enda Evrópudeildarregnbogans og ætlar sér alla leið í keppninni. „Við ætlum að standa okkur vel í þessari keppni,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Okkur langar að vinna bikar til að sýna hversu langt við erum komnir og þar kemur Evrópudeildin sterk inn. Þetta er keppni sem við tökum alvarlega.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira