Fara úr bænum til að taka upp næstu plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 09:00 Hljómsveitin Pollapönk er stödd í sveitinni þar sem hún hljóðritar sína þriðju breiðskífu. Mynd/Arnar græni polli Guðjónsson „Við erum að taka upp splunkunýtt efni og skelltum okkur út á land til þess að reyna að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Arnar Þór Gíslason eða bleiki polli, trommuleikari Pollapönks. Sveitin er stödd í húsnæði skammt frá Húsafelli þar sem hún tekur upp sína þriðju breiðskífu. „Platan kemur út í tveimur útgáfum, önnur á íslensku og hin á ensku og við hlökkum til að leyfa fólki að heyra nýja efnið,“ segir Arnar Þór spurður út í nýja efnið. Pollarnir hafa áður tekið upp tónlist á sama stað og kunna vel við sig í sveitinni. „Það er frábært að vera hérna á Kolstöðum hjá Helga Lúmex snillingi. Ég er samt ansi hræddur um að við verðum veðurtepptir hérna, en þá tökum við bara upp enn fleiri lög,“ segir Arnar Þór og hlær. Pollarnir hafa nú þegar tekið upp fimmtán til sextán grunna að lögum en þeir þurfa svo að velja úr bestu lögin sem fara á plötuna. Arnar Guðjónsson, oftast kenndur við hljómsveitina Leaves, er með Pollunum í hljóðverinu og stýrir upptökum. „Hann er kominn með Pollapönksgalla og er græni polli,“ bætir Arnar Þór við. „Við stefnum á að gefa út plötuna í vor en negld dagsetning liggur ekki fyrir.“ Arnar Þór segir að vonandi verði nokkra sumarslagara að finna á plötunni og að sveitin geti varla beðið eftir því að flytja nýja efnið á tónleikum. Eurovision Tónlist Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við erum að taka upp splunkunýtt efni og skelltum okkur út á land til þess að reyna að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Arnar Þór Gíslason eða bleiki polli, trommuleikari Pollapönks. Sveitin er stödd í húsnæði skammt frá Húsafelli þar sem hún tekur upp sína þriðju breiðskífu. „Platan kemur út í tveimur útgáfum, önnur á íslensku og hin á ensku og við hlökkum til að leyfa fólki að heyra nýja efnið,“ segir Arnar Þór spurður út í nýja efnið. Pollarnir hafa áður tekið upp tónlist á sama stað og kunna vel við sig í sveitinni. „Það er frábært að vera hérna á Kolstöðum hjá Helga Lúmex snillingi. Ég er samt ansi hræddur um að við verðum veðurtepptir hérna, en þá tökum við bara upp enn fleiri lög,“ segir Arnar Þór og hlær. Pollarnir hafa nú þegar tekið upp fimmtán til sextán grunna að lögum en þeir þurfa svo að velja úr bestu lögin sem fara á plötuna. Arnar Guðjónsson, oftast kenndur við hljómsveitina Leaves, er með Pollunum í hljóðverinu og stýrir upptökum. „Hann er kominn með Pollapönksgalla og er græni polli,“ bætir Arnar Þór við. „Við stefnum á að gefa út plötuna í vor en negld dagsetning liggur ekki fyrir.“ Arnar Þór segir að vonandi verði nokkra sumarslagara að finna á plötunni og að sveitin geti varla beðið eftir því að flytja nýja efnið á tónleikum.
Eurovision Tónlist Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira