Þóknanir á heimsmælikvarða Stjórnarmaðurinn skrifar 11. febrúar 2015 09:00 Stjórnarmaðurinn las af athygli frétt Viðskiptablaðsins í síðustu viku um þóknanir slitastjórna bankanna. Þar sagði að slitastjórnir, skilanefndir og æðstu stjórnendur hefðu frá 2009 greitt sér ríflega fimm milljarða króna í þóknanir, en heildarkostnaður við skiptin hefði numið um 95 milljörðum króna. Stjórnarmaðurinn hnaut í framhaldi um staðhæfingu blaðamanns að „ekki væri um sérstaklega háar fjárhæðir að ræða“, enda næmi rekstrarkostnaður búanna einungis um 3% af heildarvirði eigna þeirra. Vert er að staldra við þessa fullyrðingu. Gjaldþrot Lehman Brothers er það stærsta í sögunni, og varla einfaldara í sniðum en uppgjör íslensku bankanna. Samt lauk formlegum skiptum í mars 2012, þótt enn séu einhverjir lausir endar eins og gengur. Talið er að kostnaður við uppgjör bús Lehman Brothers sé um 2% af heildareignum félagsins. Enron er annað stórt gjaldþrot á heimsmælikvarða. Þar var skiptakostnaður áætlaður ríflega 1% af heildareignum. Því er ekki rétt hjá blaðamanni eða slitastjórnum að rekstrarkostnaður íslensku búanna sé hóflegur. Þvert á móti er hann gríðarlega hár. Skoða má þóknanir sem slitastjórnirnar taka sér gagnrýnum augum. Svo virðist sem þeir einstaklingar sem að baki standa taki erlenda kollega sína í London og New York sér til fyrirmyndar þegar kemur að gjaldskránni. Ofangreindar borgir eru hins vegar viðskiptamiðstöðvar á heimsvísu, og laða að hæfileikafólk, hvort sem er í uppgjöri gjaldþrota fyrirtækja eða öðru. Verðlag er eftir því, og menn geta ímyndað sér þann rekstrarkostnað sem fellst í leigu og rekstri á stórri fasteign á besta stað í London. Sá kostnaður er gríðarlegur, og því nauðsynlegt að tekjur standi undir því og gott betur. Síðan getur fólk auðvitað bætt premíu ofan á fyrir það eitt að vera í fremstu röð. Það ágæta fólk sem stendur að skiptum bankanna, verður hins vegar seint talið í þeim klassa, enda oft einstaklingar sem fyrir tilviljun fengu eilífðargullgæs í kjöltuna. Síðan hafa þau komist upp með að taka sér stórborgarlaun á litla Íslandi, og greiða háar þóknanir til eigin félaga í formi ráðgjafagreiðslna. Er nema eðlilegt að fólk reyni að tefja verkefnið, eins og sú staðreynd að Kaupþing hefur ekki selt eign úr stóru eignasafni sínu í Bretlandi í þrjú ár, ber með sér? Hver drepur annars gullkálfinn?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Stjórnarmaðurinn las af athygli frétt Viðskiptablaðsins í síðustu viku um þóknanir slitastjórna bankanna. Þar sagði að slitastjórnir, skilanefndir og æðstu stjórnendur hefðu frá 2009 greitt sér ríflega fimm milljarða króna í þóknanir, en heildarkostnaður við skiptin hefði numið um 95 milljörðum króna. Stjórnarmaðurinn hnaut í framhaldi um staðhæfingu blaðamanns að „ekki væri um sérstaklega háar fjárhæðir að ræða“, enda næmi rekstrarkostnaður búanna einungis um 3% af heildarvirði eigna þeirra. Vert er að staldra við þessa fullyrðingu. Gjaldþrot Lehman Brothers er það stærsta í sögunni, og varla einfaldara í sniðum en uppgjör íslensku bankanna. Samt lauk formlegum skiptum í mars 2012, þótt enn séu einhverjir lausir endar eins og gengur. Talið er að kostnaður við uppgjör bús Lehman Brothers sé um 2% af heildareignum félagsins. Enron er annað stórt gjaldþrot á heimsmælikvarða. Þar var skiptakostnaður áætlaður ríflega 1% af heildareignum. Því er ekki rétt hjá blaðamanni eða slitastjórnum að rekstrarkostnaður íslensku búanna sé hóflegur. Þvert á móti er hann gríðarlega hár. Skoða má þóknanir sem slitastjórnirnar taka sér gagnrýnum augum. Svo virðist sem þeir einstaklingar sem að baki standa taki erlenda kollega sína í London og New York sér til fyrirmyndar þegar kemur að gjaldskránni. Ofangreindar borgir eru hins vegar viðskiptamiðstöðvar á heimsvísu, og laða að hæfileikafólk, hvort sem er í uppgjöri gjaldþrota fyrirtækja eða öðru. Verðlag er eftir því, og menn geta ímyndað sér þann rekstrarkostnað sem fellst í leigu og rekstri á stórri fasteign á besta stað í London. Sá kostnaður er gríðarlegur, og því nauðsynlegt að tekjur standi undir því og gott betur. Síðan getur fólk auðvitað bætt premíu ofan á fyrir það eitt að vera í fremstu röð. Það ágæta fólk sem stendur að skiptum bankanna, verður hins vegar seint talið í þeim klassa, enda oft einstaklingar sem fyrir tilviljun fengu eilífðargullgæs í kjöltuna. Síðan hafa þau komist upp með að taka sér stórborgarlaun á litla Íslandi, og greiða háar þóknanir til eigin félaga í formi ráðgjafagreiðslna. Er nema eðlilegt að fólk reyni að tefja verkefnið, eins og sú staðreynd að Kaupþing hefur ekki selt eign úr stóru eignasafni sínu í Bretlandi í þrjú ár, ber með sér? Hver drepur annars gullkálfinn?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun