Þóknanir á heimsmælikvarða Stjórnarmaðurinn skrifar 11. febrúar 2015 09:00 Stjórnarmaðurinn las af athygli frétt Viðskiptablaðsins í síðustu viku um þóknanir slitastjórna bankanna. Þar sagði að slitastjórnir, skilanefndir og æðstu stjórnendur hefðu frá 2009 greitt sér ríflega fimm milljarða króna í þóknanir, en heildarkostnaður við skiptin hefði numið um 95 milljörðum króna. Stjórnarmaðurinn hnaut í framhaldi um staðhæfingu blaðamanns að „ekki væri um sérstaklega háar fjárhæðir að ræða“, enda næmi rekstrarkostnaður búanna einungis um 3% af heildarvirði eigna þeirra. Vert er að staldra við þessa fullyrðingu. Gjaldþrot Lehman Brothers er það stærsta í sögunni, og varla einfaldara í sniðum en uppgjör íslensku bankanna. Samt lauk formlegum skiptum í mars 2012, þótt enn séu einhverjir lausir endar eins og gengur. Talið er að kostnaður við uppgjör bús Lehman Brothers sé um 2% af heildareignum félagsins. Enron er annað stórt gjaldþrot á heimsmælikvarða. Þar var skiptakostnaður áætlaður ríflega 1% af heildareignum. Því er ekki rétt hjá blaðamanni eða slitastjórnum að rekstrarkostnaður íslensku búanna sé hóflegur. Þvert á móti er hann gríðarlega hár. Skoða má þóknanir sem slitastjórnirnar taka sér gagnrýnum augum. Svo virðist sem þeir einstaklingar sem að baki standa taki erlenda kollega sína í London og New York sér til fyrirmyndar þegar kemur að gjaldskránni. Ofangreindar borgir eru hins vegar viðskiptamiðstöðvar á heimsvísu, og laða að hæfileikafólk, hvort sem er í uppgjöri gjaldþrota fyrirtækja eða öðru. Verðlag er eftir því, og menn geta ímyndað sér þann rekstrarkostnað sem fellst í leigu og rekstri á stórri fasteign á besta stað í London. Sá kostnaður er gríðarlegur, og því nauðsynlegt að tekjur standi undir því og gott betur. Síðan getur fólk auðvitað bætt premíu ofan á fyrir það eitt að vera í fremstu röð. Það ágæta fólk sem stendur að skiptum bankanna, verður hins vegar seint talið í þeim klassa, enda oft einstaklingar sem fyrir tilviljun fengu eilífðargullgæs í kjöltuna. Síðan hafa þau komist upp með að taka sér stórborgarlaun á litla Íslandi, og greiða háar þóknanir til eigin félaga í formi ráðgjafagreiðslna. Er nema eðlilegt að fólk reyni að tefja verkefnið, eins og sú staðreynd að Kaupþing hefur ekki selt eign úr stóru eignasafni sínu í Bretlandi í þrjú ár, ber með sér? Hver drepur annars gullkálfinn?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Viðskipti innlent Icelandair hefur flug til Miami Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Rannveig kjörin heiðursfélagi Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Sjá meira
Stjórnarmaðurinn las af athygli frétt Viðskiptablaðsins í síðustu viku um þóknanir slitastjórna bankanna. Þar sagði að slitastjórnir, skilanefndir og æðstu stjórnendur hefðu frá 2009 greitt sér ríflega fimm milljarða króna í þóknanir, en heildarkostnaður við skiptin hefði numið um 95 milljörðum króna. Stjórnarmaðurinn hnaut í framhaldi um staðhæfingu blaðamanns að „ekki væri um sérstaklega háar fjárhæðir að ræða“, enda næmi rekstrarkostnaður búanna einungis um 3% af heildarvirði eigna þeirra. Vert er að staldra við þessa fullyrðingu. Gjaldþrot Lehman Brothers er það stærsta í sögunni, og varla einfaldara í sniðum en uppgjör íslensku bankanna. Samt lauk formlegum skiptum í mars 2012, þótt enn séu einhverjir lausir endar eins og gengur. Talið er að kostnaður við uppgjör bús Lehman Brothers sé um 2% af heildareignum félagsins. Enron er annað stórt gjaldþrot á heimsmælikvarða. Þar var skiptakostnaður áætlaður ríflega 1% af heildareignum. Því er ekki rétt hjá blaðamanni eða slitastjórnum að rekstrarkostnaður íslensku búanna sé hóflegur. Þvert á móti er hann gríðarlega hár. Skoða má þóknanir sem slitastjórnirnar taka sér gagnrýnum augum. Svo virðist sem þeir einstaklingar sem að baki standa taki erlenda kollega sína í London og New York sér til fyrirmyndar þegar kemur að gjaldskránni. Ofangreindar borgir eru hins vegar viðskiptamiðstöðvar á heimsvísu, og laða að hæfileikafólk, hvort sem er í uppgjöri gjaldþrota fyrirtækja eða öðru. Verðlag er eftir því, og menn geta ímyndað sér þann rekstrarkostnað sem fellst í leigu og rekstri á stórri fasteign á besta stað í London. Sá kostnaður er gríðarlegur, og því nauðsynlegt að tekjur standi undir því og gott betur. Síðan getur fólk auðvitað bætt premíu ofan á fyrir það eitt að vera í fremstu röð. Það ágæta fólk sem stendur að skiptum bankanna, verður hins vegar seint talið í þeim klassa, enda oft einstaklingar sem fyrir tilviljun fengu eilífðargullgæs í kjöltuna. Síðan hafa þau komist upp með að taka sér stórborgarlaun á litla Íslandi, og greiða háar þóknanir til eigin félaga í formi ráðgjafagreiðslna. Er nema eðlilegt að fólk reyni að tefja verkefnið, eins og sú staðreynd að Kaupþing hefur ekki selt eign úr stóru eignasafni sínu í Bretlandi í þrjú ár, ber með sér? Hver drepur annars gullkálfinn?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Viðskipti innlent Icelandair hefur flug til Miami Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Rannveig kjörin heiðursfélagi Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Sjá meira