Aldraðir hafa verið hlunnfarnir Björgvin Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðnun. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en kaup láglaunafólks. Það verður þá gliðnun milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. Þessi gliðnun varð mjög mikil á krepputímanum (2009-2013), þar eð lífeyrir aldraðra og öryrkja var þá frystur langtímum saman á meðan kaup láglaunafólks hækkaði. Á tímabilinu 2009-2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 47% en á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra einhleypinga frá almannatryggingum um 25%, miðað við þá sem eingöngu höfðu tekjur frá Tryggingastofnun (engar greiðslur úr lífeyrissjóði eða aðrar tekjur). Þetta var mikil kjaragliðnun. Frambjóðendur beggja stjórnarflokkanna lofuðu því fyrir kosningar 2013, að þessi kjaragliðnun yrði leiðrétt að fullu með hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja eftir kosningar. En það er ekki farið að efna þetta kosningaloforð enn þá enda þótt kjörtímabilið sé nú nálega hálfnað.Hækka þarf lífeyri um 20 prósent Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúmlega 20% til þess að leiðrétta framangreinda kjaragliðnun. Það kostar 17 milljarða kr. eins og ég hefi áður tekið fram. Þá er aðeins miðað við það hvað lífeyrir þyrfti að vera hár í dag, ef hann væri hækkaður í dag eins og lágmarkslaun hækkuðu á tímabilinu 2009-2015. En ef athugað er einnig hvað lífeyrir aldraðra og öryrkja hefði hækkað mikið á hverju ári krepputímans, ef hækkun lífeyris hefði á hverju ári fylgt hækkun lágmarkslauna, væri reikningurinn til ríkisstjórnarinnar miklu hærri. Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi á árinu 2009 nemur nú 12,6 milljörðum kr. Alls skuldar ríkið því lífeyrisþegum hátt í 30 milljarða vegna kjaraskerðingar undanfarinna ára og skýlausra loforða stjórnarflokkanna um að bæta öldruðum og öryrkjum þessar skerðingar.Verða loforðin svikin? Þess verður ekki vart enn, að ríkisstjórnin ætli að efna stærsta kosningaloforðið við aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að bæta kjör lífeyrisþega á þennan hátt enda þótt þau séu óviðunandi. Ríkisstjórnin hefur aðeins gert tvennt í málefnum aldraðra: Aukið frítekjumark aldraðra vegna atvinnutekna og hætt að reikna lífeyrissjóðsgreiðslur með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Þetta er rýrt í roðinu og gagnast aðeins þeim, sem vel eru settir. Þriðja atriði kjaraleiðréttingar lífeyrisþega, lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar, kom sjálfvirkt í framkvæmd, með því að lögin um skerðingu tekjutryggingar voru tímabundin. Þau runnu út um áramótin 2013/2014. Ef ríkisstjórnin tekur sig á og hækkar lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%, þ.e. efnir kosningaloforð sitt, mun það skipta sköpum fyrir lífeyrisþega. Lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem aðeins hafa tekjur frá TR, mun þá hækka um 45 þús. kr. á mánuði. Það mundi gera líf þessara lífeyrisþega bærilegra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðnun. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en kaup láglaunafólks. Það verður þá gliðnun milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. Þessi gliðnun varð mjög mikil á krepputímanum (2009-2013), þar eð lífeyrir aldraðra og öryrkja var þá frystur langtímum saman á meðan kaup láglaunafólks hækkaði. Á tímabilinu 2009-2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 47% en á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra einhleypinga frá almannatryggingum um 25%, miðað við þá sem eingöngu höfðu tekjur frá Tryggingastofnun (engar greiðslur úr lífeyrissjóði eða aðrar tekjur). Þetta var mikil kjaragliðnun. Frambjóðendur beggja stjórnarflokkanna lofuðu því fyrir kosningar 2013, að þessi kjaragliðnun yrði leiðrétt að fullu með hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja eftir kosningar. En það er ekki farið að efna þetta kosningaloforð enn þá enda þótt kjörtímabilið sé nú nálega hálfnað.Hækka þarf lífeyri um 20 prósent Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúmlega 20% til þess að leiðrétta framangreinda kjaragliðnun. Það kostar 17 milljarða kr. eins og ég hefi áður tekið fram. Þá er aðeins miðað við það hvað lífeyrir þyrfti að vera hár í dag, ef hann væri hækkaður í dag eins og lágmarkslaun hækkuðu á tímabilinu 2009-2015. En ef athugað er einnig hvað lífeyrir aldraðra og öryrkja hefði hækkað mikið á hverju ári krepputímans, ef hækkun lífeyris hefði á hverju ári fylgt hækkun lágmarkslauna, væri reikningurinn til ríkisstjórnarinnar miklu hærri. Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi á árinu 2009 nemur nú 12,6 milljörðum kr. Alls skuldar ríkið því lífeyrisþegum hátt í 30 milljarða vegna kjaraskerðingar undanfarinna ára og skýlausra loforða stjórnarflokkanna um að bæta öldruðum og öryrkjum þessar skerðingar.Verða loforðin svikin? Þess verður ekki vart enn, að ríkisstjórnin ætli að efna stærsta kosningaloforðið við aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að bæta kjör lífeyrisþega á þennan hátt enda þótt þau séu óviðunandi. Ríkisstjórnin hefur aðeins gert tvennt í málefnum aldraðra: Aukið frítekjumark aldraðra vegna atvinnutekna og hætt að reikna lífeyrissjóðsgreiðslur með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Þetta er rýrt í roðinu og gagnast aðeins þeim, sem vel eru settir. Þriðja atriði kjaraleiðréttingar lífeyrisþega, lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar, kom sjálfvirkt í framkvæmd, með því að lögin um skerðingu tekjutryggingar voru tímabundin. Þau runnu út um áramótin 2013/2014. Ef ríkisstjórnin tekur sig á og hækkar lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%, þ.e. efnir kosningaloforð sitt, mun það skipta sköpum fyrir lífeyrisþega. Lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem aðeins hafa tekjur frá TR, mun þá hækka um 45 þús. kr. á mánuði. Það mundi gera líf þessara lífeyrisþega bærilegra.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun