Þriggja barna móðir hefur beðið í tvö ár eftir svörum viktoría hermannsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Feriane er blaðamaður frá Alsír sem kom hingað til lands fyrir tæpum tveimur árum. Fréttablaðið/Valli Hópur hælisleitenda mótmælti í gær löngum málsmeðferðartíma í málum þeirra. Allir búa þeir í Reykjanesbæ og mótmæltu því hversu langan tíma það taki að afgreiða umsóknir þeirra um hæli hérlendis. Fréttablaðið fylgdist með mótmælunum. Meðal mótmælenda var Feriane Amrouni, þriggja barna einstæð móðir frá Alsír, sem beðið hefur í tæp tvö ár í óvissu um það hvort hún og börn hennar fái hæli hérlendis. Hún mætti með börn sín þrjú á mótmælin. „Ég var blaðamaður í Alsír og bjó við mjög slæmar aðstæður. Ég kom hingað til þess að tryggja öryggi barnanna minna,“ segir hún. Hópurinn mætti fyrst til að mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið en fékk þá þær upplýsingar að kærunefnd útlendingamála sem nýlega tók til starfa hefði aðsetur í húsnæði stjórnarráðsins við Skuggasund. Hópurinn hélt þangað í þeirri von að fá svör við spurningum sínum. „Við erum þreytt á því að yfirvöld hundsi okkur, það vill enginn tala við okkur. Við fáum engin svör,“ segir Adam Ibrahim Pasha.Hópurinn mótmælti því hversu langan tíma tæki að afgreiða mál þeirra. Á meðan bíði þeir í algjörri óvissu. Fréttablaðið/ValliÚtlendingastofnun synjaði umsókn hans um hæli í október en hann kærði synjunina til innanríkisráðuneytisins í sama mánuði. Samkvæmt lögum ráðuneytisins átti hann að fá svör innan þriggja mánaða en hefur enn engin svör fengið. Þegar komið var í húsnæði stjórnarráðsins stillti hópurinn sér upp í anddyrinu með mótmælaskilti. Niður kom formaður kærunefndarinnar og hlustaði á hópinn sem Adam er í forsvari fyrir. „Ég bið ykkur að sýna þolinmæði. Ég veit ég er að biðja um mikið en ég get ekki lofað neinu. Það er nýbúið að flytja þessi mál hingað og við erum að setja okkur inn í þetta. Það mun einhverjum málum ljúka í þessum mánuði. Ég vildi að ég gæti gefið ykkur einhverja dagsetningu en ég get það ekki,“ sagði Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar. „Getur þú þá allavega lofað að það verði eitthvað gert í hennar málum? Hún er með þrjú börn,“ sagði einn í hópnum og benti á Feriane. „Hún er búin að bíða í næstum tvö ár, hún verður að fá einhver svör,“ sagði hann. „Ég hef enga von fyrir mig og börnin. Okkur langar að búa hér,“ sagði Feriane. Hjörtur hlustaði á raunalegar sögur hælisleitendanna. Flestir höfðu flúið föðurlandið ýmist vegna ofsókna eða stríðsástands. Sumir flækst milli landa í von um öruggan stað undanfarin ár. Það var augljóst að það reyndist þeim erfitt að segja sögu sína. „Gerðu það, hjálpaðu mér,“ sagði einn hælisleitendanna með tárin í augunum. „Við viljum bara vera örugg.“ Hælisleitendurnir segja allir að biðin taki mikið á og eins óvissan sem fylgi því að vita ekki hvað verði. Meðan þeir eru hér mega þeir ekki vinna og bíða örlaga sinna í algjörri óvissu.MótmælendurElstu málin sett í forgang „Það er mjög alvarlegt. Þetta er eitthvað sem ég vonast til að komi ekki til með að gerast undir þessari nefnd,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar um útlendingamál, um mál Feriane. Hann tók við starfinu 14. janúar og segir 105 mál vera á borði nefndarinnar. Flest málin séu frá 2014 en einhver þeirra frá 2013. Það verður sett í forgang að afgreiða þau. Hjörtur segir það hafa verið gott að hitta hælisleitendurna og heyra þeirra sögur. „Mér finnst mjög mikilvægt að það sé þessi samræða milli hælisleitenda og þeirra sem fara með þeirra mál. Mér finnst gott að heyra frá þeim og skilja betur þeirra sjónarmið.“ Hann segist telja að málsmeðferð í þessum málum hafi hingað til verið vönduð og of snemmt sé að segja til um hvort hún komi til með að breytast eitthvað með nýstofnaðri kærunefnd. „Hugmyndin er að tryggja að réttindi þeirra séu tryggð. Að við förum að íslenskum lögum og þeim skuldbindingum sem við erum bundin af á sviði mannréttinda og flóttamannaréttar,“ segir hann. Tengdar fréttir Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Hópur hælisleitenda mótmælti í gær löngum málsmeðferðartíma í málum þeirra. Allir búa þeir í Reykjanesbæ og mótmæltu því hversu langan tíma það taki að afgreiða umsóknir þeirra um hæli hérlendis. Fréttablaðið fylgdist með mótmælunum. Meðal mótmælenda var Feriane Amrouni, þriggja barna einstæð móðir frá Alsír, sem beðið hefur í tæp tvö ár í óvissu um það hvort hún og börn hennar fái hæli hérlendis. Hún mætti með börn sín þrjú á mótmælin. „Ég var blaðamaður í Alsír og bjó við mjög slæmar aðstæður. Ég kom hingað til þess að tryggja öryggi barnanna minna,“ segir hún. Hópurinn mætti fyrst til að mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið en fékk þá þær upplýsingar að kærunefnd útlendingamála sem nýlega tók til starfa hefði aðsetur í húsnæði stjórnarráðsins við Skuggasund. Hópurinn hélt þangað í þeirri von að fá svör við spurningum sínum. „Við erum þreytt á því að yfirvöld hundsi okkur, það vill enginn tala við okkur. Við fáum engin svör,“ segir Adam Ibrahim Pasha.Hópurinn mótmælti því hversu langan tíma tæki að afgreiða mál þeirra. Á meðan bíði þeir í algjörri óvissu. Fréttablaðið/ValliÚtlendingastofnun synjaði umsókn hans um hæli í október en hann kærði synjunina til innanríkisráðuneytisins í sama mánuði. Samkvæmt lögum ráðuneytisins átti hann að fá svör innan þriggja mánaða en hefur enn engin svör fengið. Þegar komið var í húsnæði stjórnarráðsins stillti hópurinn sér upp í anddyrinu með mótmælaskilti. Niður kom formaður kærunefndarinnar og hlustaði á hópinn sem Adam er í forsvari fyrir. „Ég bið ykkur að sýna þolinmæði. Ég veit ég er að biðja um mikið en ég get ekki lofað neinu. Það er nýbúið að flytja þessi mál hingað og við erum að setja okkur inn í þetta. Það mun einhverjum málum ljúka í þessum mánuði. Ég vildi að ég gæti gefið ykkur einhverja dagsetningu en ég get það ekki,“ sagði Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar. „Getur þú þá allavega lofað að það verði eitthvað gert í hennar málum? Hún er með þrjú börn,“ sagði einn í hópnum og benti á Feriane. „Hún er búin að bíða í næstum tvö ár, hún verður að fá einhver svör,“ sagði hann. „Ég hef enga von fyrir mig og börnin. Okkur langar að búa hér,“ sagði Feriane. Hjörtur hlustaði á raunalegar sögur hælisleitendanna. Flestir höfðu flúið föðurlandið ýmist vegna ofsókna eða stríðsástands. Sumir flækst milli landa í von um öruggan stað undanfarin ár. Það var augljóst að það reyndist þeim erfitt að segja sögu sína. „Gerðu það, hjálpaðu mér,“ sagði einn hælisleitendanna með tárin í augunum. „Við viljum bara vera örugg.“ Hælisleitendurnir segja allir að biðin taki mikið á og eins óvissan sem fylgi því að vita ekki hvað verði. Meðan þeir eru hér mega þeir ekki vinna og bíða örlaga sinna í algjörri óvissu.MótmælendurElstu málin sett í forgang „Það er mjög alvarlegt. Þetta er eitthvað sem ég vonast til að komi ekki til með að gerast undir þessari nefnd,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar um útlendingamál, um mál Feriane. Hann tók við starfinu 14. janúar og segir 105 mál vera á borði nefndarinnar. Flest málin séu frá 2014 en einhver þeirra frá 2013. Það verður sett í forgang að afgreiða þau. Hjörtur segir það hafa verið gott að hitta hælisleitendurna og heyra þeirra sögur. „Mér finnst mjög mikilvægt að það sé þessi samræða milli hælisleitenda og þeirra sem fara með þeirra mál. Mér finnst gott að heyra frá þeim og skilja betur þeirra sjónarmið.“ Hann segist telja að málsmeðferð í þessum málum hafi hingað til verið vönduð og of snemmt sé að segja til um hvort hún komi til með að breytast eitthvað með nýstofnaðri kærunefnd. „Hugmyndin er að tryggja að réttindi þeirra séu tryggð. Að við förum að íslenskum lögum og þeim skuldbindingum sem við erum bundin af á sviði mannréttinda og flóttamannaréttar,“ segir hann.
Tengdar fréttir Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00
Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00
Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00
Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00