Lúxuskjötsúpa með sætum keimi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2015 13:00 Ef laukurinn er svissaður áður en hann fer í súpuna breytist bragðið til hins betra. Vísir/Stefán „Það er þess virði að leggja vinnu í að þvo hráefnið í íslenska kjötsúpu, bæði kjötið og grænmetið,“ segir Íris Hera Norðfjörð hjá Kryddlegnum hjörtum við Hverfisgötu. Hún segir oft sag og blóð á kjötinu sem myndi endalausa froðu í pottinum þegar suðan er komin upp. Auk þess komi „falleg orka“ í grænmetið við þvottinn, þannig að það ljómi. „Ég nota meiri lauk en margir aðrir og svissa hann aðeins í olíu áður en hann fer í súpuna, þá breytist bragðið af honum úr hráabragði í sætan keim,“ segir hún og kveðst vilja hafa grænmetið það lítið soðið að hún finni aðeins fyrir því undir tönn. Íris Hera sýður ekki kartöflur, haframjöl eða hrísgrjón í kjötsúpu. „Það skapar gas í maganum ef hrein kolvetni og prótein eru soðin saman,“ segir hún til skýringar og bætir við: „Það er mikilvægt að raða mat rétt ofan í sig til að líða vel af honum og líka að blessa hann í huganum.“ Íslensk kjötsúpa 5 laukar smátt skornir 3 hvítlauksrif smátt skorin olía ½ poki súpujurtir 2 l vatn 1 kg lambakjöt, bógur eða læri 2 msk. lambakjötskraftur ½ hvítkálshaus skorinn í bita 4 gulrætur skornar í bita 1 rófa meðalstór, skorin í bita Setjið olíuna í pott og gljáið laukinn og hvítlaukinn í henni. Fituhreinsið kjötið. Hellið vatninu yfir laukinn og setjið kjötið, súpujurtirnar og lambakraftinn í. Sjóðið kjötið í klukkutíma, takið það þá upp úr og skerið í bita, skellið því út í pottinn aftur, ásamt hvítkálinu, gulrótunum og rófunni og sjóðið í 20 mínútur til hálftíma. Bætið við lambakrafti og hvítum pipar eftir smekk. Lambakjöt Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
„Það er þess virði að leggja vinnu í að þvo hráefnið í íslenska kjötsúpu, bæði kjötið og grænmetið,“ segir Íris Hera Norðfjörð hjá Kryddlegnum hjörtum við Hverfisgötu. Hún segir oft sag og blóð á kjötinu sem myndi endalausa froðu í pottinum þegar suðan er komin upp. Auk þess komi „falleg orka“ í grænmetið við þvottinn, þannig að það ljómi. „Ég nota meiri lauk en margir aðrir og svissa hann aðeins í olíu áður en hann fer í súpuna, þá breytist bragðið af honum úr hráabragði í sætan keim,“ segir hún og kveðst vilja hafa grænmetið það lítið soðið að hún finni aðeins fyrir því undir tönn. Íris Hera sýður ekki kartöflur, haframjöl eða hrísgrjón í kjötsúpu. „Það skapar gas í maganum ef hrein kolvetni og prótein eru soðin saman,“ segir hún til skýringar og bætir við: „Það er mikilvægt að raða mat rétt ofan í sig til að líða vel af honum og líka að blessa hann í huganum.“ Íslensk kjötsúpa 5 laukar smátt skornir 3 hvítlauksrif smátt skorin olía ½ poki súpujurtir 2 l vatn 1 kg lambakjöt, bógur eða læri 2 msk. lambakjötskraftur ½ hvítkálshaus skorinn í bita 4 gulrætur skornar í bita 1 rófa meðalstór, skorin í bita Setjið olíuna í pott og gljáið laukinn og hvítlaukinn í henni. Fituhreinsið kjötið. Hellið vatninu yfir laukinn og setjið kjötið, súpujurtirnar og lambakraftinn í. Sjóðið kjötið í klukkutíma, takið það þá upp úr og skerið í bita, skellið því út í pottinn aftur, ásamt hvítkálinu, gulrótunum og rófunni og sjóðið í 20 mínútur til hálftíma. Bætið við lambakrafti og hvítum pipar eftir smekk.
Lambakjöt Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira