Tsipras vill fara samningaleiðina Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. janúar 2015 07:00 Ný stjórn. Panos Kammenos varnarmálaráðherra, Gianni Dragasakis aðstoðarforsætisráðherra og Alexis Tsipras forsætisráðherra. fréttablaðið/AP „Við komum inn til þess að gera róttækar breytingar á því hvernig stefnumótun og stjórnsýslu er háttað í þessu landi,“ sagði Alexis Tsipras á fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum í gær. Hann segist ætla að standa við kosningaloforðin um að draga verulega úr lamandi niðurskurði og knýja fram miklar breytingar á samningum við Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um niðurgreiðslu skuldasúpunnar ógurlegu. Í gær sagðist hann þó ætla að forðast átök við þessa lánardrottna, heldur fara frekar samningaleiðina. „Forgangsmál okkar er að ná nýjum samningum við samstarfsaðila okkar, reyna að komast að sanngjarnri, raunhæfri og hagkvæmri lausn fyrir báða þannig að landið komist út úr vítahring óhóflegra skulda og kreppu,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundinum, samkvæmt frásögn Reuters-fréttastofunnar. Janis Varúfakis, fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar, segir samkomulagið við ESB, Evrópska seðlabankann og AGS hafa verið „eitruð mistök“, en stjórnin sé staðráðin í að breyta því hvernig tekist er á við kreppuna. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur og hlaut 149 þingsæti á 300 manna þjóðþingi Grikklands. Strax daginn eftir tókst Tsipras að semja um stjórnarmyndun við lítinn flokk hægriþjóðernissinna. Ekki leið þó á löngu áður en Tsipras lenti upp á kant við ESB. Á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Brussel í gær var samþykkt yfirlýsing, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á harðnandi átökum í austanverðri Úkraínu. Öll aðildarríki ESB stóðu að yfirlýsingunni, nema Grikkland þar sem nýja stjórnin var ósátt. Afstöðu Grikkja má rekja til þess að Tsipras hyggst leita til Rússlands eftir stuðningi í komandi átökum við ESB, sem þó eiga að sögn Tsipras ekki að verða nein átök heldur samningaviðræður um gerbreytta skilmála.Minnir þjóðverja á fortíðina. Strax daginn eftir kosningasigurinn lagði Tsipras blóm á minnismerki um fórnarlömb þýskra nasista í Aþenu.fréttablaðið/AP Grikkland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
„Við komum inn til þess að gera róttækar breytingar á því hvernig stefnumótun og stjórnsýslu er háttað í þessu landi,“ sagði Alexis Tsipras á fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum í gær. Hann segist ætla að standa við kosningaloforðin um að draga verulega úr lamandi niðurskurði og knýja fram miklar breytingar á samningum við Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um niðurgreiðslu skuldasúpunnar ógurlegu. Í gær sagðist hann þó ætla að forðast átök við þessa lánardrottna, heldur fara frekar samningaleiðina. „Forgangsmál okkar er að ná nýjum samningum við samstarfsaðila okkar, reyna að komast að sanngjarnri, raunhæfri og hagkvæmri lausn fyrir báða þannig að landið komist út úr vítahring óhóflegra skulda og kreppu,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundinum, samkvæmt frásögn Reuters-fréttastofunnar. Janis Varúfakis, fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar, segir samkomulagið við ESB, Evrópska seðlabankann og AGS hafa verið „eitruð mistök“, en stjórnin sé staðráðin í að breyta því hvernig tekist er á við kreppuna. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur og hlaut 149 þingsæti á 300 manna þjóðþingi Grikklands. Strax daginn eftir tókst Tsipras að semja um stjórnarmyndun við lítinn flokk hægriþjóðernissinna. Ekki leið þó á löngu áður en Tsipras lenti upp á kant við ESB. Á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Brussel í gær var samþykkt yfirlýsing, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á harðnandi átökum í austanverðri Úkraínu. Öll aðildarríki ESB stóðu að yfirlýsingunni, nema Grikkland þar sem nýja stjórnin var ósátt. Afstöðu Grikkja má rekja til þess að Tsipras hyggst leita til Rússlands eftir stuðningi í komandi átökum við ESB, sem þó eiga að sögn Tsipras ekki að verða nein átök heldur samningaviðræður um gerbreytta skilmála.Minnir þjóðverja á fortíðina. Strax daginn eftir kosningasigurinn lagði Tsipras blóm á minnismerki um fórnarlömb þýskra nasista í Aþenu.fréttablaðið/AP
Grikkland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira