Þumall upp Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. janúar 2015 00:00 Þessi lítilfjörlegi pistill er skrifaður við óvenjulegar aðstæður. Þannig er mál með vexti að ég varð fyrir því óláni á föstudaginn að renna í hálku á leiðinni niður tröppur. Höfuð og skrokkur sluppu vel en það var á kostnað þumalfingurs á hægri hendi. Hann tókst mér að kremja undir þungum afturendanum á mér og sársaukinn var eins og ég ímynda mér að ég upplifði ef ég fæddi meðalstóran fílsunga. Núna er þumallinn fjólublár, tvöfaldur að stærð og kippist til í takt við hjartsláttinn. Og öll hægri höndin svo gott sem ónothæf. Þetta er kannski ekkert svo gott efni í pistil, núna þegar ég hugsa betur um það, en þar sem ég get eingöngu notað vinstri höndina tók það mig rúmar tíu mínútur að komast hingað. Þess vegna tími ég ekki að byrja upp á nýtt og held því áfram. Sjáum hvernig þetta endar. Það er nefnilega alveg magnað hvað þessi örlitla og tímabundna fötlun mín skerðir lífsgæði mín mikið. Ég fékk augngotur frá öllum við kassann í Bónus um helgina þegar ég lét kærustuna um að setja vörurnar upp á færibandið, setja þær allar í poka og bera svo alla pokana út nema einn. „Þvílík mannleysa,“ hugsuðu allir og veltu því fyrir sér hvað hún sæi eiginlega við þennan sjálfselska samfélagsdragbít. Þetta er ekki allt. Hún þarf að renna upp og hneppa öllu sem ég klæði mig í, elda matinn, vaska upp og hlusta á mig væla allan daginn yfir því hvað ég eigi bágt. Ég var meira að segja að spá í að fá hana til að skrifa pistilinn fyrir mig en ákvað að eiga frekar inni smá „goodwill“ þegar ég hætti loks að geta haldið í mér og þarf að biðja hana að skeina mig. Ekki vorkenna henni samt. Hún gleymdi bóndadeginum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun
Þessi lítilfjörlegi pistill er skrifaður við óvenjulegar aðstæður. Þannig er mál með vexti að ég varð fyrir því óláni á föstudaginn að renna í hálku á leiðinni niður tröppur. Höfuð og skrokkur sluppu vel en það var á kostnað þumalfingurs á hægri hendi. Hann tókst mér að kremja undir þungum afturendanum á mér og sársaukinn var eins og ég ímynda mér að ég upplifði ef ég fæddi meðalstóran fílsunga. Núna er þumallinn fjólublár, tvöfaldur að stærð og kippist til í takt við hjartsláttinn. Og öll hægri höndin svo gott sem ónothæf. Þetta er kannski ekkert svo gott efni í pistil, núna þegar ég hugsa betur um það, en þar sem ég get eingöngu notað vinstri höndina tók það mig rúmar tíu mínútur að komast hingað. Þess vegna tími ég ekki að byrja upp á nýtt og held því áfram. Sjáum hvernig þetta endar. Það er nefnilega alveg magnað hvað þessi örlitla og tímabundna fötlun mín skerðir lífsgæði mín mikið. Ég fékk augngotur frá öllum við kassann í Bónus um helgina þegar ég lét kærustuna um að setja vörurnar upp á færibandið, setja þær allar í poka og bera svo alla pokana út nema einn. „Þvílík mannleysa,“ hugsuðu allir og veltu því fyrir sér hvað hún sæi eiginlega við þennan sjálfselska samfélagsdragbít. Þetta er ekki allt. Hún þarf að renna upp og hneppa öllu sem ég klæði mig í, elda matinn, vaska upp og hlusta á mig væla allan daginn yfir því hvað ég eigi bágt. Ég var meira að segja að spá í að fá hana til að skrifa pistilinn fyrir mig en ákvað að eiga frekar inni smá „goodwill“ þegar ég hætti loks að geta haldið í mér og þarf að biðja hana að skeina mig. Ekki vorkenna henni samt. Hún gleymdi bóndadeginum.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun