Snorri Steinn: Ef allir sinna sínu þá fylgir liðið í kjölfarið Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 24. janúar 2015 06:00 Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins. Vísir/Eva Björk „Hver og einn þarf að taka til hjá sjálfum sér og mæta svo til leiks. Ég get ekki útskýrt þetta betur. Þetta snýst um karakter – að menn spili af lífi og sál og leggi hjartað að veði. Svo verðum við að sjá hverju það skilar okkur.“ Þetta segir Snorri Steinn Guðjónsson um undirbúning íslenska liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Snorri Steinn hefur eins og flestir aðrir átt misjafna daga á HM en afar ólíklegt er að nokkuð annað en sigur gegn Egyptum í dag dugi til að tryggja liðið áfram í 16-liða úrslit. Hann segir að liðið muni undirbúa sig eins og venjulega fyrir næsta andstæðing í keppninni en lítið annað sé hægt að gera nema að leyfa hverjum og einum að vinna í sínum málum sjálfur. „Það er erfitt að ætlast til þess að einhverjir fari að efla baráttuna í öðrum. Þannig horfir það að minnsta kosti við mér. Ef allir sinna sínu þá fylgir liðið í kjölfarið.“ Snorri Steinn segir enn fremur að það gefist ekki tími til að leita skýringa enda svo stutt á milli leikja. „Ég hef hugsað um orsakir þess hversu illa við spiluðum gegn Tékklandi en engar skýringar fundið. Ég á því miður engin góð svör fyrir þig og er jafn hissa og allir aðrir. Ef það væri vika í næsta leik þá væri hægt að velta þessu fyrir sér fram og til baka en það er ekki tími til þess.“ Aron Pálmarsson verður ekki með í dag eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Tékklandi í fyrradag. „Auðvitað vill maður hafa hann með en svona er bara staðan. Maður verður því að ýta því til hliðar. Arnór [Atlason] og Beggi [Sigurbergur Sveinsson] sjá bara um þetta og ég hef fulla trú á að þeir geri það vel,“ segir Snorri Steinn.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Hver og einn þarf að taka til hjá sjálfum sér og mæta svo til leiks. Ég get ekki útskýrt þetta betur. Þetta snýst um karakter – að menn spili af lífi og sál og leggi hjartað að veði. Svo verðum við að sjá hverju það skilar okkur.“ Þetta segir Snorri Steinn Guðjónsson um undirbúning íslenska liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Snorri Steinn hefur eins og flestir aðrir átt misjafna daga á HM en afar ólíklegt er að nokkuð annað en sigur gegn Egyptum í dag dugi til að tryggja liðið áfram í 16-liða úrslit. Hann segir að liðið muni undirbúa sig eins og venjulega fyrir næsta andstæðing í keppninni en lítið annað sé hægt að gera nema að leyfa hverjum og einum að vinna í sínum málum sjálfur. „Það er erfitt að ætlast til þess að einhverjir fari að efla baráttuna í öðrum. Þannig horfir það að minnsta kosti við mér. Ef allir sinna sínu þá fylgir liðið í kjölfarið.“ Snorri Steinn segir enn fremur að það gefist ekki tími til að leita skýringa enda svo stutt á milli leikja. „Ég hef hugsað um orsakir þess hversu illa við spiluðum gegn Tékklandi en engar skýringar fundið. Ég á því miður engin góð svör fyrir þig og er jafn hissa og allir aðrir. Ef það væri vika í næsta leik þá væri hægt að velta þessu fyrir sér fram og til baka en það er ekki tími til þess.“ Aron Pálmarsson verður ekki með í dag eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Tékklandi í fyrradag. „Auðvitað vill maður hafa hann með en svona er bara staðan. Maður verður því að ýta því til hliðar. Arnór [Atlason] og Beggi [Sigurbergur Sveinsson] sjá bara um þetta og ég hef fulla trú á að þeir geri það vel,“ segir Snorri Steinn.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni