Aron Pálmarsson hefur komið að flestum mörkum af öllum leikmönnum heimsmeistaramótsins í Katar eftir þrjár fyrstu umferðirnar samkvæmt tölfræði mótshaldara.
Aron er í þrettánda sæti yfir flest mörk (16) og í öðru sæti yfir flestar stoðsendingar (17) en enginn hefur átt þátt í fleiri mörkum, mörk+stoðsendingar (33). Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum en hann hefur gefið einni fleiri en Aron.
Aron hefur eitt mark í forskot á Makedóníumanninn Kiril Lazarov (22+10) þegar kemur að því að eiga þátt í flestum mörkum en Mikkel Hansen (11+18) er þar í þriðja sæti fjórum mörkum á eftir Aroni.
Með Hansen í þriðja sætinu eru Nikola Karabatic frá Frakklandi, Zarko Markovic frá Katar og Steffen Weinhold frá Þýskalandi.
Aron hefur átt þátt í flestum mörkum allra á HM

Tengdar fréttir

Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni
Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi.

Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka
Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu.

Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi
Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi.

Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik
Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld.

Snorri Steinn: Við vorum flottir
Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn því franska í Doha í kvöld.

Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur
Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi.

Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið
Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna.

Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera
Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld.