Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2015 06:45 Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson mætast með stórlið Danmerkur og Þýskalands í Katar í dag. vísir/Eva Björk Þó svo að sjaldan hafi verið fleiri fulltrúar íslenskra fjölmiðla á stórmóti í handbolta fölnar það í samanburði við þann gríðarlega fjölda fjölmiðlafólks frá Þýskalandi og Danmörku sem hér eru til að fjalla um sín lið á HM í handbolta. Til marks um það voru landsliðsþjálfararnir Guðmundur Guðmundsson (Danmörku) og Dagur Sigurðsson (Þýskalandi) í viðtölum við tugi fjölmiðla eftir blaðamannafundi sína á Hilton-hótelinu í Doha á fjölda tungumála – þýsku, dönsku, ensku og vitanlega íslensku. „Þetta verður sérstök stund fyrir mig,“ sagði Guðmundur við dönsku pressuna á sínum blaðamannafundi. „Ég hef þjálfað marga leikmenn í liði Þjóðverja og þjálfarann þeirra líka,“ sagði hann og uppskar hann hlátur viðstaddra en Dagur var landsliðsfyrirliði þegar Guðmundur þjálfaði íslenska liðið í fyrra skiptið á sínum ferli. Óhætt er að fullyrða að þetta verður risastór stund í sögu íslensks handbolta og íslenskra íþrótta. Danmörk og Þýskaland eru risaveldi í handboltanum á alþjóðavettvangi og þjálfararnir höfðu báðir orð á því hversu skemmtilegt þetta væri.Ákveðinn sirkus í kringum þetta „Það er mjög skrýtið að tveir íslenskir þjálfarar skuli mætast með tvær svona þjóðir. Eins og þú sérð þá er ákveðinn sirkus í kringum það,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í miðri mannmergð blaðamanna á Hilton-hótelinu í gær. Guðmundur sakaði Dag um sálfræðihernað þegar sá síðarnefndi lét hafa eftir sér að Danir væru með sterkari leikmenn í öllum stöðum vallarins. „Ég hlusta nú ekki á svona lagað. Ummælin dæma sig sjálf,“ sagði Guðmundur við íslenska fjölmiðla og brosti. „Þetta er ekkert sálfræðistríð,“ sagði Dagur þegar þetta var hermt upp á hann. „Honum finnst óþægilegt þegar hinn aðilinn setur sig í hlutverk lítilmagnans og ég geri það bara til að stríða honum. En ef Danir vilja gefa okkur helmingsmöguleika á sigri þá tek ég því alveg.“ Guðmundur segir að góð byrjun Þýskalands á HM í handbolta sýni hvað það búi mikið í liðinu. Danir hafa hins vegar mætt veikari andstæðingum og hikstuðu óvænt í fyrsta leik gegn Argentínu. „Það er ekkert endilega betra að byrja svona mót á leikjum gegn slakari liðunum. Okkur finnst að þetta sé loksins að byrja af fullri alvöru og við erum því fullir tilhlökkunar. Það er góð tilfinning,“ segir Guðmundur.Snýst ekki um þjálfarana Dagur og Guðmundur hafa margoft mæst áður sem þjálfarar. Einna fyrst í afar eftirminnilegum leik á EM 2010 þar sem Austurríki vann upp þriggja marka forystu Íslands á síðustu 55 sekúndum leiksins í riðlakeppni mótsins. Bæði lið náðu frábærum árangri á mótinu – Ísland undir stjórn Guðmundar vann brons og Austurríki, sem var að spila á sínu fyrsta stórmóti í næstum tvo áratugi, varð í níunda sæti. „Það var mjög sérstakur leikur. Þá vorum við í austurríska liðinu á heimavelli og allt í kringum það var mjög sérstakt og skemmtilegt,“ rifjar Dagur upp en þeir mættust einnig oft sem þjálfarar þýsku úrvalsdeildarliðanna Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin. Guðmundur viðurkennir að fyrri viðureignir hans gegn Degi hafi sitt að segja. „Það gæti haft áhrif hversu vel við þekkjumst. Ég játa að maður hefur kíkt á gamla leiki og skoðað hvað hann gerði okkur og hvernig,“ segir hann. „Það er kannski rómantískt að segja að þetta snúist bara um okkur þjálfarana,“ bætir Dagur við. „En líklegast mun leikurinn klárast bara inn á vellinum, frekar en að þjálfarnir muni hafa meiriháttar áhrif á útkomuna.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 HM-Handvarpið: Íslenskur úrslitaleikur í Katar? Hlustaðu á annan þátt hlaðvarps Vísis um heimsmeistaramótið í handbolta. 19. janúar 2015 14:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Þó svo að sjaldan hafi verið fleiri fulltrúar íslenskra fjölmiðla á stórmóti í handbolta fölnar það í samanburði við þann gríðarlega fjölda fjölmiðlafólks frá Þýskalandi og Danmörku sem hér eru til að fjalla um sín lið á HM í handbolta. Til marks um það voru landsliðsþjálfararnir Guðmundur Guðmundsson (Danmörku) og Dagur Sigurðsson (Þýskalandi) í viðtölum við tugi fjölmiðla eftir blaðamannafundi sína á Hilton-hótelinu í Doha á fjölda tungumála – þýsku, dönsku, ensku og vitanlega íslensku. „Þetta verður sérstök stund fyrir mig,“ sagði Guðmundur við dönsku pressuna á sínum blaðamannafundi. „Ég hef þjálfað marga leikmenn í liði Þjóðverja og þjálfarann þeirra líka,“ sagði hann og uppskar hann hlátur viðstaddra en Dagur var landsliðsfyrirliði þegar Guðmundur þjálfaði íslenska liðið í fyrra skiptið á sínum ferli. Óhætt er að fullyrða að þetta verður risastór stund í sögu íslensks handbolta og íslenskra íþrótta. Danmörk og Þýskaland eru risaveldi í handboltanum á alþjóðavettvangi og þjálfararnir höfðu báðir orð á því hversu skemmtilegt þetta væri.Ákveðinn sirkus í kringum þetta „Það er mjög skrýtið að tveir íslenskir þjálfarar skuli mætast með tvær svona þjóðir. Eins og þú sérð þá er ákveðinn sirkus í kringum það,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í miðri mannmergð blaðamanna á Hilton-hótelinu í gær. Guðmundur sakaði Dag um sálfræðihernað þegar sá síðarnefndi lét hafa eftir sér að Danir væru með sterkari leikmenn í öllum stöðum vallarins. „Ég hlusta nú ekki á svona lagað. Ummælin dæma sig sjálf,“ sagði Guðmundur við íslenska fjölmiðla og brosti. „Þetta er ekkert sálfræðistríð,“ sagði Dagur þegar þetta var hermt upp á hann. „Honum finnst óþægilegt þegar hinn aðilinn setur sig í hlutverk lítilmagnans og ég geri það bara til að stríða honum. En ef Danir vilja gefa okkur helmingsmöguleika á sigri þá tek ég því alveg.“ Guðmundur segir að góð byrjun Þýskalands á HM í handbolta sýni hvað það búi mikið í liðinu. Danir hafa hins vegar mætt veikari andstæðingum og hikstuðu óvænt í fyrsta leik gegn Argentínu. „Það er ekkert endilega betra að byrja svona mót á leikjum gegn slakari liðunum. Okkur finnst að þetta sé loksins að byrja af fullri alvöru og við erum því fullir tilhlökkunar. Það er góð tilfinning,“ segir Guðmundur.Snýst ekki um þjálfarana Dagur og Guðmundur hafa margoft mæst áður sem þjálfarar. Einna fyrst í afar eftirminnilegum leik á EM 2010 þar sem Austurríki vann upp þriggja marka forystu Íslands á síðustu 55 sekúndum leiksins í riðlakeppni mótsins. Bæði lið náðu frábærum árangri á mótinu – Ísland undir stjórn Guðmundar vann brons og Austurríki, sem var að spila á sínu fyrsta stórmóti í næstum tvo áratugi, varð í níunda sæti. „Það var mjög sérstakur leikur. Þá vorum við í austurríska liðinu á heimavelli og allt í kringum það var mjög sérstakt og skemmtilegt,“ rifjar Dagur upp en þeir mættust einnig oft sem þjálfarar þýsku úrvalsdeildarliðanna Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin. Guðmundur viðurkennir að fyrri viðureignir hans gegn Degi hafi sitt að segja. „Það gæti haft áhrif hversu vel við þekkjumst. Ég játa að maður hefur kíkt á gamla leiki og skoðað hvað hann gerði okkur og hvernig,“ segir hann. „Það er kannski rómantískt að segja að þetta snúist bara um okkur þjálfarana,“ bætir Dagur við. „En líklegast mun leikurinn klárast bara inn á vellinum, frekar en að þjálfarnir muni hafa meiriháttar áhrif á útkomuna.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 HM-Handvarpið: Íslenskur úrslitaleikur í Katar? Hlustaðu á annan þátt hlaðvarps Vísis um heimsmeistaramótið í handbolta. 19. janúar 2015 14:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15
HM-Handvarpið: Íslenskur úrslitaleikur í Katar? Hlustaðu á annan þátt hlaðvarps Vísis um heimsmeistaramótið í handbolta. 19. janúar 2015 14:00