Fengu 48 tíma til að gera verk um Charlie Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 15. janúar 2015 12:30 Viktoría Blöndal Vísir/Stefán „Þau héldu að það myndi enginn þora að taka þetta efni, en við tókum bara sénsinn og fórum með það alla leið,“ segir Viktoría Blöndal nemi í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Hún og einn annar nemi í sömu deild héldu til Noregs í síðustu viku þar sem þau tóku þátt í 48 klukkutíma leikhúsfestivali, þar sem þau völdu sér viðfangsefnið „Je suis Charlie“ sem Viktoría leikstýrði. „Það voru nokkur tilbúin efni sem við máttum velja úr og við tókum þetta. Það var merkilegt að vinna þetta, ekki viku eftir að hryðjuverkin áttu sér stað og að auki að vinna þetta í Noregi eftir Breivik-málið,“ segir Viktoría. Með henni í hóp voru nokkrir Norðmenn, ásamt fleirum frá Skandinavíu, og segir hún að í undirbúningnum hafi vaknað upp minningar frá ástandinu sem ríkti í Noregi 2010 og þau hafi tengt þetta mikið saman. „Við reyndum að gera þetta eins fallega og við gátum og af 100 prósent virðingu við þetta fólk. Þegar þú deyrð með blýantinn við hönd og segist ekki ætla að gefast upp, ætlar þú þá ekki að segja neitt?“ segir hún. Hópurinn vakti mikla athygli úti og segir blaðamaður í dómi sínum á fréttavefnum sa.no að sig hafi langað til að kasta upp, gráta og fengið gæsahúð á sama tíma, svo magnað hafi verkið verið. Charlie Hebdo Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
„Þau héldu að það myndi enginn þora að taka þetta efni, en við tókum bara sénsinn og fórum með það alla leið,“ segir Viktoría Blöndal nemi í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Hún og einn annar nemi í sömu deild héldu til Noregs í síðustu viku þar sem þau tóku þátt í 48 klukkutíma leikhúsfestivali, þar sem þau völdu sér viðfangsefnið „Je suis Charlie“ sem Viktoría leikstýrði. „Það voru nokkur tilbúin efni sem við máttum velja úr og við tókum þetta. Það var merkilegt að vinna þetta, ekki viku eftir að hryðjuverkin áttu sér stað og að auki að vinna þetta í Noregi eftir Breivik-málið,“ segir Viktoría. Með henni í hóp voru nokkrir Norðmenn, ásamt fleirum frá Skandinavíu, og segir hún að í undirbúningnum hafi vaknað upp minningar frá ástandinu sem ríkti í Noregi 2010 og þau hafi tengt þetta mikið saman. „Við reyndum að gera þetta eins fallega og við gátum og af 100 prósent virðingu við þetta fólk. Þegar þú deyrð með blýantinn við hönd og segist ekki ætla að gefast upp, ætlar þú þá ekki að segja neitt?“ segir hún. Hópurinn vakti mikla athygli úti og segir blaðamaður í dómi sínum á fréttavefnum sa.no að sig hafi langað til að kasta upp, gráta og fengið gæsahúð á sama tíma, svo magnað hafi verkið verið.
Charlie Hebdo Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira