Handbolti

Framtíðarlandsliðsmenn í þessum hópi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk gegn Eistlandi í gær.
Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk gegn Eistlandi í gær. fréttablaðið/vilhelm
Ísland náði ekki að láta draum sinn rætast um að keppa á lokamóti HM U-21 liða sem fer fram í Brasilíu í sumar. Strákarnir í íslenska liðinu urðu í öðrum sæti í sínum riðli í undankeppninni en allir leikirnir fóru fram í íþróttahúsinu í Strandgötu í Hafnarfirði um helgina.

Noregur vann riðilinn með nokkrum yfirburðum en Gunnar Magnússon, annar þjálfara íslenska liðsins, segir norska liðið ógnarsterkt. „Við vissum að það yrði á brattann að sækja gegn þessu norska liði sem ég tel að muni berjast um verðlaunasæti á HM. Í raun var það fimmtán mínútna kafli í fyrri hálfleik gegn Noregi sem fór með okkar möguleika á HM-sæti. Það er svekkjandi og situr í manni,“ segir Gunnar, en Ísland vann sína leiki gegn Litháen og Eistlandi.

Gunnar lofaði frammistöðu strákanna og dugnað en fyrir helgi var mikið fjallað um að þeir hefðu tekið þátt í að fjármagna uppihald hinna liðanna hér á landi. „Þeir hafa aldrei kvartað neitt, æfðu vel og lögðu mikið á sig. Þeir hafa tileinkað sér gott viðhorf sem mun nýtast þeim vel í framtíðinni, ekki síst þeim sem gerast atvinnumenn,“ segir Gunnar, sem mun nú halda til Katar þar sem hann er aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar í A-landsliðinu.


Tengdar fréttir

Íslenska U21 liðð lauk leik með sigri

Íslenska U21 árs landsliðið í handbolta lagði Eistland 31-28 í síðasta leik sínum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar sem fram fer í Brasilíu í sumar. Ísland varð í öðru sæti í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×