Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Haraldur Guðmundsson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda Sam-félagsins ehf., sem á og rekur Sambíóin og Samfilm. Vísir/Stefán Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda Sam-félagsins ehf., segir viðræður fyrirtækisins við Netflix vera á lokastigi. Hann er fullviss um að bandaríska afþreyingarfyrirtækið eigi eftir að opna fyrir efnisveitu sína hér á landi á næstunni. „Netflix hefur verið í sambandi við okkur og við höfum fundað með þeim. Þeir eru spenntir fyrir því að gera samning við okkur en það er ekki búið að ganga endanlega frá honum en það er langt komið,“ segir Árni. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í haust. Þær snúast meðal annars um möguleg kaup Netflix á sýningarrétti Sam-félagsins á myndefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Þar er meðal annars um að ræða kvikmyndir frá bandarísku framleiðslufyrirtækjunum Summit Entertainment og Filmnation Entertainment. „Við eigum gífurlegt magn af efni hérna til að selja þeim og eigum langmest af því efni sem er á markaði hér á Íslandi sem þeir vilja fá. Ég get fullvissað þig um það að þeir eru á leiðinni hingað til Íslands og ætla að vera með löglega afgreiðslu á sínum vörum hérna. Það er alveg á hreinu að það skeður og það verður sjálfsagt ekkert langt í það,“ segir Árni og heldur áfram: „En þegar svona réttir eru seldir eins og Netflix vill kaupa af okkur þá kemur það ekki í veg fyrir að við getum selt það öðrum sem vilja koma hingað.“ Netflix á einnig í viðræðum við kvikmyndafyrirtækin Senu og Myndform, eins og komið hefur fram. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, á von á því að niðurstaða liggi fyrir á næstu vikum. „Viðræður okkar eru enn í gangi en þetta snýst um kvikmyndir frá sjálfstæðum framleiðendum sem Sena hefur keypt rétt á hér á landi,“ segir Björn og nefnir sem dæmi myndir verðlaunaleikstjórans Quentins Tarantino. „Svo er þarna um að ræða mikið af barnaefni sem er hluti af þessu efni sem við eigum frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Björn. Myndform hefur átt í viðræðum við Netflix síðan í ágúst. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir Netflix hafa sérstakan áhuga á barnaefni sem Myndform kaupir meðal annars frá sænska dreifingarfyrirtækinu Svensk Filmindustri. „Það eru viðræður í gangi en það er enn talsvert í land enda eru þetta flóknar viðræður. Við vorum fyrsta fyrirtækið sem Netflix talaði við en við erum langstærstir í barnaefni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Gunnar. Netflix Tengdar fréttir Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda Sam-félagsins ehf., segir viðræður fyrirtækisins við Netflix vera á lokastigi. Hann er fullviss um að bandaríska afþreyingarfyrirtækið eigi eftir að opna fyrir efnisveitu sína hér á landi á næstunni. „Netflix hefur verið í sambandi við okkur og við höfum fundað með þeim. Þeir eru spenntir fyrir því að gera samning við okkur en það er ekki búið að ganga endanlega frá honum en það er langt komið,“ segir Árni. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í haust. Þær snúast meðal annars um möguleg kaup Netflix á sýningarrétti Sam-félagsins á myndefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Þar er meðal annars um að ræða kvikmyndir frá bandarísku framleiðslufyrirtækjunum Summit Entertainment og Filmnation Entertainment. „Við eigum gífurlegt magn af efni hérna til að selja þeim og eigum langmest af því efni sem er á markaði hér á Íslandi sem þeir vilja fá. Ég get fullvissað þig um það að þeir eru á leiðinni hingað til Íslands og ætla að vera með löglega afgreiðslu á sínum vörum hérna. Það er alveg á hreinu að það skeður og það verður sjálfsagt ekkert langt í það,“ segir Árni og heldur áfram: „En þegar svona réttir eru seldir eins og Netflix vill kaupa af okkur þá kemur það ekki í veg fyrir að við getum selt það öðrum sem vilja koma hingað.“ Netflix á einnig í viðræðum við kvikmyndafyrirtækin Senu og Myndform, eins og komið hefur fram. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, á von á því að niðurstaða liggi fyrir á næstu vikum. „Viðræður okkar eru enn í gangi en þetta snýst um kvikmyndir frá sjálfstæðum framleiðendum sem Sena hefur keypt rétt á hér á landi,“ segir Björn og nefnir sem dæmi myndir verðlaunaleikstjórans Quentins Tarantino. „Svo er þarna um að ræða mikið af barnaefni sem er hluti af þessu efni sem við eigum frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Björn. Myndform hefur átt í viðræðum við Netflix síðan í ágúst. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir Netflix hafa sérstakan áhuga á barnaefni sem Myndform kaupir meðal annars frá sænska dreifingarfyrirtækinu Svensk Filmindustri. „Það eru viðræður í gangi en það er enn talsvert í land enda eru þetta flóknar viðræður. Við vorum fyrsta fyrirtækið sem Netflix talaði við en við erum langstærstir í barnaefni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Gunnar.
Netflix Tengdar fréttir Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00
Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39