Bolt betri en Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2015 12:45 Usain Bolt og Serena Williams. Vísir/Getty Spretthlauparinn Usain Bolt og tenniskonan Serena Williams voru kosin íþróttafólk ársins af Alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna en valið var opinberað í gær. Íþróttafréttamenn frá 91 landi tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en auk þess að velja besta íþróttafólkið þá var Barcelona kosið besta lið ársins 2015. Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking en hann vann bæði 100 og 200 metra hlaupið auk þess að hjálpa boðhlaupssveit Jamaíku að vinna 4 x 100 metra boðhlaupið. Usain Bolt hafði betur í baráttu við serbneska tenniskappann Novak Djokovic og argentínska knattspyrnumanninn Lionel Messi. Bolt fékk 804 atkvæði eða 27,74 prósent atkvæða, Djokovic var með 26,71 prósent atkvæða og Messi fékk 13,11 prósent atkvæða. Serena Williams átti frábært ár en hún vann þrjú risamót, opna ástralska, opna franska og Wimbledon-mótið, og hefur þar með unnið 21 risamót á ferlinum. Williams hafði betur gegn eþíópíska millivegahlauparanum Genzebe Dibaba og hollenska spretthlauparanum Dafne Schippers sem komu í næstu sætum. Serena Williams fékk 664 atkvæði eða 24,19 prósent atkvæða, Dibaba var með 13,19 prósent atkvæða og Schippers fékk 10,31 prósent atkvæða. Barcelona fékk 30,2 prósent atkvæða sem besta lið ársins en í næstu sætum komu heimsmeistarar Nýja Sjálands í rugbý (18,02 prósent) og NBA-körfuboltalið Golden State Warriors (10,61 prósent). Fótbolti Frjálsar íþróttir Íþróttir NBA Tennis Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigu Abramovich Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Spretthlauparinn Usain Bolt og tenniskonan Serena Williams voru kosin íþróttafólk ársins af Alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna en valið var opinberað í gær. Íþróttafréttamenn frá 91 landi tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en auk þess að velja besta íþróttafólkið þá var Barcelona kosið besta lið ársins 2015. Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking en hann vann bæði 100 og 200 metra hlaupið auk þess að hjálpa boðhlaupssveit Jamaíku að vinna 4 x 100 metra boðhlaupið. Usain Bolt hafði betur í baráttu við serbneska tenniskappann Novak Djokovic og argentínska knattspyrnumanninn Lionel Messi. Bolt fékk 804 atkvæði eða 27,74 prósent atkvæða, Djokovic var með 26,71 prósent atkvæða og Messi fékk 13,11 prósent atkvæða. Serena Williams átti frábært ár en hún vann þrjú risamót, opna ástralska, opna franska og Wimbledon-mótið, og hefur þar með unnið 21 risamót á ferlinum. Williams hafði betur gegn eþíópíska millivegahlauparanum Genzebe Dibaba og hollenska spretthlauparanum Dafne Schippers sem komu í næstu sætum. Serena Williams fékk 664 atkvæði eða 24,19 prósent atkvæða, Dibaba var með 13,19 prósent atkvæða og Schippers fékk 10,31 prósent atkvæða. Barcelona fékk 30,2 prósent atkvæða sem besta lið ársins en í næstu sætum komu heimsmeistarar Nýja Sjálands í rugbý (18,02 prósent) og NBA-körfuboltalið Golden State Warriors (10,61 prósent).
Fótbolti Frjálsar íþróttir Íþróttir NBA Tennis Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigu Abramovich Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira