Sjúkraflug í hæsta forgangi treysti á neyðarbrautina Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2015 19:00 Sjúklingurinn fluttur frá borði á Reykjavíkurflugvelli. Stöð 2/Einar Árnason. Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. Umdeild flugbraut Reykjavíkurflugvallar var sú eina sem hægt var að lenda á. Sjúkrabíll var að aka frá Landspítalanum þegar flugvél Mýflugs birtist úr sortanum í aðflugi um eittleytið. Viðvörun hafði verið gefin út frá Veðurstofu um mikla ókyrrð í lofti og aflýsti Flugfélag Íslands öllu innanlandsflugi sínu í dag og Flugfélagið Ernir fyrri hluta dags. Í Reykjavík var suðvestanátt á þessum tíma og svo hvöss að aðeins ein flugbraut var fær til lendingar, að sögn flugstjórans, - brautin sem borgarstjórn Reykjavíkur krefur innanríkisráðherra um að verði lokað til að unnt sé að hefja byggingarframkvæmdir við brautarendann.Sjúkraflugvélin að lenda á braut 24 í hvassviðrinu í dag. Fyrir neðan er fyrirhugað byggingarsvæði á Hlíðarendareit.Stöð 2/Einar Árnason.„Það var fært að lenda vegna þess að við höfðum braut sem lá við vindstefnunni. Það er þessi fræga neyðarbraut,“ sagði Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi, í viðtali við Stöð 2 eftir lendingu. „Hinar brautirnar tvær voru út fyrir mörk hjá okkur og við hefðum ekki lent án þess að hafa þessa neyðarbraut.“ Sjúklingurinn var karlmaður sem hlotið hafði alvarlega höfuðáverka í slysi í heimahúsi á Akureyri og þótti brýnt að flytja hann á Landspítalann í Reykjavík. „Þetta er hæsti forgangur hjá okkur, höfuðmeiðsl,“ sagði Þorkell.Þorkell Ásgeir Jóhannsson var flugstjóri í sjúkrafluginu í dag.Stöð 2/Einar Árnason.En ef þessi flugbraut hefði ekki verið tiltæk, hvað hefði þá verið unnt að gera? Þorkell nefnir að þá hefði hugsanlega verið hægt að fá þyrlu úr Reykjavík til að sækja sjúklinginn. „Og verið þrefalt lengur að klára þetta útkall.“ Hann segir að þyrla hefði hugsanlega þurft að fljúga með ströndinni að hluta og út fyrir Tröllaskaga. „Annað sem er slæmt fyrir sjúkling með höfuðmeiðsli er að þurfa að fljúga án jafnþrýstibúnaðar í farþegaklefa. Þyrlan hefur það ekki,“ sagði Þorkell. Sjúkraflug Mýflugs frá Akureyri til Reykjavíkur tók um 45 mínútur, þrátt fyrir sterkan mótvind. Ókyrrðin náði upp í ellefu þúsund feta hæð. Þorkell segir að þeir hafi að mestu sloppið við hana með því að fljúga lengst af vel yfir þeirri hæð. Þá hafi þeir komið hátt inn á aðflugspunkt við Akranes og hringað sig niður yfir flóanum, fjarri fjöllum, til að forðast ókyrrðina.Sjúkrabíll flutti hinn slasaða frá Reykjavíkurflugvelli á Landspítalann.Stöð 2/Einar Árnason. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Flugvallarskipulag fellt úr gildi vegna formgalla Deiliskipulag sem fól í sér brotthvarf þriðju flugbrautar Reykjavíkurflugvallar hefur verið fellt úr gildi. 17. desember 2015 19:00 Flugbraut 24 tók við níu flugvélum í dag Reykjavíkurflugvöllur gegndi óvenju fjölskrúðugu hlutverki í dag, þegar hvöss suðvestanátt með dimmum éljum gerði ólendandi í Keflavík um tíma. 8. mars 2015 21:49 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll auglýst Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkt í morgun nýtt deiliskipulag sem fer í auglýsingu innan tíðar. 23. desember 2015 13:57 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. Umdeild flugbraut Reykjavíkurflugvallar var sú eina sem hægt var að lenda á. Sjúkrabíll var að aka frá Landspítalanum þegar flugvél Mýflugs birtist úr sortanum í aðflugi um eittleytið. Viðvörun hafði verið gefin út frá Veðurstofu um mikla ókyrrð í lofti og aflýsti Flugfélag Íslands öllu innanlandsflugi sínu í dag og Flugfélagið Ernir fyrri hluta dags. Í Reykjavík var suðvestanátt á þessum tíma og svo hvöss að aðeins ein flugbraut var fær til lendingar, að sögn flugstjórans, - brautin sem borgarstjórn Reykjavíkur krefur innanríkisráðherra um að verði lokað til að unnt sé að hefja byggingarframkvæmdir við brautarendann.Sjúkraflugvélin að lenda á braut 24 í hvassviðrinu í dag. Fyrir neðan er fyrirhugað byggingarsvæði á Hlíðarendareit.Stöð 2/Einar Árnason.„Það var fært að lenda vegna þess að við höfðum braut sem lá við vindstefnunni. Það er þessi fræga neyðarbraut,“ sagði Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi, í viðtali við Stöð 2 eftir lendingu. „Hinar brautirnar tvær voru út fyrir mörk hjá okkur og við hefðum ekki lent án þess að hafa þessa neyðarbraut.“ Sjúklingurinn var karlmaður sem hlotið hafði alvarlega höfuðáverka í slysi í heimahúsi á Akureyri og þótti brýnt að flytja hann á Landspítalann í Reykjavík. „Þetta er hæsti forgangur hjá okkur, höfuðmeiðsl,“ sagði Þorkell.Þorkell Ásgeir Jóhannsson var flugstjóri í sjúkrafluginu í dag.Stöð 2/Einar Árnason.En ef þessi flugbraut hefði ekki verið tiltæk, hvað hefði þá verið unnt að gera? Þorkell nefnir að þá hefði hugsanlega verið hægt að fá þyrlu úr Reykjavík til að sækja sjúklinginn. „Og verið þrefalt lengur að klára þetta útkall.“ Hann segir að þyrla hefði hugsanlega þurft að fljúga með ströndinni að hluta og út fyrir Tröllaskaga. „Annað sem er slæmt fyrir sjúkling með höfuðmeiðsli er að þurfa að fljúga án jafnþrýstibúnaðar í farþegaklefa. Þyrlan hefur það ekki,“ sagði Þorkell. Sjúkraflug Mýflugs frá Akureyri til Reykjavíkur tók um 45 mínútur, þrátt fyrir sterkan mótvind. Ókyrrðin náði upp í ellefu þúsund feta hæð. Þorkell segir að þeir hafi að mestu sloppið við hana með því að fljúga lengst af vel yfir þeirri hæð. Þá hafi þeir komið hátt inn á aðflugspunkt við Akranes og hringað sig niður yfir flóanum, fjarri fjöllum, til að forðast ókyrrðina.Sjúkrabíll flutti hinn slasaða frá Reykjavíkurflugvelli á Landspítalann.Stöð 2/Einar Árnason.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Flugvallarskipulag fellt úr gildi vegna formgalla Deiliskipulag sem fól í sér brotthvarf þriðju flugbrautar Reykjavíkurflugvallar hefur verið fellt úr gildi. 17. desember 2015 19:00 Flugbraut 24 tók við níu flugvélum í dag Reykjavíkurflugvöllur gegndi óvenju fjölskrúðugu hlutverki í dag, þegar hvöss suðvestanátt með dimmum éljum gerði ólendandi í Keflavík um tíma. 8. mars 2015 21:49 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll auglýst Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkt í morgun nýtt deiliskipulag sem fer í auglýsingu innan tíðar. 23. desember 2015 13:57 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36
Flugvallarskipulag fellt úr gildi vegna formgalla Deiliskipulag sem fól í sér brotthvarf þriðju flugbrautar Reykjavíkurflugvallar hefur verið fellt úr gildi. 17. desember 2015 19:00
Flugbraut 24 tók við níu flugvélum í dag Reykjavíkurflugvöllur gegndi óvenju fjölskrúðugu hlutverki í dag, þegar hvöss suðvestanátt með dimmum éljum gerði ólendandi í Keflavík um tíma. 8. mars 2015 21:49
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00
Nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll auglýst Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkt í morgun nýtt deiliskipulag sem fer í auglýsingu innan tíðar. 23. desember 2015 13:57
Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29
Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47