Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2015 15:12 Þorvaldur Lúðvík var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Stím-málinu í dag, segir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Auk hans fékk Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, fimm ára dóm og Jóhannes Baldursson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, hlaut tveggja ára dóm. Þorvaldur Lúðvík var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hans dómur var lesinn síðastur og var öllum sem staddir voru í salnum ljóst að honum var brugðið við dóminn. Hann gaf ekki kost á viðtali eftir dómsuppsögu en hefur nú tjáð sig á Facebook. Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, þar sem Þorvaldur gegndi stöðu framkvæmdastjóra, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Þorvald Lúðvík í kjölfar dómsins en hann telur sjálfur að niðurstaðan sé ekki í samræmi við málavexti og gögn málsins. „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis,“ segir Þorvaldur Lúðvík. „Málinu verður áfrýjað af minni hálfu.“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, segir í samtali við fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um áfrýjun. Fastlega má þó búast við því að Lárus og Jóhannes áfrýi dómum sínum til Hæstaréttar sé litið til fyrri dóma sem fallið hafa í héraði í hrunmálum. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Stím-málinu í dag, segir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Auk hans fékk Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, fimm ára dóm og Jóhannes Baldursson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, hlaut tveggja ára dóm. Þorvaldur Lúðvík var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hans dómur var lesinn síðastur og var öllum sem staddir voru í salnum ljóst að honum var brugðið við dóminn. Hann gaf ekki kost á viðtali eftir dómsuppsögu en hefur nú tjáð sig á Facebook. Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, þar sem Þorvaldur gegndi stöðu framkvæmdastjóra, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Þorvald Lúðvík í kjölfar dómsins en hann telur sjálfur að niðurstaðan sé ekki í samræmi við málavexti og gögn málsins. „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis,“ segir Þorvaldur Lúðvík. „Málinu verður áfrýjað af minni hálfu.“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, segir í samtali við fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um áfrýjun. Fastlega má þó búast við því að Lárus og Jóhannes áfrýi dómum sínum til Hæstaréttar sé litið til fyrri dóma sem fallið hafa í héraði í hrunmálum.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20