Erlent

Írakski herinn sækir að Ramadi

Samúel Karl Ólason skrifar
Herinn hefur unnið að því að umkringja Ramada á undanförnum mánuðum.
Herinn hefur unnið að því að umkringja Ramada á undanförnum mánuðum. Vísir/EPA
Írakski herinn hefur hafið árás sína á borgina Ramadi sem hefur verið haldi vígmanna Íslamska ríkisins frá því í maí. Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar stjórnvöldum í Bagdad taka þátt í aðgerðunum sem studdar eru af loftárásum Bandaríkjanna og fleiri ríkja.

Yfirlit yfir ástandið í og við Ramadi.Vísir/GraphicNews
Herinn dreifði á sunnudaginn miðum yfir borgina þar sem íbúar borgarinnar voru hvattir til að yfirgefa hana. Fregnir bárust af því að vígamenn hefðu komið í veg fyrir að íbúar gætu yfirgefið borgina og vildu þeir nota fólkið sem hlífðarskildi.

Fall borgarinnar í maí þótti mikil niðurlæging fyrir írakska herinn, en talið er að um tvö hundruð vígamenn hafi tekið borgina af um tíu sinnum fleiri hermönnum.

Hermennirnir eru sagðir þurfa að ganga frá sprengjum og gildrum, en þeir eru nú á leið að miðju borgarinnar.


Tengdar fréttir

ISIS-liðar halda fólki í Ramadi

Íraski herinn dreifði miðum um borgina í gær, þar sem íbúar voru beðnir um að yfirgefa borgina á 72 klukkustundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×