Drexler á lista Kobe yfir fimm bestu mótherjana á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2015 15:00 Clyde Drexler og Michael Jordan. Vísir/Getty Kobe Bryant er á sínu tuttugasta og síðasta tímabili í NBA-deildinni og bandarískir blaðamann sækja mikið í það að fá hann til að fara í gegnum ferillinn nú þegar frammistaða hans inn á vellinum er ekki mikið til að hrópa húrra fyrir. Kobe Bryant hefur mætt mörgum frábærum leikmönnum á öllum þessum tíma og blaðamaður á ESPN fékk hann til að velja fimm bestu leikmennina sem Kobe hefur mætt á ferlinum. Leikmenn sem komust ekki á listann eru menn eins og Karl Malone, John Stockton, Tim Duncan, Kevin Garnett Dwyane Wade eða Stephen Curry. Það er samt ekki mikið hægt að kvarta yfir lista Kobe. Michael Jordan er þarna að sjálfsögðu en líka LeBron James og Kevin Durant. Það kemur kannski smá á óvart að Hakeem Olajuwon er á listaum frekar en Shaquille O´Neal en Kobe og Shaq voru aldrei miklir félagar. Fimmta og síðasta nafnið er kannski það óvæntasta því Kobe valdi einnig Clyde Drexler. Ekki það að Clyde Drexler hafi ekki verið frábær leikmaður heldur frekar það að hann var orðinn 33 ára þegar Kobe Bryant kom inn í NBA og spilaði aðeins til ársins 1998. Jordan var svo sem ekkert ungur heldur en átti tvö mögnuð ár á meðan Kobe spilaði sín fyrstu tímabil í NBA-deildinni. Kobe sagði Baxter Holmes á ESPN að það væri mjög erfitt að velja bara fimm leikmenn frá árunum 1996 til 2015 sem segir sig nú sjálft.Top five players Kobe says he has faced: Olajuwon, MJ, Kevin Durant, LeBron James, Clyde Drexler. Adds that it's hard to pick just five.— Baxter Holmes (@BaxterHolmes) December 21, 2015 NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Sjá meira
Kobe Bryant er á sínu tuttugasta og síðasta tímabili í NBA-deildinni og bandarískir blaðamann sækja mikið í það að fá hann til að fara í gegnum ferillinn nú þegar frammistaða hans inn á vellinum er ekki mikið til að hrópa húrra fyrir. Kobe Bryant hefur mætt mörgum frábærum leikmönnum á öllum þessum tíma og blaðamaður á ESPN fékk hann til að velja fimm bestu leikmennina sem Kobe hefur mætt á ferlinum. Leikmenn sem komust ekki á listann eru menn eins og Karl Malone, John Stockton, Tim Duncan, Kevin Garnett Dwyane Wade eða Stephen Curry. Það er samt ekki mikið hægt að kvarta yfir lista Kobe. Michael Jordan er þarna að sjálfsögðu en líka LeBron James og Kevin Durant. Það kemur kannski smá á óvart að Hakeem Olajuwon er á listaum frekar en Shaquille O´Neal en Kobe og Shaq voru aldrei miklir félagar. Fimmta og síðasta nafnið er kannski það óvæntasta því Kobe valdi einnig Clyde Drexler. Ekki það að Clyde Drexler hafi ekki verið frábær leikmaður heldur frekar það að hann var orðinn 33 ára þegar Kobe Bryant kom inn í NBA og spilaði aðeins til ársins 1998. Jordan var svo sem ekkert ungur heldur en átti tvö mögnuð ár á meðan Kobe spilaði sín fyrstu tímabil í NBA-deildinni. Kobe sagði Baxter Holmes á ESPN að það væri mjög erfitt að velja bara fimm leikmenn frá árunum 1996 til 2015 sem segir sig nú sjálft.Top five players Kobe says he has faced: Olajuwon, MJ, Kevin Durant, LeBron James, Clyde Drexler. Adds that it's hard to pick just five.— Baxter Holmes (@BaxterHolmes) December 21, 2015
NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum