Stúlkan sem kanslarinn grætti fær að vera áfram í Þýskalandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2015 14:37 Merkel reynir að hughreysta Reem. vísir Reem Sahwil, fjórtán ára gömul palestínsk stúlka sem vísa átti frá Þýskalandi fyrr á þessu ári, hefur nú fengið áframhaldandi dvalarleyfi í landinu ásamt fjölskyldu sinni. Myndband af stúlkunni þar sem hún ræðir við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, fór eins og eldur í sinu um internetið í júlí síðastliðnum. Í myndbandinu brast Reem í grát fyrir framan Merkel eftir að kanslarinn tjáði henni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að stúlkunni og fjölskyldunni hennar yrði vísað frá Þýskalandi. Þá sagði Merkel jafnframt við Reem að Þýskaland gæti ekki tekið á móti flóttamönnum alls staðar að úr heiminum. Var Merkel harðlega gagnrýnd í heimalandinu í kjölfarið og vildu margir meina að hún hafi virkað köld og vandræðaleg þegar stúlkan fór að gráta. Nokkrum dögum síðar kom kanslarinn í viðtal í þýska sjónvarpinu og sagði að hún hefði viljað vera hreinskilin við stúlkuna. En nú hefur mál Reem fengið farsælan endi, að minnsta kosti í bili. Búist er við að meira en ein milljón flóttamanna komi til Þýskalands á árinu sem nú líður brátt undir lok en það er fjórfalt meiri fjöldi en kom til landsins í fyrra. Í árlegu jólaávarpi sínu hrósaði forseti Þýskalands, Joachim Gauck, öllum þeim sjálfboðaliðum í landinu sem aðstoðað hafa flóttamennina sem þangað hafa komið. Þá kallaði Gauck eftir opinskárri umræðu um hvernig bregðast megi við áframhaldandi straumi flóttafólks til landsins. Aðeins þannig væri hægt að finna langvarandi lausnir sem meirihlut þjóðarinnar væri hlynntur. Flóttamenn Tengdar fréttir „Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24 Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Reem Sahwil, fjórtán ára gömul palestínsk stúlka sem vísa átti frá Þýskalandi fyrr á þessu ári, hefur nú fengið áframhaldandi dvalarleyfi í landinu ásamt fjölskyldu sinni. Myndband af stúlkunni þar sem hún ræðir við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, fór eins og eldur í sinu um internetið í júlí síðastliðnum. Í myndbandinu brast Reem í grát fyrir framan Merkel eftir að kanslarinn tjáði henni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að stúlkunni og fjölskyldunni hennar yrði vísað frá Þýskalandi. Þá sagði Merkel jafnframt við Reem að Þýskaland gæti ekki tekið á móti flóttamönnum alls staðar að úr heiminum. Var Merkel harðlega gagnrýnd í heimalandinu í kjölfarið og vildu margir meina að hún hafi virkað köld og vandræðaleg þegar stúlkan fór að gráta. Nokkrum dögum síðar kom kanslarinn í viðtal í þýska sjónvarpinu og sagði að hún hefði viljað vera hreinskilin við stúlkuna. En nú hefur mál Reem fengið farsælan endi, að minnsta kosti í bili. Búist er við að meira en ein milljón flóttamanna komi til Þýskalands á árinu sem nú líður brátt undir lok en það er fjórfalt meiri fjöldi en kom til landsins í fyrra. Í árlegu jólaávarpi sínu hrósaði forseti Þýskalands, Joachim Gauck, öllum þeim sjálfboðaliðum í landinu sem aðstoðað hafa flóttamennina sem þangað hafa komið. Þá kallaði Gauck eftir opinskárri umræðu um hvernig bregðast megi við áframhaldandi straumi flóttafólks til landsins. Aðeins þannig væri hægt að finna langvarandi lausnir sem meirihlut þjóðarinnar væri hlynntur.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24 Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
„Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24
Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent