Lögregla í Serbíu hefur handtekið um áttatíu í manns í einu stærsta spillingarmáli landsins í áraraðir. Meðal þeirra handteknu er Slobodan Milosavljevic en hann var eitt sinn landbúnaðar-, ferðamála- og viðskiptaráðherra landsins. Þetta kemur fram á vef BBC.
Frá í mars 2012 hefur Serbía formlega haft stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu en eitt af skilyrðum sambandsins fyrir inngöngu landsins er að harðar verði tekið á spillingarmálum. Auk Milosavljevic voru fyrrum stjórnendur í innanríkisráðuneytinu handteknir auk fjölda fyrrverandi borgarstjóra.
Innanríkisráðherra landsins, Nebojsa Stefanovic, sagði að á blaðamannafundi að mennirnir væru grunaðir um að hafa misnotað embætti sín, peningaþvætti, mútuþægni og fjölda annarra glæpa. Lögreglan leitar enn fimm grunaðra og verið er að skyggnast í mál 39 annarra.
Þrátt fyrir að Serbía hafi haft stöðu umsóknarríkis frá árinu 2012 hófust formlegar viðræður ekki fyrr en fyrr í þessum mánuði.
Tugir handteknir í stærsta spillingarmáli Serbíu í áraraðir
