Shades of Reykjavik á Litla Hrauni Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. desember 2015 20:02 Í kvöld eru haldnir jólarapptónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Fjöldi rappara treður upp, rappsveitin Shades of Reykjavík eru þeirra á meðal. Sveitin hefur farið víða síðustu vikur og eyddi aðfangadegi á Litla Hrauni og spiluðu þar fyrir fanga með Bubba Morthens. „Við fengum þann heiður að fara með Bubba og spila á aðfangadag, Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í því,“ segir Arnar Guðni. „Já og að fá að fara í fangelsi og losna út sama dag,“ skýtur Hermann inn í.Selja tónlist úr bílskotti Sveitin hefur nýverið gefið út plötu og selur hana með frekar óhefðbundnum hætti. „Við reynum að gera þetta svolítið persónulegt, við leyfum fólki að koma til okkar og kaupa plötuna upp úr skottinu á bílnum okkar sem við parkerum víðs vegar um bæinn. Við lokuðum götu á Þorláksmessu og vorum að selja upp úr skottinu og spila tónlistina okkar, það var mjög góð stemning.“ Þeirra á meðal annarra sem koma fram í Bæjarbíói er Marv Radio, breskur rappari sem hefur kennt rapp á Íslandi í desembermánuði. Rapptæknin er einföld að hans sögn en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér grunntæknina geta horft á leiðbeiningar hans í fréttinni. Marv mun dvelja lengur hér á landi við kennslu á beatbox námskeiði sem hefur verið haldið í Bæjarbíói. Hann er þrefaldur sigurvegari bresku beatboxkeppninnar UK Beatbox Championship og skyldi engan furða sem hlustar. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í kvöld eru haldnir jólarapptónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Fjöldi rappara treður upp, rappsveitin Shades of Reykjavík eru þeirra á meðal. Sveitin hefur farið víða síðustu vikur og eyddi aðfangadegi á Litla Hrauni og spiluðu þar fyrir fanga með Bubba Morthens. „Við fengum þann heiður að fara með Bubba og spila á aðfangadag, Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í því,“ segir Arnar Guðni. „Já og að fá að fara í fangelsi og losna út sama dag,“ skýtur Hermann inn í.Selja tónlist úr bílskotti Sveitin hefur nýverið gefið út plötu og selur hana með frekar óhefðbundnum hætti. „Við reynum að gera þetta svolítið persónulegt, við leyfum fólki að koma til okkar og kaupa plötuna upp úr skottinu á bílnum okkar sem við parkerum víðs vegar um bæinn. Við lokuðum götu á Þorláksmessu og vorum að selja upp úr skottinu og spila tónlistina okkar, það var mjög góð stemning.“ Þeirra á meðal annarra sem koma fram í Bæjarbíói er Marv Radio, breskur rappari sem hefur kennt rapp á Íslandi í desembermánuði. Rapptæknin er einföld að hans sögn en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér grunntæknina geta horft á leiðbeiningar hans í fréttinni. Marv mun dvelja lengur hér á landi við kennslu á beatbox námskeiði sem hefur verið haldið í Bæjarbíói. Hann er þrefaldur sigurvegari bresku beatboxkeppninnar UK Beatbox Championship og skyldi engan furða sem hlustar.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið