Fokið á ís á tóman maga Magnús Guðmundsson skrifar 28. desember 2015 07:00 Gleðilega hátíð kæru landsmenn nær og fjær. Þess er að sönnu óskandi að sem allra flestir hafî notið síðustu daga sem allra best. Margir voru efalítið boðnir í jólaboð til ættingja eða vina og aðrir voru svo þróttmiklir að þeir tóku að sér að halda slík boð með öllu því umstangi, tilkostnaði og vinnu sem til þarf. Það felur nefnilega í sér umtalsverða vinnu og fyrirhöfn að bjóða fjölda fólks inn á heimili sitt, veita vel í mat og drykk og reyna að sjá til þess að allir njóti stundarinnar sem best. Og flest höfum við þá bjargföstu trú, sem þarf ekki að verða okkur að þrætuepli eins og þjóðkirkjan, að Íslendingar séu höfðingjar heim að sækja. Gestrisin þjóð í harðbýlu landi. Eða hvað? Þjóðin að minnsta kosti keppist við að bjóða ferðamönnum til landsins allan ársins hring og þá ekki síst yfir hátíðarnar. Og sífellt fleiri leggja leið sína hingað norður á hjara veraldar til þess að sjá Íslendinga í innkaupaham undir leiftrandi norðurljósum á milli skotferða á Gullfoss og Geysi. Framundan er svo ein stærsta og brjálaðasta flugeldasýning sem fyrirfinnst í veröldinni þegar skoteldahamurinn ógurlegi rennur á okkur um áramótin. Allir þessir ferðamenn skila okkur svo gríðarlegum tekjum með einum eða öðrum hætti þannig að einkaaðilar, ríki og sveitarfélög njóta góðs af. Vandinn virðist hins vegar vera sá að við tökum alls ekki nógu vel á móti þessu fólki. Við hvorki söltum né söndum gangstíga og þrep af því að við erum í fríi og svo er í ofanálag lítið að hafa í svanginn fyrir blessað fólkið á meðan hátíðin stendur sem hæst. Álpist maður til þess að fylgjast með mannlífinu í miðborg Reykjavíkur yfir hátíðarnar er ekki laust við að maður skammist sín fyrir móttökurnar. Slyddublautir ferðamenn víðsvegar að fjúka stefnulaust eftir ísilögðum gangstéttum og það á tóman maga margir hverjir. Reykjavíkurborg virðist ekki telja að nokkur sála þurfi að komast á milli húsa yfir hátíðarnar, ef marka má hversu dapurlega því er sinnt að gæta að færðinni um borgina. Þá er ótalinn sá óþurftarfjári að borgarbúar skuli sumir hverjir vera að láta á það reyna að labba á milli húsa. Eins og Sigurjón M. Egilsson benti á í Sprengisandi á Bylgjunni þá er staðan jafn dapurleg þegar kemur að því að veita almennum ferðamönnum frambærilega þjónustu yfir hátíðarnar. Og það þátt fyrir að stofnuð hafi verið sérstök stofnun, Rannsóknarmiðstöð ferðamála, og ráðin maður á góðum launum til þess að veita stofnuninni forstöðu. En allt kemur fyrir ekki. Yfir helstu hátíðisdagana geta ferðamennirnir sem létu heillast af hugmyndinni um jólaborgina Reykjavík ekki fengið að borða. Æ hvað það er aumt. En kannski er þetta einmitt lýsandi fyrir Ísland á alþjóðavettvangi þar sem við viljum alltaf fyrst og fremst vera þjóð sem þiggur. Þjóð sem þiggur aðstoð og undanþágur en treystir sér illa til þess að gera vel við aðra en sig og sína í besta falli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Gleðilega hátíð kæru landsmenn nær og fjær. Þess er að sönnu óskandi að sem allra flestir hafî notið síðustu daga sem allra best. Margir voru efalítið boðnir í jólaboð til ættingja eða vina og aðrir voru svo þróttmiklir að þeir tóku að sér að halda slík boð með öllu því umstangi, tilkostnaði og vinnu sem til þarf. Það felur nefnilega í sér umtalsverða vinnu og fyrirhöfn að bjóða fjölda fólks inn á heimili sitt, veita vel í mat og drykk og reyna að sjá til þess að allir njóti stundarinnar sem best. Og flest höfum við þá bjargföstu trú, sem þarf ekki að verða okkur að þrætuepli eins og þjóðkirkjan, að Íslendingar séu höfðingjar heim að sækja. Gestrisin þjóð í harðbýlu landi. Eða hvað? Þjóðin að minnsta kosti keppist við að bjóða ferðamönnum til landsins allan ársins hring og þá ekki síst yfir hátíðarnar. Og sífellt fleiri leggja leið sína hingað norður á hjara veraldar til þess að sjá Íslendinga í innkaupaham undir leiftrandi norðurljósum á milli skotferða á Gullfoss og Geysi. Framundan er svo ein stærsta og brjálaðasta flugeldasýning sem fyrirfinnst í veröldinni þegar skoteldahamurinn ógurlegi rennur á okkur um áramótin. Allir þessir ferðamenn skila okkur svo gríðarlegum tekjum með einum eða öðrum hætti þannig að einkaaðilar, ríki og sveitarfélög njóta góðs af. Vandinn virðist hins vegar vera sá að við tökum alls ekki nógu vel á móti þessu fólki. Við hvorki söltum né söndum gangstíga og þrep af því að við erum í fríi og svo er í ofanálag lítið að hafa í svanginn fyrir blessað fólkið á meðan hátíðin stendur sem hæst. Álpist maður til þess að fylgjast með mannlífinu í miðborg Reykjavíkur yfir hátíðarnar er ekki laust við að maður skammist sín fyrir móttökurnar. Slyddublautir ferðamenn víðsvegar að fjúka stefnulaust eftir ísilögðum gangstéttum og það á tóman maga margir hverjir. Reykjavíkurborg virðist ekki telja að nokkur sála þurfi að komast á milli húsa yfir hátíðarnar, ef marka má hversu dapurlega því er sinnt að gæta að færðinni um borgina. Þá er ótalinn sá óþurftarfjári að borgarbúar skuli sumir hverjir vera að láta á það reyna að labba á milli húsa. Eins og Sigurjón M. Egilsson benti á í Sprengisandi á Bylgjunni þá er staðan jafn dapurleg þegar kemur að því að veita almennum ferðamönnum frambærilega þjónustu yfir hátíðarnar. Og það þátt fyrir að stofnuð hafi verið sérstök stofnun, Rannsóknarmiðstöð ferðamála, og ráðin maður á góðum launum til þess að veita stofnuninni forstöðu. En allt kemur fyrir ekki. Yfir helstu hátíðisdagana geta ferðamennirnir sem létu heillast af hugmyndinni um jólaborgina Reykjavík ekki fengið að borða. Æ hvað það er aumt. En kannski er þetta einmitt lýsandi fyrir Ísland á alþjóðavettvangi þar sem við viljum alltaf fyrst og fremst vera þjóð sem þiggur. Þjóð sem þiggur aðstoð og undanþágur en treystir sér illa til þess að gera vel við aðra en sig og sína í besta falli.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun