Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2015 16:58 Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahópnum Jasídum, voru hnepptar í ánauð af vígamönnum ISIS. Vísir/EPA Trúfræðingar Íslamska ríkisins birtu í byrjun ársins ítarlegar reglur um hvenær, hvernig og undir hvaða kringumstæðum, vígamenn hryðjuverkasamtakanna mættu nota kvenkyns þræla sína í kynferðislegum tilgangi. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir það sem kallað var „brot varðandi meðferð kvenkyns fanga“. Úrskurðurinn eða Fatwa er sagður vera tilraun ISIS til að nota forn lög til að réttlæta kynlífsþrælkun þúsunda kvenna í Sýrlandi og í Írak. Úrskurðurinn var meðal gagna sem bandarískir sérsveitarmenn lögðu hald á þegar þeir felldu yfirmann fjármála ISIS fyrr á árinu. Hægt er að skoða enska þýðingu af úrskurðinum hér á vef Reuters, en blaðamenn fréttaveitunnar hafa fengið aðgang að hluta gagnanna. Meðal þess sem úrskurðurinn segir til um er að feðgar megi ekki nota sömu konuna. Þá má eigandi mæðgna ekki nota þær báðar í kynferðislegum tilgangi. Þar að auki er ekki leyfilegt að selja konu sem hefur orðið ólétt eftir eiganda sinn. Hún má ekki fara í fóstureyðingu og þegar eigandi hennar lætur lífið fær hún frelsi. Vígamenn samtakanna hafa lengi verið sakaðir um að hafa rænt og nauðgað konum í þúsundatali. Þá sérstaklega varð minnihlutahópurinn Jasídar fyrir barðinu á þeim.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming. Konur og stúlkur allt niður í tólf ára aldur hafa verið veittar vígamönnum samtakanna sem þykja hafa staðið sig vel. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ljósi varpað á uppbyggingu ráðuneyta ISIS Sérstakar stofnanir halda utan um ýmsar hliðar ríkisrekstursins eins og þræla og olíusölu. 29. desember 2015 10:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Trúfræðingar Íslamska ríkisins birtu í byrjun ársins ítarlegar reglur um hvenær, hvernig og undir hvaða kringumstæðum, vígamenn hryðjuverkasamtakanna mættu nota kvenkyns þræla sína í kynferðislegum tilgangi. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir það sem kallað var „brot varðandi meðferð kvenkyns fanga“. Úrskurðurinn eða Fatwa er sagður vera tilraun ISIS til að nota forn lög til að réttlæta kynlífsþrælkun þúsunda kvenna í Sýrlandi og í Írak. Úrskurðurinn var meðal gagna sem bandarískir sérsveitarmenn lögðu hald á þegar þeir felldu yfirmann fjármála ISIS fyrr á árinu. Hægt er að skoða enska þýðingu af úrskurðinum hér á vef Reuters, en blaðamenn fréttaveitunnar hafa fengið aðgang að hluta gagnanna. Meðal þess sem úrskurðurinn segir til um er að feðgar megi ekki nota sömu konuna. Þá má eigandi mæðgna ekki nota þær báðar í kynferðislegum tilgangi. Þar að auki er ekki leyfilegt að selja konu sem hefur orðið ólétt eftir eiganda sinn. Hún má ekki fara í fóstureyðingu og þegar eigandi hennar lætur lífið fær hún frelsi. Vígamenn samtakanna hafa lengi verið sakaðir um að hafa rænt og nauðgað konum í þúsundatali. Þá sérstaklega varð minnihlutahópurinn Jasídar fyrir barðinu á þeim.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming. Konur og stúlkur allt niður í tólf ára aldur hafa verið veittar vígamönnum samtakanna sem þykja hafa staðið sig vel.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ljósi varpað á uppbyggingu ráðuneyta ISIS Sérstakar stofnanir halda utan um ýmsar hliðar ríkisrekstursins eins og þræla og olíusölu. 29. desember 2015 10:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ljósi varpað á uppbyggingu ráðuneyta ISIS Sérstakar stofnanir halda utan um ýmsar hliðar ríkisrekstursins eins og þræla og olíusölu. 29. desember 2015 10:30