Kom úr skápnum sem klæðskiptingur: „Manneskjan er að klæða sig og mála sig því henni finnst það flott“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. desember 2015 21:46 Þórður Hermannsson er ósköp ungur venjulegur maður. Hann er tónlistarmaður, forritari og faðir en suma daga er hann einfaldlega í meira stuði til að fara í pilsi í vinnuna en buxum. Hann segir lengi vel hafi hann fengið útrás fyrir þörfina til að klæða sig í kvenmannsföt á grímuböllum og dragkeppnum. Til að mynda klæddist hann kjól á aðfangadag sem barnsmóðir hans gaf honum. Rætt var við Þórð í Ísland í dag. „Ég hafði fengið mörg skilaboð frá vinum mínum sem voru að spyrja hvað þetta væri nákvæmlega. Ég hef sett myndir af mér af og til þar sem ég er í dressi, málaður og svo framvegis. Þannig ég ákvað að birta status til að útskýra aðeins hvernig þetta hefur virkað og hvernig mér hefur liðið,“ segir Þórður. Í hugum margra eru klæðskipti, og það að mála sig, oftar en ekki tengt einhverju kynferðislegu. Það sé ávallt gert til þess að fanga athygli einhvers annars til að svara löngunum einhvers annars. „Mér finnst það bara gera lítið úr því sem manneskjan er að gera. Hún er að klæða sig upp og mála sig af því henni finnst það flott,“ segir Þórður. Áður fylgdi því talsverð vinna fyrir Þórð að standa klæðskiptunum þar sem hann reyndi að halda þeim leyndu fyrir öllum í kringum sig. Hann hafi gert þetta þegar hann var einn heima eða síðla kvölds og síðan hafi hann alltaf þurft að passa sig á að enginn kæmist að þessu daginn eftir. Það sé búið núna og stundum láti hann sér nægja að setja á sig maskara áður en haldið er úr húsi. „Barnsmóðir mín hefur stutt mig mjög mikið í þessu öllu,“ en þau eru svipað há og hann getur fengið föt lánuð frá henni. Á aðfangadag voru þau bæði klædd í kjól. Barnsmóðir hans á tvær dætur fyrir og þau ræddu um þetta við þær og útskýrðu stöðuna. „Ég vildi ekki að neinum liði óþægilega með þetta en þær eru náttúrulega svo kúl og við áttum yndisleg jól saman.“ Viðtalið við Þórð er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ok ég er að spá í að koma út með þetta svona fyrir fullt og allt. Margir búnir að vera að spyrja á chat og svona þannig...Posted by Þórður Hermannsson on Sunday, 27 December 2015 Ísland í dag Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Þórður Hermannsson er ósköp ungur venjulegur maður. Hann er tónlistarmaður, forritari og faðir en suma daga er hann einfaldlega í meira stuði til að fara í pilsi í vinnuna en buxum. Hann segir lengi vel hafi hann fengið útrás fyrir þörfina til að klæða sig í kvenmannsföt á grímuböllum og dragkeppnum. Til að mynda klæddist hann kjól á aðfangadag sem barnsmóðir hans gaf honum. Rætt var við Þórð í Ísland í dag. „Ég hafði fengið mörg skilaboð frá vinum mínum sem voru að spyrja hvað þetta væri nákvæmlega. Ég hef sett myndir af mér af og til þar sem ég er í dressi, málaður og svo framvegis. Þannig ég ákvað að birta status til að útskýra aðeins hvernig þetta hefur virkað og hvernig mér hefur liðið,“ segir Þórður. Í hugum margra eru klæðskipti, og það að mála sig, oftar en ekki tengt einhverju kynferðislegu. Það sé ávallt gert til þess að fanga athygli einhvers annars til að svara löngunum einhvers annars. „Mér finnst það bara gera lítið úr því sem manneskjan er að gera. Hún er að klæða sig upp og mála sig af því henni finnst það flott,“ segir Þórður. Áður fylgdi því talsverð vinna fyrir Þórð að standa klæðskiptunum þar sem hann reyndi að halda þeim leyndu fyrir öllum í kringum sig. Hann hafi gert þetta þegar hann var einn heima eða síðla kvölds og síðan hafi hann alltaf þurft að passa sig á að enginn kæmist að þessu daginn eftir. Það sé búið núna og stundum láti hann sér nægja að setja á sig maskara áður en haldið er úr húsi. „Barnsmóðir mín hefur stutt mig mjög mikið í þessu öllu,“ en þau eru svipað há og hann getur fengið föt lánuð frá henni. Á aðfangadag voru þau bæði klædd í kjól. Barnsmóðir hans á tvær dætur fyrir og þau ræddu um þetta við þær og útskýrðu stöðuna. „Ég vildi ekki að neinum liði óþægilega með þetta en þær eru náttúrulega svo kúl og við áttum yndisleg jól saman.“ Viðtalið við Þórð er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ok ég er að spá í að koma út með þetta svona fyrir fullt og allt. Margir búnir að vera að spyrja á chat og svona þannig...Posted by Þórður Hermannsson on Sunday, 27 December 2015
Ísland í dag Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira