Vantar enn hálfan milljarð upp á Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2015 06:30 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í dag styrkveitingar sínar úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir næsta ár. Nema þær samtals 142 milljónum króna og hafa aldrei verið meiri. Ríkissjóður hækkaði framlag sitt í sjóðinn í ár um 30 milljónir og nema þær nú 100 milljónum króna alls. Að öðru leyti er sjóðurinn fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá og eru heildartekjur sjóðsins næsta árið áætlaðar 140 milljónir króna. Þrátt fyrir hækkað framlag er ljóst að þörfin er meiri. Afrekssjóði ÍSÍ bárust umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ vegna landsliðverkefna og þá var sótt um styrki fyrir verkefni 86 einstaklinga. Samtals námu kostnaðaráætlanir umsóknaraðila samtals 1285 milljónum króna.Sjá einnig: Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ Fyrr á þessu ári var skýrsla unnin á vegum sérstakrar nefndar hjá ÍSÍ sem mat fjárþörf íslensks afreksstarfs. Var niðurstaða hennar að hún væri ekki minna en 650 milljónir króna.Meiri skilningur en áður hjá ríkisvaldinu „Við erum þakklátir fyrir þá hækkun sem við fengum frá ríkisstjórninni. 30 milljónir eru miklir peningar,“ sagði Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður Afrekssjóðsins, í samtali við Valtý Björn Valtýsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við þurfum að fá verulega hækkun [á framlagi ríkisstjórnar] en mér finnst að það sé meiri skilningur hjá ríkisvaldinu að það þurfi að styðja afreksstarfið meira en áður.“Nálgast ekki þá þörf sem er til staðar Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, tók undir orð Guðmundar og segir að síðustu ár hafi verið unnið að því hörðum höndum að fá meira fjármagn í afreksstarf íslenskra íþrótta. „Framlag ríkisins hefur fjórfaldast á fimm árum og við erum þakklát fyrir það. Það þarf bara miklu meira. Þetta nálgast ekki einu sinni þá þörf sem eru til staðar.“ Lárus segir að viðræður eigi sér enn stað við fulltrúa ríkisvaldsins um aukið framlag til málaflokksins enda sýni áðurnefnd skýrsla að mikið vantar upp á. „Menn vita að þessir peningar liggja ekki á lausu. Við höfum gert ráðherrum í ríkisstjórn grein fyrir þessari skýrslu og málið er til skoðunar. Við vonumst til þess að fá jákvæð viðbrögð.“Gætum þurft að ganga á höfuðstólinn „Við erum á kolröngum stað. Það þarf miklu hærri fjárhæðir þannig að þær skipti máli. Þú rekur ekki afreksstarf 30 sérsambanda á þessum fjárhæðum.“ Næsta ár er Ólympíuár og þá aukast fjárútlát ÍSÍ til muna. Ekki kom til aukafjárveitingar ríkisins vegna þessa en Lárus hefur ekki gefið upp alla von um það. „Við eigum í viðræðum við ríkið og vonandi skilar það árangri á næstu vikum. Ef ekki þá þarf að ganga á höfuðstól Afrekssjóðsins til að mæta auknum kostnaði [vegna Ólympíuleikanna].“Bókstafastyrkirnir úr sögunni Breyting var gerð á úthlutun Afrekssjóðsins í ár. Ekki er lengur veittir sérstakir A-, B- eða C-styrkir miðað við árangur landsliða eða einstaklinga. Fram kemur í tilkynningu ÍSÍ að enn sé miðað við styrkleikaflokkun í meðferð sjóðsins en að nú fái hvert sérsamband eða íþróttanefnd einn styrk fyrir allt sitt afreksstarf. Með því getur stjórn Afrekssjóðsins horfið ekki síður í afreksstefnur sérsambanda, útbreiðslu og afreksstig fremur en eingöngu árangur.Viðtal við Lárus L. Blöndal: Viðtal við Guðmund Ágúst Ingvarsson: Aðrar íþróttir Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í dag styrkveitingar sínar úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir næsta ár. Nema þær samtals 142 milljónum króna og hafa aldrei verið meiri. Ríkissjóður hækkaði framlag sitt í sjóðinn í ár um 30 milljónir og nema þær nú 100 milljónum króna alls. Að öðru leyti er sjóðurinn fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá og eru heildartekjur sjóðsins næsta árið áætlaðar 140 milljónir króna. Þrátt fyrir hækkað framlag er ljóst að þörfin er meiri. Afrekssjóði ÍSÍ bárust umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ vegna landsliðverkefna og þá var sótt um styrki fyrir verkefni 86 einstaklinga. Samtals námu kostnaðaráætlanir umsóknaraðila samtals 1285 milljónum króna.Sjá einnig: Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ Fyrr á þessu ári var skýrsla unnin á vegum sérstakrar nefndar hjá ÍSÍ sem mat fjárþörf íslensks afreksstarfs. Var niðurstaða hennar að hún væri ekki minna en 650 milljónir króna.Meiri skilningur en áður hjá ríkisvaldinu „Við erum þakklátir fyrir þá hækkun sem við fengum frá ríkisstjórninni. 30 milljónir eru miklir peningar,“ sagði Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður Afrekssjóðsins, í samtali við Valtý Björn Valtýsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við þurfum að fá verulega hækkun [á framlagi ríkisstjórnar] en mér finnst að það sé meiri skilningur hjá ríkisvaldinu að það þurfi að styðja afreksstarfið meira en áður.“Nálgast ekki þá þörf sem er til staðar Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, tók undir orð Guðmundar og segir að síðustu ár hafi verið unnið að því hörðum höndum að fá meira fjármagn í afreksstarf íslenskra íþrótta. „Framlag ríkisins hefur fjórfaldast á fimm árum og við erum þakklát fyrir það. Það þarf bara miklu meira. Þetta nálgast ekki einu sinni þá þörf sem eru til staðar.“ Lárus segir að viðræður eigi sér enn stað við fulltrúa ríkisvaldsins um aukið framlag til málaflokksins enda sýni áðurnefnd skýrsla að mikið vantar upp á. „Menn vita að þessir peningar liggja ekki á lausu. Við höfum gert ráðherrum í ríkisstjórn grein fyrir þessari skýrslu og málið er til skoðunar. Við vonumst til þess að fá jákvæð viðbrögð.“Gætum þurft að ganga á höfuðstólinn „Við erum á kolröngum stað. Það þarf miklu hærri fjárhæðir þannig að þær skipti máli. Þú rekur ekki afreksstarf 30 sérsambanda á þessum fjárhæðum.“ Næsta ár er Ólympíuár og þá aukast fjárútlát ÍSÍ til muna. Ekki kom til aukafjárveitingar ríkisins vegna þessa en Lárus hefur ekki gefið upp alla von um það. „Við eigum í viðræðum við ríkið og vonandi skilar það árangri á næstu vikum. Ef ekki þá þarf að ganga á höfuðstól Afrekssjóðsins til að mæta auknum kostnaði [vegna Ólympíuleikanna].“Bókstafastyrkirnir úr sögunni Breyting var gerð á úthlutun Afrekssjóðsins í ár. Ekki er lengur veittir sérstakir A-, B- eða C-styrkir miðað við árangur landsliða eða einstaklinga. Fram kemur í tilkynningu ÍSÍ að enn sé miðað við styrkleikaflokkun í meðferð sjóðsins en að nú fái hvert sérsamband eða íþróttanefnd einn styrk fyrir allt sitt afreksstarf. Með því getur stjórn Afrekssjóðsins horfið ekki síður í afreksstefnur sérsambanda, útbreiðslu og afreksstig fremur en eingöngu árangur.Viðtal við Lárus L. Blöndal: Viðtal við Guðmund Ágúst Ingvarsson:
Aðrar íþróttir Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Sjá meira