Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2015 09:37 Vísir/Getty Gunnar Nelson er í áhugaverðu viðtali við Ariel Helwani, fréttamann MMAFighting.com og Fox Sports, þar sem hann fer yfir bardaga sinn við Demian Maia á laugardaginn. Gunnar ræðir einnig um bardaga æfingafélag síns, Conor McGregor, við Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn og glæsilega villu þar sem þeir dvelja nú í aðdraganda bardagans. McGregor hefur látið hafa eftir sér að hann sé svo einbeittur að bardaganum að honum finnist hann stundum missa vitið. „Þannig hefur það alltaf verið. Þetta er ekkert nýtt. Hann er að missa vitið, eitthvað á hverjum degi. Það vitum við allir. En heldur sínu striki og það er það sem mestu máli skiptir. Hann gerir það sem þarf að gera.“ Gunnar segist helst vilja klára bardagann við Maia með fullnaðarsigri, helst með uppgjafartaki, fremur en á stigagjöf en segist ætla að taka því sem höndum ber þegar bardaginn hefst.Sjá einnig: Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn „Ég hef ávallt verið mikill aðdáandi Demian og það er mikill heiður fyrir mig að fá að berjast við hann,“ sagði Gunnar í viðtalinu við Helwani. Hann segir þó það ekki hans stíll að spá fyrir um útkomu bardaga sinna eða tala illa um andstæðinginn sinn. „Þannig er bara ekki minn hugsunarháttur og þannig nálgast ég ekki mína bardaga,“ bætti hann við.Conor McGregor.Vísir/GettyGunnar segir að hann hafi ávallt dáðst að Maia og þó svo að hann hafi ekki verið sérstök fyrirmynd fyrir hann þá hafi verið áhugavert að fylgjast með MMA-ferli hans.Sjá einnig: Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn „Það var ekki á færi allra jiu-jitsu manna að ná velgengni í MMA-heiminum en honum tókst að gera það. Mér þótti mikið til þess koma,“ sagði Gunnar sem vakti fyrst athygli sem glímukappi, rétt eins og Maia.Demian Maia.Vísir/GettySpekingar velta því fyrir sér hvort að Gunnar vilji halda bardaganum á fótunum þar sem að Gunnar þyki jafnvel hafa yfirhöndina þar gegn Maia, sem er aftur á móti frábær í gólfinu. „Það er enginn vafi á því að ég vonast eftir því að bardaginn verði á gólfinu,“ sagði Gunnar sem hefur unnið flesta sína sigra þar. „Það væri gaman fyrir aðdáendur UFC að sjá okkur takast á í glímu. Ég á að von að bardaginn muni þrást á þann hátt því það er hvorki stíll minn né hans að gefa eftir þegar glíman hefst.“ „En þetta er MMA-bardagi og því tekur maður þau tækifæri sem bjóðast, sama hvernig bardaginn mun þróast. Ég mun ekki reyna að þvinga hann í neina ákveðna átt,“ sagði Gunnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, þar sem þeir ræða til að mynda um hófstillt viðbrögð Gunnars þegar hann fékk Harley Davidson mótorhjól í afmælisgjöf.Sjá einnig: Conor og Dana gáfu Gunnar Harley Davidson í afmælisgjöf MMA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Sjá meira
Gunnar Nelson er í áhugaverðu viðtali við Ariel Helwani, fréttamann MMAFighting.com og Fox Sports, þar sem hann fer yfir bardaga sinn við Demian Maia á laugardaginn. Gunnar ræðir einnig um bardaga æfingafélag síns, Conor McGregor, við Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn og glæsilega villu þar sem þeir dvelja nú í aðdraganda bardagans. McGregor hefur látið hafa eftir sér að hann sé svo einbeittur að bardaganum að honum finnist hann stundum missa vitið. „Þannig hefur það alltaf verið. Þetta er ekkert nýtt. Hann er að missa vitið, eitthvað á hverjum degi. Það vitum við allir. En heldur sínu striki og það er það sem mestu máli skiptir. Hann gerir það sem þarf að gera.“ Gunnar segist helst vilja klára bardagann við Maia með fullnaðarsigri, helst með uppgjafartaki, fremur en á stigagjöf en segist ætla að taka því sem höndum ber þegar bardaginn hefst.Sjá einnig: Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn „Ég hef ávallt verið mikill aðdáandi Demian og það er mikill heiður fyrir mig að fá að berjast við hann,“ sagði Gunnar í viðtalinu við Helwani. Hann segir þó það ekki hans stíll að spá fyrir um útkomu bardaga sinna eða tala illa um andstæðinginn sinn. „Þannig er bara ekki minn hugsunarháttur og þannig nálgast ég ekki mína bardaga,“ bætti hann við.Conor McGregor.Vísir/GettyGunnar segir að hann hafi ávallt dáðst að Maia og þó svo að hann hafi ekki verið sérstök fyrirmynd fyrir hann þá hafi verið áhugavert að fylgjast með MMA-ferli hans.Sjá einnig: Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn „Það var ekki á færi allra jiu-jitsu manna að ná velgengni í MMA-heiminum en honum tókst að gera það. Mér þótti mikið til þess koma,“ sagði Gunnar sem vakti fyrst athygli sem glímukappi, rétt eins og Maia.Demian Maia.Vísir/GettySpekingar velta því fyrir sér hvort að Gunnar vilji halda bardaganum á fótunum þar sem að Gunnar þyki jafnvel hafa yfirhöndina þar gegn Maia, sem er aftur á móti frábær í gólfinu. „Það er enginn vafi á því að ég vonast eftir því að bardaginn verði á gólfinu,“ sagði Gunnar sem hefur unnið flesta sína sigra þar. „Það væri gaman fyrir aðdáendur UFC að sjá okkur takast á í glímu. Ég á að von að bardaginn muni þrást á þann hátt því það er hvorki stíll minn né hans að gefa eftir þegar glíman hefst.“ „En þetta er MMA-bardagi og því tekur maður þau tækifæri sem bjóðast, sama hvernig bardaginn mun þróast. Ég mun ekki reyna að þvinga hann í neina ákveðna átt,“ sagði Gunnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, þar sem þeir ræða til að mynda um hófstillt viðbrögð Gunnars þegar hann fékk Harley Davidson mótorhjól í afmælisgjöf.Sjá einnig: Conor og Dana gáfu Gunnar Harley Davidson í afmælisgjöf
MMA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Sjá meira