Trump sagði á Twitter-síðu sinni að hann færi í ferðina „síðar, eftir að ég verð forseti Bandaríkjanna“.
Trump hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu daga eftir að hann sagðist vilja tímabundið banna öllum múslimum að ferðast til Bandaríkjanna.
Benyamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er í hópi þeirra sem hefur gagnrýnt orð Trump.
Trump sækist nú eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins, og hefur hann mælst með mest fylgi í könnunum.
I have decided to postpone my trip to Israel and to schedule my meeting with @Netanyahu at a later date after I become President of the U.S.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 10, 2015