Ekki vera skaufi Sif Sigmarsdóttir skrifar 12. desember 2015 07:00 Kara Florish, þrítug óperusöngkona, sat í neðanjarðarlestinni í London þegar miðaldra karlmaður tók að fikra sig í áttina til hennar. Kara var á leið á jólamarkað þar sem hún hugðist hitta fjölskyldu sína. Lestin var við það að renna í hlað í Warren Street þegar maðurinn nam staðar fyrir framan hana. Kara leit upp og brosti. Maðurinn rétti að henni pappírskort. Um leið og lestin stöðvaðist og dyrnar opnuðust lét hann kortið falla í kjöltuna á henni. Síðan skaust hann út og hvarf í mannhafið á lestarpallinum. Í fyrstu hélt Kara að um væri að ræða nafnspjald mannsins. Kara er glæsileg kona með þykkt, dökkt hár og himinblá augu og fáum hefði komið á óvart þótt fálmkenndir tilburðir mannsins hefðu átt að vera einhvers konar tilraun til að reyna við hana. En þegar Kara skoðaði miðann betur runnu á hana tvær grímur og af henni jólaskapið. Á framhlið spjaldsins var ritað eitt orð: Fituhlunkur. Hinum megin á spjaldinu voru skilaboð frá samtökum sem kalla sig Fituhlunkahatarar hf. „Þetta snýst ekki um kirtlastarfsemi, þetta er bara græðgi.“ Deild bresku lögreglunnar sem sinnir samgöngumálum rannsakar nú áreiti sem konur verða í auknum mæli fyrir í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Um er að ræða svo kallað „body-shaming“, eða líkamsskammir, þar sem ókunnugir ausa vanþóknun sinni yfir konur sem þeim þykja of vel haldnar. Miðarnir frá Fituhlunkahöturunum eru nýjasta birtingarmynd þessarar kaldranalegu tískubylgju.Heyrðu, hlussa Fordómar í garð þeirra sem teljast yfir kjörþyngd eru ekki nýir af nálinni. Síðustu ár hafa líkamsskammir þó oftast sést á internetinu þar sem svo kölluð „tröll“ eyða kröftum sínum í að níðast á þeim sem þeim þykja feitir, ljótir eða einhvern veginn öðruvísi en staðallinn kveður á um. En nú er eins og þessi illkvittnislegi samfélagsvírus hafi breiðst út fyrir netið og haldið innreið sína í raunheima. Fyrir viku sagði ung íslensk kona, Nanna Hinriksdóttir, frá atviki sem átti sér stað í World Class. Hún var í hnébeygjum og átti eitt sett eftir þegar karlmaður einn hugðist taka af henni tækið. Af fyllstu kurteisi tjáði hún honum að hún væri ekki alveg búin. Viðbrögð mannsins voru svæsin: „Heyrðu, hlussa. Þú átt ekki heima hér og þér er einfaldlega ekki viðbjargandi. Gerðu öllum greiða og komdu þér héðan út.“ Nanna sagðist ekki taka líkamsskammirnar nærri sér. Þótt hún væri ekki í kjörþyngd væri hún ánægð með útlit sitt. Hún bætti því þó við að hún væri fegin að ónotin hefðu beinst að henni en ekki vinkonum hennar því margir tækju orð sem þessi mjög nærri sér.Smæð á óheppilegum stöðum „Ekki fóðra tröllin“ er þekktur internet-frasi þar sem fólk er hvatt til að hunsa stafrænu eineltisseggina í stað þess að sýna þeim þá virðingu að svara þeim. Ekki eru þó allir á einu máli um hvort sú aðferðafræði dugi til að þagga niður í tröllunum. Í þjóðsögunum eru tröll stór vexti. Tröllið í World Class sem áreitti Nönnu flaggaði stoltur „six-pack“. En tröll þola heldur ekki dagsbirtu og þau dagar uppi þegar skín á þau ljós. Í stað þess að skýla mönnum eins og World Class tröllinu við birtu og leyfa þeim þar með að sniglast óáreittum með skuggsælum veggjum ættum við kannski heldur að beina að þeim kastljósinu svo við blasi hvað þessi tröll eru í raun og veru: Litlir, ómerkilegir karlar með hörfandi hárlínu sem reyna að bæta upp fyrir smæð á óheppilegum stöðum með stórum orðum og stæltum magavöðvum. Við World Class tröllið er aðeins eitt að segja: Þótt þú sért með lítinn skaufa, ekki haga þér eins og stór skaufi. Næst þegar þú sérð Nönnu í ræktinni, biddu hana auðmjúklega afsökunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Kara Florish, þrítug óperusöngkona, sat í neðanjarðarlestinni í London þegar miðaldra karlmaður tók að fikra sig í áttina til hennar. Kara var á leið á jólamarkað þar sem hún hugðist hitta fjölskyldu sína. Lestin var við það að renna í hlað í Warren Street þegar maðurinn nam staðar fyrir framan hana. Kara leit upp og brosti. Maðurinn rétti að henni pappírskort. Um leið og lestin stöðvaðist og dyrnar opnuðust lét hann kortið falla í kjöltuna á henni. Síðan skaust hann út og hvarf í mannhafið á lestarpallinum. Í fyrstu hélt Kara að um væri að ræða nafnspjald mannsins. Kara er glæsileg kona með þykkt, dökkt hár og himinblá augu og fáum hefði komið á óvart þótt fálmkenndir tilburðir mannsins hefðu átt að vera einhvers konar tilraun til að reyna við hana. En þegar Kara skoðaði miðann betur runnu á hana tvær grímur og af henni jólaskapið. Á framhlið spjaldsins var ritað eitt orð: Fituhlunkur. Hinum megin á spjaldinu voru skilaboð frá samtökum sem kalla sig Fituhlunkahatarar hf. „Þetta snýst ekki um kirtlastarfsemi, þetta er bara græðgi.“ Deild bresku lögreglunnar sem sinnir samgöngumálum rannsakar nú áreiti sem konur verða í auknum mæli fyrir í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Um er að ræða svo kallað „body-shaming“, eða líkamsskammir, þar sem ókunnugir ausa vanþóknun sinni yfir konur sem þeim þykja of vel haldnar. Miðarnir frá Fituhlunkahöturunum eru nýjasta birtingarmynd þessarar kaldranalegu tískubylgju.Heyrðu, hlussa Fordómar í garð þeirra sem teljast yfir kjörþyngd eru ekki nýir af nálinni. Síðustu ár hafa líkamsskammir þó oftast sést á internetinu þar sem svo kölluð „tröll“ eyða kröftum sínum í að níðast á þeim sem þeim þykja feitir, ljótir eða einhvern veginn öðruvísi en staðallinn kveður á um. En nú er eins og þessi illkvittnislegi samfélagsvírus hafi breiðst út fyrir netið og haldið innreið sína í raunheima. Fyrir viku sagði ung íslensk kona, Nanna Hinriksdóttir, frá atviki sem átti sér stað í World Class. Hún var í hnébeygjum og átti eitt sett eftir þegar karlmaður einn hugðist taka af henni tækið. Af fyllstu kurteisi tjáði hún honum að hún væri ekki alveg búin. Viðbrögð mannsins voru svæsin: „Heyrðu, hlussa. Þú átt ekki heima hér og þér er einfaldlega ekki viðbjargandi. Gerðu öllum greiða og komdu þér héðan út.“ Nanna sagðist ekki taka líkamsskammirnar nærri sér. Þótt hún væri ekki í kjörþyngd væri hún ánægð með útlit sitt. Hún bætti því þó við að hún væri fegin að ónotin hefðu beinst að henni en ekki vinkonum hennar því margir tækju orð sem þessi mjög nærri sér.Smæð á óheppilegum stöðum „Ekki fóðra tröllin“ er þekktur internet-frasi þar sem fólk er hvatt til að hunsa stafrænu eineltisseggina í stað þess að sýna þeim þá virðingu að svara þeim. Ekki eru þó allir á einu máli um hvort sú aðferðafræði dugi til að þagga niður í tröllunum. Í þjóðsögunum eru tröll stór vexti. Tröllið í World Class sem áreitti Nönnu flaggaði stoltur „six-pack“. En tröll þola heldur ekki dagsbirtu og þau dagar uppi þegar skín á þau ljós. Í stað þess að skýla mönnum eins og World Class tröllinu við birtu og leyfa þeim þar með að sniglast óáreittum með skuggsælum veggjum ættum við kannski heldur að beina að þeim kastljósinu svo við blasi hvað þessi tröll eru í raun og veru: Litlir, ómerkilegir karlar með hörfandi hárlínu sem reyna að bæta upp fyrir smæð á óheppilegum stöðum með stórum orðum og stæltum magavöðvum. Við World Class tröllið er aðeins eitt að segja: Þótt þú sért með lítinn skaufa, ekki haga þér eins og stór skaufi. Næst þegar þú sérð Nönnu í ræktinni, biddu hana auðmjúklega afsökunar.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun