Jón Arnór í tólfta sinn og Helena í ellefta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2015 16:07 Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir. Mynd/KKÍ Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2015 af KKÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksambandi Íslands. Þetta er í tólfta sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls ellefu sinnum verð valin og það ellefu sinnum í röð. Helena er 27 ára gömul og Jón Arnór 33 ára. Körfuknattleikskona og maður ársins 2015 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd KKÍ og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða). Körfuknattleikskona ársins 2015 1.sæti · Helena Sverrisdóttir 2.sæti · Gunnhildur Gunnarsdóttir 3.sæti · Pálína Gunnlaugsdóttir Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð: Bryndís Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Margrét Rósa Hálfdánardóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Körfuknattleiksmaður ársins 2015 1. sæti · Jón Arnór Stefánsson 2. sæti · Hörður Axel Vilhjálmsson 3. sæti · Hlynur Bæringsson Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Jakob Örn Sigurðarson, Martin Hermannsson og Pavel Ermolinskji. Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2015: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir Oftast valin Körfuboltamaður ársins:* 12 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2015) 11 Helena Sverrisdóttir (2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 1 Jakob Örn Sigurðarson (2011) * Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins.Mynd/KKÍKörfuknattleikskona ársins 2015 - þrjár efstu Helena Sverrisdóttir · Haukar Helena Sverrisdóttir er körfuknattleikskona ársins 2015 með fullt hús stiga. Þetta er í 11. sinn sem Helena er kjörin körfuknattleikskona ársins en hún hefur haldið þessum titli núna í 11 ár samfellt. Helena lék á fyrri hluta ársins með CCC Polkowise í Póllandi og samdi við Hauka fyrir upphaf þessa tímabils. Helena er lykilleikmaður og fyrirliði íslenska landsliðsins sem leikur í undankeppni EM kvenna um þessar mundir og eftir tvo leiki leiðir hún liðið í skoruðum stigum, fráköstum og stoðsendingum. Að auki leiðir hún Domino´s deildina hér í stoðsendingum og er efst Íslendinga í tölfræðiflokkunum fráköst, stig og framlag. Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell Gunnhildur er orðin ein af burðarásum íslenska liðsins og með óbilandi baráttu og dugnaði er hún liðum sínum mjög mikilvæg. Gunnhildur var einn af lykilmönnum Snæfells sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og var ofarlega á tölfræðilistum deildarinnar á síðastliðnu ári sem og í ár. Á þessu tímabili hefur Gunnhildur verið óheppin með meiðsli en leikið mjög vel í þeim leikjum sem hún hefur leikið með landsliðinu og Snæfell það sem af er árinu. Gunnhildur hefur leikið alla landsleiki íslenska liðsins frá árinu 2012, eða 19 leiki samtals. Pálína Gunnlaugsdóttir · Haukar Pálína lék með Grindavík á síðasta tímabili og skipti í Hauka fyrir þetta tímabil. Hún hefur leikið mjög vel það sem af er ári og er ofarlega í mörgum tölfræðiþáttum með félagsliði sínu Haukum í deildinni. Með landsliðinu er Pálína ein af reyndari leikmönnum liðsins og einn af lykilleikmönnum liðsins sem nú leikur í undankeppni EM 2017. Mynd/KKÍKörfuknattleiksmaður ársins 2015 - efstu þrírJón Arnór Stefánsson · Valencia, SpánnJón Arnór Stefánsson er körfuknattleiksmaður ársins 2014. Jón hefur þá hlotið nafnbótina alls 12 sinnum frá því að hann hlaut hana fyrst árið 2002. Jón Arnór skipti frá Unicaja Malaga í spænsku úrvalsdeildinni yfir til Valencia í sömu deild s.l. sumar, sem óhætt er að segja að sé besta deild Evrópu. Hefur lið Valencia verið eitt af stóru liðunum í deildinni undanfarin ár. Jón Arnór var lykilleikmaður íslenska landsliðsins þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á EM í körfuknattleik, EuroBasket 2015, í fyrsta sinn á síðasta ári. Í ár var svo komið að stóru stundinni þegar íslenska liðið hélt til Berlínar og lék í B-riðli á mótinu gegn mörgum af sterkustu þjóðum álfunnar. Jón Arnór var lykilleikmaður liðsins og leiddi liðið í skoruðum stigum, stoðsendingum og var einn af betri leikmönnum liðsins. Að móti loknum gerði Jón Arnór samning eins og áður segir við Valencia og hefur spilað stórt hlutverk í jöfnu liði og var liðið taplaust í upphafi desembermánaðar í öllum keppnum, bæði í spænsku deildinni og Evrópukeppninni, og er liðið á toppi spænsku deildarinnar um þessar mundir. Hörður Axel Vilhjálmsson · ČEZ Nymburk, TékklandHörður Axel átti frábært ár í Þýskalandi og með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Berlín, þar sem hann var ábyrgur fyrir boltanum í upphafi sóknar og skilaði varnarhlutverki sínu frábærlega gegn öflugum andstæðingum mótherjanna. Frammistaða Harðar varð til þess að hann fékk samning hjá liði í efstu deild á Grikklandi. Eftir stutt stopp þar var hann svo keyptur til Tékklands þar sem hann leikur í efstu deild sem og í VTB deildinni og FIBA Europe Cup. Hörður Axel hefur á undanförnum árum orðið einn af lykilleikmönnum landsliðsins og framtíðarleikmaður þess. Hlynur Bæringsson · Sundsvall Dragons, SvíþjóðHlynur er fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og var í lykilhlutverki á Evrópumótinu í sumar þar sem hann lék flestar mínútur íslensku leikmannanna auk þess sem hann tók flest fráköst og stal flestum boltum fyrir Ísland. Hlynur var að spila gegn mun hærri mönnum inni í teignum og stóð sig frábærlega gegn mörgum að sterkustu leikmönnum Evrópu á mótinu. Fréttir ársins 2015 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2015 af KKÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksambandi Íslands. Þetta er í tólfta sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls ellefu sinnum verð valin og það ellefu sinnum í röð. Helena er 27 ára gömul og Jón Arnór 33 ára. Körfuknattleikskona og maður ársins 2015 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd KKÍ og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða). Körfuknattleikskona ársins 2015 1.sæti · Helena Sverrisdóttir 2.sæti · Gunnhildur Gunnarsdóttir 3.sæti · Pálína Gunnlaugsdóttir Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð: Bryndís Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Margrét Rósa Hálfdánardóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Körfuknattleiksmaður ársins 2015 1. sæti · Jón Arnór Stefánsson 2. sæti · Hörður Axel Vilhjálmsson 3. sæti · Hlynur Bæringsson Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Jakob Örn Sigurðarson, Martin Hermannsson og Pavel Ermolinskji. Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2015: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir Oftast valin Körfuboltamaður ársins:* 12 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2015) 11 Helena Sverrisdóttir (2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 1 Jakob Örn Sigurðarson (2011) * Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins.Mynd/KKÍKörfuknattleikskona ársins 2015 - þrjár efstu Helena Sverrisdóttir · Haukar Helena Sverrisdóttir er körfuknattleikskona ársins 2015 með fullt hús stiga. Þetta er í 11. sinn sem Helena er kjörin körfuknattleikskona ársins en hún hefur haldið þessum titli núna í 11 ár samfellt. Helena lék á fyrri hluta ársins með CCC Polkowise í Póllandi og samdi við Hauka fyrir upphaf þessa tímabils. Helena er lykilleikmaður og fyrirliði íslenska landsliðsins sem leikur í undankeppni EM kvenna um þessar mundir og eftir tvo leiki leiðir hún liðið í skoruðum stigum, fráköstum og stoðsendingum. Að auki leiðir hún Domino´s deildina hér í stoðsendingum og er efst Íslendinga í tölfræðiflokkunum fráköst, stig og framlag. Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell Gunnhildur er orðin ein af burðarásum íslenska liðsins og með óbilandi baráttu og dugnaði er hún liðum sínum mjög mikilvæg. Gunnhildur var einn af lykilmönnum Snæfells sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og var ofarlega á tölfræðilistum deildarinnar á síðastliðnu ári sem og í ár. Á þessu tímabili hefur Gunnhildur verið óheppin með meiðsli en leikið mjög vel í þeim leikjum sem hún hefur leikið með landsliðinu og Snæfell það sem af er árinu. Gunnhildur hefur leikið alla landsleiki íslenska liðsins frá árinu 2012, eða 19 leiki samtals. Pálína Gunnlaugsdóttir · Haukar Pálína lék með Grindavík á síðasta tímabili og skipti í Hauka fyrir þetta tímabil. Hún hefur leikið mjög vel það sem af er ári og er ofarlega í mörgum tölfræðiþáttum með félagsliði sínu Haukum í deildinni. Með landsliðinu er Pálína ein af reyndari leikmönnum liðsins og einn af lykilleikmönnum liðsins sem nú leikur í undankeppni EM 2017. Mynd/KKÍKörfuknattleiksmaður ársins 2015 - efstu þrírJón Arnór Stefánsson · Valencia, SpánnJón Arnór Stefánsson er körfuknattleiksmaður ársins 2014. Jón hefur þá hlotið nafnbótina alls 12 sinnum frá því að hann hlaut hana fyrst árið 2002. Jón Arnór skipti frá Unicaja Malaga í spænsku úrvalsdeildinni yfir til Valencia í sömu deild s.l. sumar, sem óhætt er að segja að sé besta deild Evrópu. Hefur lið Valencia verið eitt af stóru liðunum í deildinni undanfarin ár. Jón Arnór var lykilleikmaður íslenska landsliðsins þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á EM í körfuknattleik, EuroBasket 2015, í fyrsta sinn á síðasta ári. Í ár var svo komið að stóru stundinni þegar íslenska liðið hélt til Berlínar og lék í B-riðli á mótinu gegn mörgum af sterkustu þjóðum álfunnar. Jón Arnór var lykilleikmaður liðsins og leiddi liðið í skoruðum stigum, stoðsendingum og var einn af betri leikmönnum liðsins. Að móti loknum gerði Jón Arnór samning eins og áður segir við Valencia og hefur spilað stórt hlutverk í jöfnu liði og var liðið taplaust í upphafi desembermánaðar í öllum keppnum, bæði í spænsku deildinni og Evrópukeppninni, og er liðið á toppi spænsku deildarinnar um þessar mundir. Hörður Axel Vilhjálmsson · ČEZ Nymburk, TékklandHörður Axel átti frábært ár í Þýskalandi og með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Berlín, þar sem hann var ábyrgur fyrir boltanum í upphafi sóknar og skilaði varnarhlutverki sínu frábærlega gegn öflugum andstæðingum mótherjanna. Frammistaða Harðar varð til þess að hann fékk samning hjá liði í efstu deild á Grikklandi. Eftir stutt stopp þar var hann svo keyptur til Tékklands þar sem hann leikur í efstu deild sem og í VTB deildinni og FIBA Europe Cup. Hörður Axel hefur á undanförnum árum orðið einn af lykilleikmönnum landsliðsins og framtíðarleikmaður þess. Hlynur Bæringsson · Sundsvall Dragons, SvíþjóðHlynur er fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og var í lykilhlutverki á Evrópumótinu í sumar þar sem hann lék flestar mínútur íslensku leikmannanna auk þess sem hann tók flest fráköst og stal flestum boltum fyrir Ísland. Hlynur var að spila gegn mun hærri mönnum inni í teignum og stóð sig frábærlega gegn mörgum að sterkustu leikmönnum Evrópu á mótinu.
Fréttir ársins 2015 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Sjá meira