Handbolti

Ljónin nú með sjö stiga forystu á Kiel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ljónin hafa unnið alla heimaleiki sína.
Ljónin hafa unnið alla heimaleiki sína. Vísir/Getty
Rhein-Neckar Löwen vann níu marka heimasigur á VfL Gummersbach, 31-22, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ljónin náðu með þessum sigri sjö stiga forystu á Kiel á toppi deildarinnar en Kiel á leik inni á sunnudaginn.

Rhein-Neckar Löwen hefur unnið 15 af 16 deildarleikjum tímabilsins þar af alla níu heimaleiki sína.

Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað.

Andy Schmid átti mjög flottan leik og skoraði fjórtán mörk en aðeins tvö þeirra komu af vítapunktinum. Uwe Gensheimer skoraði fjögur mörk. Raul Santos var með sjö mörk fyrir lið Gummersbach.

Gummersbach-liðið var öflugt í byrjun leiksins, komst í 4-1, 10-7 og 12-9 en munurinn var bara eitt mark í hálfleik, 15-14.

Löwen-liðið tók frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiksins og stakk síðan af í stöðunni 21-18 þegar Ljónin skoruðu sex mörk í röð og komust níu mökum yfir, 27-18.  Eftir það var enginn spurning um hvernig leikurinn færi.

Gummersbach skoraði aðeins fjögur mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×