Fá Hrútar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin? Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2015 18:30 Hrútar fjalla um bræðurna Gumma, sem Sigurður Sigurjónsson leikur, og Kidda en þeir eru báðir sauðfjárbændur og búa hlið við hlið í afskekktum dal en talast ekki við. Hin árlegu Evrópsku kvikmyndaverðlaun eru að hefjast í Berlín en verðlaunin eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni og fara verðlaunin fram í Berlín í ár. Meðal mynda sem tilnefndar eru sem kvikmynd ársins er kvikmyndin Hrútar sem leikstýrt er af Grími Hákonarsyni og með aðalhlutverk fara þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Grímur skrifaði einnig handrit myndarinnar en hún er tekin upp af Sturla Brandth Grøvlen og framleidd af Grímari Jónssyni fyrir Netop films. Um klippingu sá Kristján Loðmfjörð og tónlistina samdi Atli Örvarsson. Sex myndir eru tilnefndar í flokknum kvikmynd ársins. Auk Hrúta eru það myndirnar: Victoria í leikstjórn Sebastian Schipper, Youth eftir eftir Paolo Sorrentino, A Pigeon Sat on a Branch Reflecting on Existence í leikstjórn sænska leikstjórans Roy Andersson, The Lobster í leikstjórn Yorgos Lanthimos og Mustang í leikstjórn Deniz Gamze Ergüven. Sir Michael Caine verða veitt heiðursverðlaun á hátíðinni. Grímur Hákonarson er leikstjóri og handritshöfundur Hrúta. Hrútar voru frumsýndir á Cannes í maí á þessu ári og hlutu þar Un Certain Regard verðlaunin í samnefndum flokki hátíðarinnar. Síðan þá hefur myndi sópað að sér fjölda verðlauna og farið á fjölmargar hátíðir víðsvegar um heiminn. Grímur sagði aðstandendur myndarinnar hafa haft góða tilfinningu þegar myndin var send inn í Cannes.„Við vorum mjög glaðir þegar við komumst inn á Cannes og svo unnum við verðlaunin. Ég held að enginn hafi búist við því, við bjuggumst ekki við því,” segir Grímur glaður í bragði. Í kjölfar verðlaunanna hlaut myndin töluverða umfjöllun á erlendum miðlum og vel hefur gengið að selja myndina erlendis. Hrútar eru framlag Íslands á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer þann 28. febrúar á næsta ári og keppir þar um verðlaun fyrir bestu kvikmyndina á erlendu tungumáli. Það verður því spennandi að sjá hvort enn ein verðlaunin bætist við í kvöld. Íslensk mynd hefur einu sinni áður verið tilnefnd sem kvikmynd ársins á hátíðinni en var það myndin Magnús eftir Þráin Bertelsson árið 1989 en myndin laut í lægra haldi fyrir frönsku myndinni Landscape in the Mist. Hrútar segja söguna af bræðrunum og sauðfjárbændunum Kidda og Gumma sem búa á bóndabæjum hlið við hlið í afskekktum dal. Bræðurinn hafa ekki talast við í fjölmörg ár. Fjárstofn bræðranna þykir vera einn sá besti á landinu og því verður uppi fótur og fit þegar riðuveiki kemur upp í dalnum og bræðurnir sjá fram á að missa það sem skiptir þá mestu máli. Grímur stefnir nú að annari mynd í fullri lengd sem fjalla mun um lesbískan kúabónda og stefnt er að því að tökur á henni hefjist veturinn 2017. Framleiðandi myndarinnar verður Grímar Jónsson, stofnandi og eigandi Netop Films, sem framleiddi einnig Hrúta. En Grímur lauk nýverið tökum á heimildarmyndinni Litla Moskva. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hin árlegu Evrópsku kvikmyndaverðlaun eru að hefjast í Berlín en verðlaunin eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni og fara verðlaunin fram í Berlín í ár. Meðal mynda sem tilnefndar eru sem kvikmynd ársins er kvikmyndin Hrútar sem leikstýrt er af Grími Hákonarsyni og með aðalhlutverk fara þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Grímur skrifaði einnig handrit myndarinnar en hún er tekin upp af Sturla Brandth Grøvlen og framleidd af Grímari Jónssyni fyrir Netop films. Um klippingu sá Kristján Loðmfjörð og tónlistina samdi Atli Örvarsson. Sex myndir eru tilnefndar í flokknum kvikmynd ársins. Auk Hrúta eru það myndirnar: Victoria í leikstjórn Sebastian Schipper, Youth eftir eftir Paolo Sorrentino, A Pigeon Sat on a Branch Reflecting on Existence í leikstjórn sænska leikstjórans Roy Andersson, The Lobster í leikstjórn Yorgos Lanthimos og Mustang í leikstjórn Deniz Gamze Ergüven. Sir Michael Caine verða veitt heiðursverðlaun á hátíðinni. Grímur Hákonarson er leikstjóri og handritshöfundur Hrúta. Hrútar voru frumsýndir á Cannes í maí á þessu ári og hlutu þar Un Certain Regard verðlaunin í samnefndum flokki hátíðarinnar. Síðan þá hefur myndi sópað að sér fjölda verðlauna og farið á fjölmargar hátíðir víðsvegar um heiminn. Grímur sagði aðstandendur myndarinnar hafa haft góða tilfinningu þegar myndin var send inn í Cannes.„Við vorum mjög glaðir þegar við komumst inn á Cannes og svo unnum við verðlaunin. Ég held að enginn hafi búist við því, við bjuggumst ekki við því,” segir Grímur glaður í bragði. Í kjölfar verðlaunanna hlaut myndin töluverða umfjöllun á erlendum miðlum og vel hefur gengið að selja myndina erlendis. Hrútar eru framlag Íslands á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer þann 28. febrúar á næsta ári og keppir þar um verðlaun fyrir bestu kvikmyndina á erlendu tungumáli. Það verður því spennandi að sjá hvort enn ein verðlaunin bætist við í kvöld. Íslensk mynd hefur einu sinni áður verið tilnefnd sem kvikmynd ársins á hátíðinni en var það myndin Magnús eftir Þráin Bertelsson árið 1989 en myndin laut í lægra haldi fyrir frönsku myndinni Landscape in the Mist. Hrútar segja söguna af bræðrunum og sauðfjárbændunum Kidda og Gumma sem búa á bóndabæjum hlið við hlið í afskekktum dal. Bræðurinn hafa ekki talast við í fjölmörg ár. Fjárstofn bræðranna þykir vera einn sá besti á landinu og því verður uppi fótur og fit þegar riðuveiki kemur upp í dalnum og bræðurnir sjá fram á að missa það sem skiptir þá mestu máli. Grímur stefnir nú að annari mynd í fullri lengd sem fjalla mun um lesbískan kúabónda og stefnt er að því að tökur á henni hefjist veturinn 2017. Framleiðandi myndarinnar verður Grímar Jónsson, stofnandi og eigandi Netop Films, sem framleiddi einnig Hrúta. En Grímur lauk nýverið tökum á heimildarmyndinni Litla Moskva.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira