Erlent

Sádar stofna hernaðarbandalag gegn hryðjuverkahópum

Varnarmálaráðherra Sádí Arabíu, Mohammed bin Salman.
Varnarmálaráðherra Sádí Arabíu, Mohammed bin Salman. Vísir/AFP
Þrjátíu og fjórar múslimaþjóðir, með Sádí Araba í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt hernaðarbandalag sem ætlað er að berjast gegn hryðjuverkasamtökum íslamista. Löndin eru frá Asíu, Afríku og Arabaríkjunum en helsti andstæðingur Sáda, Íranar, eru ekki þar á meðal.

Vesturveldin hafa lengi gagnrýnt Arabaríkin fyrir að leggja ekki sitt af mörkum í baráttunni við ISIS og önnur hryðjuverkasamtök á svæðinu og virðist stofnun bandalagsins vera liður í því að koma til móts við þær kröfur.

Sádar, sem oft hafa verið sakaðir um að styðja við bakið á ISIS með einum eða öðrum hætti, segja baráttuna beinast gegn þeim, en einnig öðrum samtökum af svipuðum meiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×