Handbolti

Dramatískir sigrar Bergischer og Löwen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Páll og félagar eru komnir til Hamborgar.
Björgvin Páll og félagar eru komnir til Hamborgar. vísir/getty
Björgvin Páll Gústavsson átti flottan leik í marki Bergischer sem tryggði sér sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar með eins marks sigri, 24-23, á Minden í kvöld.

Landsliðsmarkvörðurinn varði 14 skot í leiknum, þ.á.m. lokaskot Minden á síðustu sekúndunni.

Leikurinn var æsispennandi en liðin skiptust margoft á forystunni. Minden komst yfir, 22-23, þegar þrjár mínútur voru eftir en Alexander Oelze jafnaði metin í 23-23. Það var svo Christian Hosse sem skoraði sigurmark Bergischer tveimur sekúndum fyrir leikslok.

Arnór Þór Gunnarsson er frá vegna meiðsla hjá Bergischer.

Það var svipuð spenna þegar Rhein-Neckar Löwen vann Melsungen, 22-21, á heimavelli.

Uwe Gensheimer var markahæstur í liði Löwen með átta mörk en hann skoraði sigurmark liðsins úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út.

Alexander Petersson átti fínan leik í liði Ljónanna og skoraði fjögur mörk, líkt og Mads Mensah Larsen. Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki meðal markaskorara.

Sjá einnig: Kiel úr leik í þýska bikarnum | Magdeburg komst áfram

Úrslitahelgin í þýsku bikarkeppninni fer fram í Barclaycard Arena í Hamborg, 30. apríl - 1. maí á næsta ári.

Liðin sem eru komin í undanúrslit:

Bergischer

Rhein-Neckar Löwen

Magdeburg

Flensburg


Tengdar fréttir

Óttaðist í smástund um EM

Arnór Þór Gunnarsson meiddist nýverið á öxl og gæti verið frá keppni fram yfir áramót. Hann vonast þó til að snúa fyrr til baka en það og stefnir óhikað að því að vera í landsliðshópnum sem fer á EM í Póllandi.

Varaði þá við Íslandi

Arnór Þór Gunnarsson fylgdist vitanlega vel með þegar dregið var í riðla fyrir EM í fótbolta enda Aron Einar, bróðir hans, fyrirliði landsliðsins. Ísland lenti þá í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×