Meðferðarlyf valda vanda á Hrauninu Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 18. desember 2015 08:00 Lyfinu er smyglað inn á Hraunið og gengur þar kaupum og sölum fyrir 10 þúsund krónur taflan. VÍSIR/ANTON BRINK Fangelsismál Vandamál hafa komið upp vegna misnotkunar fanga á Litla-Hrauni á lyfinu Suboxone. 52 slík tilfelli hafa komið upp í fangelsinu það sem af er ári. Um er að ræða mikla aukningu á stuttum tíma. Fjórðungur af öllum agaviðurlögum í fangelsinu á árinu er tilkominn vegna misnotkunar á lyfinu. Á síðustu þremur árum hafa 99% af sölu Suboxone verið til Landspítala og meðferðarstofnana hér á landi – sem svo ávísa áfram á sjúklinga sem hafa samþykkt að gangast undir meðferð við lyfjafíkn, samkvæmt Lyfjastofnun. Þeir sem eru háðir lyfinu þurfa á afeitrun að halda til þess að komast af Suboxone. Á Litla-Hrauni er ekki hægt að afeitra, þar sem enginn læknir er þar starfandi að staðaldri. Þeir sem háðir eru lyfinu fara í fráhvörf þegar þeir hætta neyslu þess sem geta reynst hættuleg. Alla jafna er föngum í lokuðum úrræðum ekki heimilt að fara í áfengis- eða vímuefnameðferð á Vogi, fyrr en afplánun er langt á veg komin eða henni lýkur. Átta milligramma tafla af lyfinu gengur kaupum og sölum á Litla-Hrauni fyrir um tíu þúsund krónur. Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi, kannaðist ekki við að Suboxone væri misnotað í fangelsinu þegar falast var eftir viðbrögðum hans, en sagði lyfið hafa bjargað lífi fjölda sjúklinga á Vogi. Fylgst væri með þeim sem fengju lyfinu ávísað. Þær Suboxone-töflur sem ávísað er hér á landi fara að mestu leyti í gegnum Vog. Lyfinu er ávísað til þeirra sem eru í viðhaldsmeðferð fyrir sprautufíkla. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í geðlækningum og sérfræðinga í meðhöndlun á lyfjafíkn. Ekkert er hægt að fullyrða um hvaðan lyfin sem berast inn á Litla-Hraun koma, hvort þau séu flutt inn eða hvort þeim sé ávísað af læknum hér á landi. Algengt er að læknadópi á borð við Suboxone sé smyglað inn í fangelsið með gestum. Fíkniefnahundur finnur ekki lykt af slíkum lyfjum. Þá sjá fangar ávinning í því að ekki er bersýnilegt að menn séu undir áhrifum Suboxone og því kemst ekki upp um þá nema þeir séu sérstaklega prófaðir fyrir slíku. Starfsmenn fangelsisins kannast við lyfið og segja það vandamál. Lyfið er ávanabindandi og getur verið hættulegt ef það er ekki notað í réttum tilgangi og undir eftirliti fagfólks. Suboxone eru tungurótartöflur sem innihalda búprenorfín og naloxón. Búprenorfín er skylt morfíni en notað við lyfjafíkn en naloxón er til að koma í veg fyrir misnotkun lyfsins í æð. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Fangelsismál Vandamál hafa komið upp vegna misnotkunar fanga á Litla-Hrauni á lyfinu Suboxone. 52 slík tilfelli hafa komið upp í fangelsinu það sem af er ári. Um er að ræða mikla aukningu á stuttum tíma. Fjórðungur af öllum agaviðurlögum í fangelsinu á árinu er tilkominn vegna misnotkunar á lyfinu. Á síðustu þremur árum hafa 99% af sölu Suboxone verið til Landspítala og meðferðarstofnana hér á landi – sem svo ávísa áfram á sjúklinga sem hafa samþykkt að gangast undir meðferð við lyfjafíkn, samkvæmt Lyfjastofnun. Þeir sem eru háðir lyfinu þurfa á afeitrun að halda til þess að komast af Suboxone. Á Litla-Hrauni er ekki hægt að afeitra, þar sem enginn læknir er þar starfandi að staðaldri. Þeir sem háðir eru lyfinu fara í fráhvörf þegar þeir hætta neyslu þess sem geta reynst hættuleg. Alla jafna er föngum í lokuðum úrræðum ekki heimilt að fara í áfengis- eða vímuefnameðferð á Vogi, fyrr en afplánun er langt á veg komin eða henni lýkur. Átta milligramma tafla af lyfinu gengur kaupum og sölum á Litla-Hrauni fyrir um tíu þúsund krónur. Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi, kannaðist ekki við að Suboxone væri misnotað í fangelsinu þegar falast var eftir viðbrögðum hans, en sagði lyfið hafa bjargað lífi fjölda sjúklinga á Vogi. Fylgst væri með þeim sem fengju lyfinu ávísað. Þær Suboxone-töflur sem ávísað er hér á landi fara að mestu leyti í gegnum Vog. Lyfinu er ávísað til þeirra sem eru í viðhaldsmeðferð fyrir sprautufíkla. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í geðlækningum og sérfræðinga í meðhöndlun á lyfjafíkn. Ekkert er hægt að fullyrða um hvaðan lyfin sem berast inn á Litla-Hraun koma, hvort þau séu flutt inn eða hvort þeim sé ávísað af læknum hér á landi. Algengt er að læknadópi á borð við Suboxone sé smyglað inn í fangelsið með gestum. Fíkniefnahundur finnur ekki lykt af slíkum lyfjum. Þá sjá fangar ávinning í því að ekki er bersýnilegt að menn séu undir áhrifum Suboxone og því kemst ekki upp um þá nema þeir séu sérstaklega prófaðir fyrir slíku. Starfsmenn fangelsisins kannast við lyfið og segja það vandamál. Lyfið er ávanabindandi og getur verið hættulegt ef það er ekki notað í réttum tilgangi og undir eftirliti fagfólks. Suboxone eru tungurótartöflur sem innihalda búprenorfín og naloxón. Búprenorfín er skylt morfíni en notað við lyfjafíkn en naloxón er til að koma í veg fyrir misnotkun lyfsins í æð.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira