Meðferðarlyf valda vanda á Hrauninu Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 18. desember 2015 08:00 Lyfinu er smyglað inn á Hraunið og gengur þar kaupum og sölum fyrir 10 þúsund krónur taflan. VÍSIR/ANTON BRINK Fangelsismál Vandamál hafa komið upp vegna misnotkunar fanga á Litla-Hrauni á lyfinu Suboxone. 52 slík tilfelli hafa komið upp í fangelsinu það sem af er ári. Um er að ræða mikla aukningu á stuttum tíma. Fjórðungur af öllum agaviðurlögum í fangelsinu á árinu er tilkominn vegna misnotkunar á lyfinu. Á síðustu þremur árum hafa 99% af sölu Suboxone verið til Landspítala og meðferðarstofnana hér á landi – sem svo ávísa áfram á sjúklinga sem hafa samþykkt að gangast undir meðferð við lyfjafíkn, samkvæmt Lyfjastofnun. Þeir sem eru háðir lyfinu þurfa á afeitrun að halda til þess að komast af Suboxone. Á Litla-Hrauni er ekki hægt að afeitra, þar sem enginn læknir er þar starfandi að staðaldri. Þeir sem háðir eru lyfinu fara í fráhvörf þegar þeir hætta neyslu þess sem geta reynst hættuleg. Alla jafna er föngum í lokuðum úrræðum ekki heimilt að fara í áfengis- eða vímuefnameðferð á Vogi, fyrr en afplánun er langt á veg komin eða henni lýkur. Átta milligramma tafla af lyfinu gengur kaupum og sölum á Litla-Hrauni fyrir um tíu þúsund krónur. Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi, kannaðist ekki við að Suboxone væri misnotað í fangelsinu þegar falast var eftir viðbrögðum hans, en sagði lyfið hafa bjargað lífi fjölda sjúklinga á Vogi. Fylgst væri með þeim sem fengju lyfinu ávísað. Þær Suboxone-töflur sem ávísað er hér á landi fara að mestu leyti í gegnum Vog. Lyfinu er ávísað til þeirra sem eru í viðhaldsmeðferð fyrir sprautufíkla. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í geðlækningum og sérfræðinga í meðhöndlun á lyfjafíkn. Ekkert er hægt að fullyrða um hvaðan lyfin sem berast inn á Litla-Hraun koma, hvort þau séu flutt inn eða hvort þeim sé ávísað af læknum hér á landi. Algengt er að læknadópi á borð við Suboxone sé smyglað inn í fangelsið með gestum. Fíkniefnahundur finnur ekki lykt af slíkum lyfjum. Þá sjá fangar ávinning í því að ekki er bersýnilegt að menn séu undir áhrifum Suboxone og því kemst ekki upp um þá nema þeir séu sérstaklega prófaðir fyrir slíku. Starfsmenn fangelsisins kannast við lyfið og segja það vandamál. Lyfið er ávanabindandi og getur verið hættulegt ef það er ekki notað í réttum tilgangi og undir eftirliti fagfólks. Suboxone eru tungurótartöflur sem innihalda búprenorfín og naloxón. Búprenorfín er skylt morfíni en notað við lyfjafíkn en naloxón er til að koma í veg fyrir misnotkun lyfsins í æð. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Fangelsismál Vandamál hafa komið upp vegna misnotkunar fanga á Litla-Hrauni á lyfinu Suboxone. 52 slík tilfelli hafa komið upp í fangelsinu það sem af er ári. Um er að ræða mikla aukningu á stuttum tíma. Fjórðungur af öllum agaviðurlögum í fangelsinu á árinu er tilkominn vegna misnotkunar á lyfinu. Á síðustu þremur árum hafa 99% af sölu Suboxone verið til Landspítala og meðferðarstofnana hér á landi – sem svo ávísa áfram á sjúklinga sem hafa samþykkt að gangast undir meðferð við lyfjafíkn, samkvæmt Lyfjastofnun. Þeir sem eru háðir lyfinu þurfa á afeitrun að halda til þess að komast af Suboxone. Á Litla-Hrauni er ekki hægt að afeitra, þar sem enginn læknir er þar starfandi að staðaldri. Þeir sem háðir eru lyfinu fara í fráhvörf þegar þeir hætta neyslu þess sem geta reynst hættuleg. Alla jafna er föngum í lokuðum úrræðum ekki heimilt að fara í áfengis- eða vímuefnameðferð á Vogi, fyrr en afplánun er langt á veg komin eða henni lýkur. Átta milligramma tafla af lyfinu gengur kaupum og sölum á Litla-Hrauni fyrir um tíu þúsund krónur. Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi, kannaðist ekki við að Suboxone væri misnotað í fangelsinu þegar falast var eftir viðbrögðum hans, en sagði lyfið hafa bjargað lífi fjölda sjúklinga á Vogi. Fylgst væri með þeim sem fengju lyfinu ávísað. Þær Suboxone-töflur sem ávísað er hér á landi fara að mestu leyti í gegnum Vog. Lyfinu er ávísað til þeirra sem eru í viðhaldsmeðferð fyrir sprautufíkla. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í geðlækningum og sérfræðinga í meðhöndlun á lyfjafíkn. Ekkert er hægt að fullyrða um hvaðan lyfin sem berast inn á Litla-Hraun koma, hvort þau séu flutt inn eða hvort þeim sé ávísað af læknum hér á landi. Algengt er að læknadópi á borð við Suboxone sé smyglað inn í fangelsið með gestum. Fíkniefnahundur finnur ekki lykt af slíkum lyfjum. Þá sjá fangar ávinning í því að ekki er bersýnilegt að menn séu undir áhrifum Suboxone og því kemst ekki upp um þá nema þeir séu sérstaklega prófaðir fyrir slíku. Starfsmenn fangelsisins kannast við lyfið og segja það vandamál. Lyfið er ávanabindandi og getur verið hættulegt ef það er ekki notað í réttum tilgangi og undir eftirliti fagfólks. Suboxone eru tungurótartöflur sem innihalda búprenorfín og naloxón. Búprenorfín er skylt morfíni en notað við lyfjafíkn en naloxón er til að koma í veg fyrir misnotkun lyfsins í æð.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira