Hafið í loftslaginu Stefán Kristmannsson skrifar 18. desember 2015 00:00 Sjórinn var mikilvægur hluti umræðunnar á loftlagsráðstefnunni sem lauk nýlega í París. Í rauninni ættum við að tala um veðurfarsráðstefnu þar sem sjórinn og hafið leika þar stórt hlutverk, sérstaklega á okkar norðlægu slóðum, ekki síður en lofthjúpurinn. Reginmunur er samt á tímalengd ferla veðurs og sjávar sem munar hundraðföldun þar sem lágþrýstilægðin þeytist yfir hafið á nokkrum dögum en sjóinn tekur ár að færast sömu leið. Það er rætt um súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs, það fyrra vegna gleypni sjávar á auknu koldíoxíði í andrúmslofti af mannavöldum og hið seinna vegna bráðnunar jökla og hlýnunar sjávar. Það er vissulega þörf umræða sem kemur okkur öllum við. En samt eru fleiri mikilvægir þættir í flóknu samspili veðurkerfa og sjávarstrauma umhverfis okkur á norðurhveli sem gætu hugsanlega raskast. Ísland er á mörkum hlýsjávar og kaldsjávar. Fyrir sunnan og vestan land er hlýr Atlantssjór sem kemur að sunnan og er hluti af hinum mikla hitagjafa norðurhafa, Golfstraumnum. Streymi hans alla leið til okkar og enn stærri hluti hans norður í Noregshaf leggur grundvöll að byggð svo norðarlega á hnettinum. Erfitt mundi fiskveiðiþjóð að þrífast pólmegin við þennan jaðar milli hlý- og kaldsjávar. Aftur á móti kemur kaldi sjórinn að norðan og upp að norðausturströndinni. Það eru sveiflur í straummagninu frá einu ári til annars eins og sagan hefur kennt okkur. Skemmst er að minnast hafísáranna fyrir 50 árum síðan þegar mikið af köldum bráðnunarsjó, svonefndum pólsjó kom upp að landinu norðan og austan með miklum kuldum og röskun á lífríki sjávar til langframa. Hafísárin voru áminning um áhættu þess að búa á jaðrinum við norðurheimskautið í hlýnandi heimi. Einn veigamikill eðlisþáttur í straumakerfi norðurhafa er kólnun sjávar við yfirborð svo hann sökkvi. Þegar selturíkur sjór að sunnan kólnar á norðurslóðum og sekkur skilur hann ekki aðeins eftir hitaorku í andrúmsloftinu heldur byrjar hann að síga aftur suður á bóginn sem djúpsjór. Sjórinn sem er saltastur [A1] sekkur mest og myndar strauma eftir botni og þessi sjór rennur í stríðum straumum suður í Atlantshafið í leit að sínu jafnvægi. Þetta skeður umhverfis okkur á veturna í Norðurhöfum. Af þessu leiðir að hlýsjórinn að sunnan, Golfstraumurinn er drifinn norður á bóginn vegna myndunar djúp- og botnsjávar. Þetta er mikilvægur hluti hringrásar heimshafanna við núverandi aðstæður í veðurfari. Fleira kemur augljóslega til eins og vindakerfin á norðurhveli.Veruleg kólnun gæti orðið Bráðnun íss minnkar seltu sjávar og sjórinn sem myndast kallast pólsjór og er léttari en fullsaltur sjór og breiðist út í þunnum lögum í yfirborði. Pólsjór liggur yfir mestöllu Norður-Íshafi. Við aukna bráðnun hafíss og jökulíss getur því pólsjórinn myndað lok yfir saltari sjó og hafið fær einkenni stöðuvatns með meiri útbreiðslu á hafís. Seltan í sjónum setur því skilyrði fyrir myndun djúpsjávar. Ef hún er of lág vegna bráðnunar getur sjórinn ekki sokkið lengur og myndað djúpsjó. Ef þessi drifkraftur djúpsjávarmyndunar er ekki lengur til staðar af sama styrk hvert fer þá hlýsjórinn að sunnan? Mundi hlýsjórinn komast eins langt norður og nú? Er ekki mögulegt að jaðarinn milli hlý- og kaldsjávar færist til og nái ekki eins langt norður. Það er augljóst að það mundi hafa feikilegar afleiðingar fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð á mörkum hins byggilega heims ef straumkerfi Norður-Atlantshafs færi úr skorðum og áhrifin yrðu vissulega langmest við jaðarinn. Að sjálfsögðu eru allir þessir ferlar í hafstraumum og náttúrufari miklum óvissum háðir, en til langs tíma litið gæti orðið veruleg kólnun á okkar slóðum þrátt fyrir hlýnun jarðar.[A1] Þarf ekki endilega að vera þannig, t.d. er GSDW undir EBDW þó EBDW sé saltari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjórinn var mikilvægur hluti umræðunnar á loftlagsráðstefnunni sem lauk nýlega í París. Í rauninni ættum við að tala um veðurfarsráðstefnu þar sem sjórinn og hafið leika þar stórt hlutverk, sérstaklega á okkar norðlægu slóðum, ekki síður en lofthjúpurinn. Reginmunur er samt á tímalengd ferla veðurs og sjávar sem munar hundraðföldun þar sem lágþrýstilægðin þeytist yfir hafið á nokkrum dögum en sjóinn tekur ár að færast sömu leið. Það er rætt um súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs, það fyrra vegna gleypni sjávar á auknu koldíoxíði í andrúmslofti af mannavöldum og hið seinna vegna bráðnunar jökla og hlýnunar sjávar. Það er vissulega þörf umræða sem kemur okkur öllum við. En samt eru fleiri mikilvægir þættir í flóknu samspili veðurkerfa og sjávarstrauma umhverfis okkur á norðurhveli sem gætu hugsanlega raskast. Ísland er á mörkum hlýsjávar og kaldsjávar. Fyrir sunnan og vestan land er hlýr Atlantssjór sem kemur að sunnan og er hluti af hinum mikla hitagjafa norðurhafa, Golfstraumnum. Streymi hans alla leið til okkar og enn stærri hluti hans norður í Noregshaf leggur grundvöll að byggð svo norðarlega á hnettinum. Erfitt mundi fiskveiðiþjóð að þrífast pólmegin við þennan jaðar milli hlý- og kaldsjávar. Aftur á móti kemur kaldi sjórinn að norðan og upp að norðausturströndinni. Það eru sveiflur í straummagninu frá einu ári til annars eins og sagan hefur kennt okkur. Skemmst er að minnast hafísáranna fyrir 50 árum síðan þegar mikið af köldum bráðnunarsjó, svonefndum pólsjó kom upp að landinu norðan og austan með miklum kuldum og röskun á lífríki sjávar til langframa. Hafísárin voru áminning um áhættu þess að búa á jaðrinum við norðurheimskautið í hlýnandi heimi. Einn veigamikill eðlisþáttur í straumakerfi norðurhafa er kólnun sjávar við yfirborð svo hann sökkvi. Þegar selturíkur sjór að sunnan kólnar á norðurslóðum og sekkur skilur hann ekki aðeins eftir hitaorku í andrúmsloftinu heldur byrjar hann að síga aftur suður á bóginn sem djúpsjór. Sjórinn sem er saltastur [A1] sekkur mest og myndar strauma eftir botni og þessi sjór rennur í stríðum straumum suður í Atlantshafið í leit að sínu jafnvægi. Þetta skeður umhverfis okkur á veturna í Norðurhöfum. Af þessu leiðir að hlýsjórinn að sunnan, Golfstraumurinn er drifinn norður á bóginn vegna myndunar djúp- og botnsjávar. Þetta er mikilvægur hluti hringrásar heimshafanna við núverandi aðstæður í veðurfari. Fleira kemur augljóslega til eins og vindakerfin á norðurhveli.Veruleg kólnun gæti orðið Bráðnun íss minnkar seltu sjávar og sjórinn sem myndast kallast pólsjór og er léttari en fullsaltur sjór og breiðist út í þunnum lögum í yfirborði. Pólsjór liggur yfir mestöllu Norður-Íshafi. Við aukna bráðnun hafíss og jökulíss getur því pólsjórinn myndað lok yfir saltari sjó og hafið fær einkenni stöðuvatns með meiri útbreiðslu á hafís. Seltan í sjónum setur því skilyrði fyrir myndun djúpsjávar. Ef hún er of lág vegna bráðnunar getur sjórinn ekki sokkið lengur og myndað djúpsjó. Ef þessi drifkraftur djúpsjávarmyndunar er ekki lengur til staðar af sama styrk hvert fer þá hlýsjórinn að sunnan? Mundi hlýsjórinn komast eins langt norður og nú? Er ekki mögulegt að jaðarinn milli hlý- og kaldsjávar færist til og nái ekki eins langt norður. Það er augljóst að það mundi hafa feikilegar afleiðingar fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð á mörkum hins byggilega heims ef straumkerfi Norður-Atlantshafs færi úr skorðum og áhrifin yrðu vissulega langmest við jaðarinn. Að sjálfsögðu eru allir þessir ferlar í hafstraumum og náttúrufari miklum óvissum háðir, en til langs tíma litið gæti orðið veruleg kólnun á okkar slóðum þrátt fyrir hlýnun jarðar.[A1] Þarf ekki endilega að vera þannig, t.d. er GSDW undir EBDW þó EBDW sé saltari.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun