Kúrdar brutu stóra sókn ISIS á bak aftur Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2015 11:15 Meðlimur Peshmergasveitanna á varðbergi við Mosul. Vísir/AFP Peshmergasveitir Kúrda brutu í gær stóra árás Íslamska ríkisins nærri Mosul á bak aftur. Minnst 300 þungvopnaðir vígamenn réðust á víglínur Kúrda á minnst fjórum stöðum og hófst árásin á miðvikudaginn. Bandaríkin komu Kúrdum til hjálpar og gerðu loftárásir í 17 klukkustundir. Talið er að um 180 vígamenn ISIS hafi verið felldir í loftárásunum og Kúrdar segjast einnig hafa fellt fjölda vígamanna. Við árásirnar notuðust vígamennirnir við bílsprengjur, vélbyssur, sprengjuvörpur og brynvarðar jarðýtur, samkvæmt frétt Washington Post. Kúrdar segja að tugir hafi fallið þeirra megin. Kúrdar hafa setið um Mosul um nokkurt skeið. Þeir vilja þó ekki reyna að frelsa borgina þar sem ekki er víst að heimamenn myndu taka Kúrdum fagnandi. Því ætla Írakar að safna liði Íraka við borgina sem eiga að ná henni aftur, en ISIS hertóku Mosul í leiftursókn sinni í fyrrasumar. Fyrst vilja Írakar þá ná borginni Ramadi. Þá hafa tyrkneskir hermenn einnig haldið til fyrir utan borgina þar sem þeir hafa þjálfað íraska Kúrda. Vera þeirra þar hefur reitt yfirvöldí Bagdad til reiði.Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hitti leiðtoga Kúrda í Írak í Irbil í gær. Hann sagði að árásin hefði sýnt getu Peshmerga sveitanna og þá sérstaklega þegar þær eru studdar af loftárásum. Embættismenn Kúrda sem Carter ræddi við fóru fram á frekari sendingar af vopnum og búnaði eins og brynvörðum bílum og nætursjónaukum frá Bandaríkjunum. Carter sagðist ætla að sjá til þess að vopnasendingum yrði flýtt. Mið-Austurlönd Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Peshmergasveitir Kúrda brutu í gær stóra árás Íslamska ríkisins nærri Mosul á bak aftur. Minnst 300 þungvopnaðir vígamenn réðust á víglínur Kúrda á minnst fjórum stöðum og hófst árásin á miðvikudaginn. Bandaríkin komu Kúrdum til hjálpar og gerðu loftárásir í 17 klukkustundir. Talið er að um 180 vígamenn ISIS hafi verið felldir í loftárásunum og Kúrdar segjast einnig hafa fellt fjölda vígamanna. Við árásirnar notuðust vígamennirnir við bílsprengjur, vélbyssur, sprengjuvörpur og brynvarðar jarðýtur, samkvæmt frétt Washington Post. Kúrdar segja að tugir hafi fallið þeirra megin. Kúrdar hafa setið um Mosul um nokkurt skeið. Þeir vilja þó ekki reyna að frelsa borgina þar sem ekki er víst að heimamenn myndu taka Kúrdum fagnandi. Því ætla Írakar að safna liði Íraka við borgina sem eiga að ná henni aftur, en ISIS hertóku Mosul í leiftursókn sinni í fyrrasumar. Fyrst vilja Írakar þá ná borginni Ramadi. Þá hafa tyrkneskir hermenn einnig haldið til fyrir utan borgina þar sem þeir hafa þjálfað íraska Kúrda. Vera þeirra þar hefur reitt yfirvöldí Bagdad til reiði.Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hitti leiðtoga Kúrda í Írak í Irbil í gær. Hann sagði að árásin hefði sýnt getu Peshmerga sveitanna og þá sérstaklega þegar þær eru studdar af loftárásum. Embættismenn Kúrda sem Carter ræddi við fóru fram á frekari sendingar af vopnum og búnaði eins og brynvörðum bílum og nætursjónaukum frá Bandaríkjunum. Carter sagðist ætla að sjá til þess að vopnasendingum yrði flýtt.
Mið-Austurlönd Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira