Fótbolti

Real Madrid skoraði tíu mörk er liðið slátraði Rayo Vallecano

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid.
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid. vísir/getty
Ótrúlegur leikur fór fram í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar Real Madrid tók á móti Rayo Vallecano en alls voru skoruð tólf mörk í leiknum.

Real Madrid vann 10-2 en Rayo Vallecano var tveimur leikmönnum færri í 60 mínútur eftir að þeir Tito og Jose Raul Baena fengu báðir rautt spjald.

Gareth Bale skoraði fjögur mörk í leiknum, Karim Benzem með þrjú, Cristano Ronaldo var með tvö og Danilo skorað eitt mark. Rosalegir yfirburðir og það hjálpar nú heldur ekki að vera tveimur færri á móti Real Madrid.

Real Madrid er í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig en Rayo í því 18. með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×